Morgunblaðið - 31.12.2021, Síða 32

Morgunblaðið - 31.12.2021, Síða 32
MARS Eldgos hófst í Geldingadölum 19. mars þegar jörð opnaðist eftir mikla jarðskjálftahrinu. Eldgosið stækkaði óðum og ný op mynduðust á fyrstu vikunum. Eldgosið dró að sér mörg hundruð þúsund manns, en gosið er það langlífasta á 21. öldinni og stóð yfir í sex mánuði. Engin virkni hefur verið í gosinu síðan 18. september en goslokum var formlega lýst í byrj- un desember. „Þetta er eitt fallegasta eldgos sem ég hef séð og sérstaklega vegna þess að það var svo rólegt á tímabilum og því svo auðvelt að komast að því,“ segir Ármann Höskuldsson eld- fjallafræðingur. „Það sem truflar okkur er það að þetta er eldgos sem við höfum aldrei séð áður, sem sagt dyngjugos. Við vitum í sjálfu sér ekki hvernig þau ganga fyrir sig,“ segir hann við mbl.is í byrjun desember. Þá nefnir Ármann að síðast hafi verið dyngjugos fyrir 2.500 árum og að eldgos í dyngjum sem hafa verið skoðaðar hafi staðið yfir í 50 til 150 ár. Ármann hafði varla sleppt orðinu þegar jarðskjálftar hófust á nýju á Reykjanesi og óróapúls mældist. Nýtt eldgos, eða framhald af því gamla, gæti því verið í uppsiglingu. Morgunblaðið/Eggert Eldgosið í Geldingadölum ef til vill ekki dautt úr öllum æðum 32 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2021 JANÚAR-DESEMBER Bólusetningar hófust í raun rétt fyrir áramótin síð- ustu þegar heilbrigðisstarfsfólk og eldra fólk á hjúkrunarheimilum fékk sinn fyrsta skammt. Þjóðin var svo smátt og smátt bólusett fram eftir ári. Í fyrstu var boðið upp á tvo skammta en þegar hausta tók var boðið upp á örvunar- skammt, enda ljóst að mögulega væru fyrstu tveir skammtarnir ekki nægir til að koma í veg fyrir veikindi af völdum nýrra afbrigða. Kári Stefánsson er ötull stuðningsmaður bólusetninga og lét ekki sitt eftir liggja í baráttunni við Covid á árinu. Hann gleymdi þó að mæta í stuttermabol og þurfti því að toga skyrtuna vel niður á bringu svo hjúkrunarfræðingurinn gæti stungið hann í handlegginn. Morgunblaðið/Eggert Kári bólusettur eins og aðrir FRÉTTIR AF INNLENDUM VETTVANGI Morgunblaðið/Eggert Snjóflóð á skíðasvæði Siglufjarðar JANÚAR Snjóflóð féll á skíða- svæðinu á Siglufirði hinn tutt- ugusta janúar og olli miklum skemmdum. Flóðið féll á skíðaskála, áhaldageymslu og snjótroðara. „Eftir því sem ég best veit slokknaði á eftirlitsmyndavél um hálfníu í morgun, þannig að þetta hefur gerst í morgun. Við vitum svo sem ekki um tjón en við vitum að skíðaskálinn er far- inn og þetta er eitthvert töluvert tjón,“ sagði Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, í við- tali við mbl.is sama dag og flóð- ið féll. Níu hús voru rýmd síðdegis þennan dag og þurftu rúmlega tuttugu íbúar að leita annað. Íbúar Fjallabyggðar, í Siglu- firði og Ólafsfirði, voru innilok- aðir nánast alla vikuna á eftir vegna vegalokana og snjó- flóðahættu. Óvissustigi var lýst yfir víða á Norðurlandi vegna snjó- flóðahættu en stór snjóflóð féllu á Tröllaskaga, meðal ann- ars við Smiðsgerði í austan- verðum Skagafirði, á Öxna- dalsheiði og á Ólafsfjarðar- veg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.