Morgunblaðið - 18.12.2021, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 18.12.2021, Blaðsíða 60
Kjartan Atli bendir á mismunandi aðstæður í körfuboltauppeldinu í Evrópu og Bandaríkj- unum og tekur Serbann Nikola Jokic hjá Denver Nuggets sem dæmi en hann var útnefndur besti og mikilvægasti leik- maður NBA-deild- arinnar á liðnu tímabili. „Hann uppgötvaðist fyrir slysni.“ Kjartan Atli hefur mikla reynslu sem leikmaður og þjálfari auk þess sem hann var kennari í Álftanes- skóla fyrir nokkrum árum. „Það er einn skemmtilegasti vetur sem ég man eftir, mjög gefandi,“ rifjar hann upp. „Ég blanda reynslu minni sem þjálfari og kennari inn í bókaskrif- in,“ segir hann um Lóu og Börk Saman í liði. Hann hafi þjálfað fram- úrskarandi hóp krakka hjá Stjörn- unni, sem hafi orðið Íslandsmeistari öll árin. Til að byrja með hafi aðeins strákar verið í hópnum en síðan hafi þrjár stelpur ári yngri bæst við og tvær þeirra spilað lengi með strák- unum. „Ég sá þarna bræðra- og systralag, sem var svo fallegt, og ég vildi fanga það inn í sögu.“ Bókin er sú fyrsta í væntanlegri ritröð og tvær næstu eru á teikni- borðinu. „Ég hef stillt upp framvind- unni og er byrjaður á næstu bók,“ segir Kjartan Atli. „Körfuboltinn er farartæki, sem ýtir sögunni áfram, en hún getur átt við hvaða íþrótt sem er.“ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Kjartan Atli Kjartansson, umsjónar- maður Domino’s körfuboltakvölds á Stöð 2, situr ekki auðum höndum, en hann hefur sent frá sér þrjár bækur á skömmum tíma og er með nokkrar í vinnslu. Bókin Stars of the NBA eftir hann kom út í Bandaríkjunum um nýliðin mánaðamót, en kveikjan var Hrein karfa, sem hann skrifaði og Sögur útgáfa gaf út í fyrra. Sama útgáfa sendi líka á dögunum frá sér ungmennabókina Lóu og Börk Sam- an í liði, fyrstu skáldsögu Kjartans Atla. „Þetta er eins og að flytja kaffi inn til Brasilíu,“ segir Kjartan Atli um bókina um stjörnurnar í bandarísku NBA-deildinni, en fyrir þá sem ekki vita eru Bandaríkin vagga körfubolt- ans. „Þetta er mjög skemmtilegt og til þess var leikurinn gerður.“ Óskuðu eftir bókum Tómas Hermannsson hjá Sögum útgáfu hefur verið í góðum tengslum við bandaríska útgáfufyrirtækið Abbeville undanfarin ár. „Við höfum gert rúmlega 20 fótboltabækur fyrir Abbeville og þetta er fyrsta körfu- boltabókin, en önnur um goðsagnir í NBA hefur verið pöntuð og Kjartan Atli skrifar hana líka.“ Eftir að Hrein karfa kom út voru valdir kaflar þýddir og sendir til Abbeville í þeirri von að bókin yrði gefin út á ensku. For- lagið vildi hins vegar nýja bók um núverandi stjörnur í NBA og hún er byrjunin á bóka- flokki, að sögn Tómasar. Stars of the NBA fjallar um 28 leikmenn í deildinni. „Þetta eru mest spennandi leik- mennirnir,“ segir Kjart- an Atli, sem bíður spenntur eftir því að fá bókina. „Hún er á leiðinni í pósti.“ Fjallað er um einn leikmann á hverri opnu með stórri mynd og nokkrum upplýsingamolum til viðbótar við textann. „Hugsunin er að efnið sé aðgengilegt fyrir alla, að þeir sem eru að kynnast íþróttinni geti kynnst leikmönnunum betur.“ Með stjörnur í augum - Kjartan Atli kynnir NBA í vöggu körfuboltans - „Eins og að flytja kaffi inn til Brasilíu“ - Líka með skáldsögu Morgunblaðið/Árni Sæberg Fyrsta skáldsagan Kjartan Atli Kjartansson með Lóu og Börk Saman í liði. LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 352. DAGUR ÁRSINS 2021 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.268 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Hafnarfjarðarliðin FH og Haukar eru jöfn á toppi úrvals- deildar karla í handknattleik, Olísdeildarinnar, eftir sigra í þrettándu umferð deildarinnar í gær. Haukar unnu nauman eins marks sigur gegn Aftureldingu á Ásvöllum og FH vann fjögurra marka sigur gegn Gróttu á Seltjarn- arnesi. Þá er Stjarnan komin í þriðja sæti deildarinnar eftir stórsigur gegn ÍBV í Vestmannaeyjum. »50 Hafnarfjarðarliðin jöfn á toppnum ÍÞRÓTTIR MENNING Hópurinn Camerartica heldur sína árlegu tónleika, Mozart við kertaljós, í fjórum kirkjum dagana fyrir jól. Tónleikarnir verða í Hafnarfjarðarkirkju sunnudags- kvöldið 19. des., í Kópavogskirkju mánudaginn 20. des., í Garðakirkju þriðjudaginn 21. des. og í Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 22. des. Tónleikarnir hefjast allir klukkan 21. Hópinn skipa að þessu sinni Ármann Helgason, Emilia Rós Sigfúsdóttir, Hildigunnur Hall- dórsdóttir, Bryndís Pálsdóttir, Svava Bernharðsdóttir, Guðrún Þórarinsdóttir og Sigurður Halldórsson. Leika Mozart við kertaljós í fjórum kirkjum á höfuðborgarsvæðinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.