Morgunblaðið - 31.12.2021, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2.12. 2021
AFP
Hver er mikilvægasta
uppfinning mannsins?
Hver er mikilvægasta uppfinning mannsins?
Hjólið kemur fyrst upp í hugann og að ná valdi á eldinum. Aldraður maður, sem
hafði lifað komu rafmagns, hita, síma og bíls, sagði að gúmmískórnir hefðu breytt
mestu í sínu lífi. Þá hefði hann loks verið þurr á fótunum. Eða var það prentvélin?
Eða má jafnvel seilast svo langt að tína til hugmyndir um frelsi og mannréttindi?
Sjö þjóðþekktir einstaklingar féllust á að svara stóru spurningunni.
STÓRA SPURNINGIN
Við sem lifum á tímum allsnægta myndum vafalaust
tala um rafmagn, bílinn, símann og tölvuna.
Allt þetta sem auðveldar okkur lífið.
Ég spurði Afa Ragnar heitinn einhvern tímann að
þessu.
Afi var fæddur árið 1918, frostaveturinn mikla, í
torfkofa á Jökuldalsheiði.
Þá var ekkert rafmagn og ég man alltaf söguna um
langafa sem fór út í hríð að leita að fé að vetri til og
bæinn fennti í kaf. það sem vildi honum til happs var
að langamma áttaði sig á því að hann væri líklega
týndur og kveikti í ull í eldstæðinu og þykkan reykinn
lagði upp úr snjónum sem vísaði honum heim aftur.
Afi var fæddur í veröld án rafmagns.
Hann mundi þegar hann sá rafmagnsljós í fyrsta skiptið.
Hann mundi eftir að heyra í útvarpi í fyrsta skipti í sveit á Burstafelli.
Hann mundi eftir fyrstu símhringingunni.
Hann mundi eftir fyrsta traktornum.
Hans kynslóð hefur líklega lifað þær mestu tæknibreytingar sem mannkyn hefur gengið í gegnum.
Hann tók bílpróf á sextugsaldri og bjó svo á efri árum á 4. hæð í blokk með öll nútímaþægindi,
nokkrar sjónvarpsstöðvar og fjarstýringar sem hann lærði aldrei almennilega á.
Mér fannst forvitnilegt að vita hvaða breyting hefði verið sú mesta á hans ævi og spurði hann
Eftri smá dok sagði hann. Ja! Ætli það hafi ekki bara verið gúmmískórnir
Ha!? hváði ég.
Já það var bara svo mikil frelsun að vera ekki alltaf blautur í fæturna.
Ég vona að okkar merkasta uppfinning sé eftir.
Það er að finna leið til að hætta að níðast á öðrum dýrum og móður náttúru og hætta að láta græðgi
og peninga stjórna okkur. Frá því að við uppgötvuðum eldinn höfum við smám saman fjarlægst jafn-
vægi í náttúrunni og ef við finnum ekki lausn þá munum við eins gáfuð og við erum eyða Móður jörð.
Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir og til að það sé hægt þá þarf að vera til skógur og jörð.
„Ég vona að okkar merkasta
uppfinning sé eftir“
Björk Jakobsdóttir er leikkona og leikstjóri.
Ég hefði fyrirfram haldið að ég myndi
alltaf svara þessari spurningu á þann
veg að tónlistin væri mesta og mikil-
vægasta uppfinning mannsins. En
þegar ég hugsa um svarið og velti öllu
upp kemst ég að því að það er ekki al-
veg rétt. Í fyrsta lagi má rífast um hvort
tónlist og notkun hljómfalls sé eiginleg
uppfinning, þótt henni hafi verið komið
mjög svo haganlega í fastar skorður
fyrir skipulegar gjörðir mannsins. Og í
öðru lagi væri tónlist ekki það sem hún
er ef ekki væri fyrir upptökutæknina.
Tónlist skiptir mig miklu máli, ég
hlusta á, spila og sem tónlist alla daga. En ef ég hefði ekki aðgang að tækni til þess að
festa hana á form, og heldur ekki möguleikann á að hlusta á það sem annað fólk hefur
gert í gegnum tíðina myndi tónlistin ekki spila svona stóra rullu hjá mér. Þetta hangir
auðvitað saman við skrásetningu hverskonar, við gætum byrjað á að tala um mynd-
list, ritlist og reyndar ljósmyndun líka — allt þetta verður til fyrir tíma fyrstu hljóð-
upptökunnar sem framkvæmd var af Édouard-Léon Scott de Martinville, árið 1860:
https://youtube/7Vqvq-f-UtU — og sömuleiðis gætum við rætt gríðaráhrifin sem kvik-
myndaupptökur hafa haft á mannkynið. En í mínum huga er hljóðupptökutæknin sú
mikilvægasta. Það er engin tilviljun að hljóðupptökur án myndefnis lifa góðu lífi í formi
tónlistar, hlaðvarpa, hljóðbóka, fréttaflutnings, dægurútvarps, íþróttalýsinga og hvað
við viljum tína til, á meðan hreyfimyndir án hljóðs njóta ekki mikillar hylli nema í af-
mörkuðum kimum listhneigðra og nörda. Mannskepnan virðist upplifa heildstæða
upplifun við hljóðið eitt og sér, en hið sjónræna nær ekki sama flugi án hljóðs. Kannski
mætti tiltaka lesturinn og ritmálið sem verðuga keppinauta, form sem líka halda velli
án utanaðkomandi aðstoðar. En ekkert af þessu kemur í stað þess að hlusta. Hlustun
felur í sér allar tilfinningar mannsins í tali, tónum og annarri tjáningu.
Hljóðupptökutæknin
er sú mikilvægasta
Snæbjörn Ragnarsson, oft kallaður Bibbi í Skálmöld, er tónlistarmaður.