Morgunblaðið - 31.12.2021, Page 68
68 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2021
Þegar ég var að alast upp í Chennai á Ind-
landi var ég þeirra óvenjulegu forréttinda
aðnjótandi að búa í húsi sem arkitekt hafði
hannað og var ekki bara byggt. Aðgengi var
að húsinu frá öllum hliðum með flæði milli
hins innra og ytra og lífið snerist um mið-
rými, sem var hjarta allra okkar samskipta.
Ég man eftir að standa þar, horfa upp um
þakgluggann og hugsa með mér að rýmið í
kringum mig væri ekki bara rými heldur
eitthvað sem átti þátt í að gera mig að því
sem ég er. Það var gerandi í að móta verund
mína.
Nú er ég arkitekt og listamaður og
mantra mín er að „form fylgi tilfinningu“.
Ég vinn með hina ljóðrænu möguleika rýmis
til að vekja tilfinningar, kanna hugtök á borð
við líkamnaða skynjun – viðbragð líkama
okkar og hugar við heiminum í kringum okk-
ur – og taugafagurfræði, eða könnun þess
hvernig umhverfi okkar og fagurfræðileg
reynsla hafa áhrif á okkur.
Umhverfi okkar er ekki bara hlutlaus bak-
grunnur sem ver okkur fyrir veðri og vind-
um; hvernig það er hannað og samband okk-
ar við það formar og mótar tilfinningar
okkar. Kraftur þessarar hugmyndar, sem
varð tilfinnanlega ljós í lífi í einangrun þegar
fólk var vikur ef ekki mánuði í sömu her-
bergjunum, gæti orðið ákall um jöfnuð í öllu
okkar umhverfi – á almannafæri og prívat, í
raunheimum og stafrænt.
Maðurinn er allt niður í hið líffræðilega
mótaður af umhverfi sínu og hvernig hann
bregst við því. Alltaf þegar við hönnum rými
erum við að fást við tilfinningar fólks og fé-
lags-, efnahags- og menningarlegar aðstæður
þess. Í borgunum okkar eru póstnúmerin ein
besta vísbendingin um heilsufar okkar. Arki-
tektar og hönnuðir hafa vald bæði á al-
mannafæri og í einkarými til að móta um-
hverfi sem er annaðhvort þrúgandi eða vald-
eflandi.
Í kórónuveirufaraldrinum skerptist fókus-
inn á eðli sambands okkar við rýmið og
magnaðist margfalt, ekki aðeins í því hvern-
ig það birtist í okkar líkamlega, heldur einn-
ig í okkar stafræna lífi. Við fórum að viður-
kenna að hinn stafræni heimur væri
grundvallarþáttur í því hver við erum og
hvernig við lifum. Í gegnum tæknina reynd-
um við – bæði í leik og starfi – að halda
áfram að lifa lífinu eins og við gerðum fyrir
faraldurinn, reyndar eftir nýjum leiðum. Við
héldum sýndarsamkomur, löguðum okkur að
fjarlækningum, spiluðum á stafræn spil við
vini okkar í öðrum ríkjum eða löndum.
Á fyrsta Zoom-fundinum mínum í sam-
komutakmörkunum 2020 var ég að ná áttum
í mínu nýja stafræna opinbera lífi og var að
tala um innsetningu sem ég vann að fyrir
Salone del Mobile í Mílanó 2019. Þar var
hönnun og tækni blandað saman til að sýna
gestum með upplýsingum og gögnum úr
rauntíma hvernig eðli rýmisins sem þeir
voru staddir í hafði líkamleg áhrif á þá.
Gestirnir voru með armbönd, sem Google
hafði hannað, og vörðu 15 snjallsímalausum
mínútum í þremur rýmum sem voru svipuð
en ólík að andrúmslofti – hvað snerti lit,
áferð, innanstokksmuni, hljóð. Armböndin
röktu líkamleg viðbrögð gestanna og þegar
þeir yfirgáfu sýninguna fengu þeir útprent-
aða vatnslitamynd með línuriti sem sýndi í
hvaða rými þeim hafði liðið best.
Eftir fyrirlesturinn minn spurði einn þátt-
takandinn hvernig mætti nota mátt rýmisins
til að berjast gegn þunglyndi. Það kom ekki
á óvart. Í faraldrinum þegar lokað var á að-
gang okkar að okkar venjulega lífsmynstri
kvaðst rúmur þriðjungur New York-búa
finna fyrir einkennum kvíða eða þunglyndis,
sem er rúmlega þrefalt hærra hlutfall en
kannanir sýndu í Bandaríkjunum fyrir far-
aldur.
Mörg okkar hafa þurft að glíma við hinn
nýja raunveruleika einangrunar, sem hefur
gert okkur ofurviðkvæm fyrir umhverfi okk-
ar. Á meðan við höfum verið lokuð inni á
heimilum okkar, í sambandi við umheiminn
og aðra í gegnum tölvurnar okkar, hefur sú
tækni sem við kannski eitt sinn hörmuðum
búið tilveru okkar nýtt rými, blöndu af hin-
um líkamlega og hinum stafræna heimi sem
nú er orðin að hinni nýju venjulegu tilveru
okkar.
Frekar en að vera bara vettvangur
skemmtunar, eitthvað til að beina athyglinni
frá raunveruleikanum, uppspretta upplýs-
inga eða hjálplegt tæki til að gera hluti, þá
er hinn stafræni heimur orðinn mörgum
okkar nauðsynlegur til að halda okkar dag-
lega lífi gangandi, hvort sem við þurfum að
vinna heima, láta enda ná saman með því að
vinna hlutastörf fyrir heimsendingar-
snjallforrit eða halda sambandi við þá sem
við elskum en getum ekki farið og hitt í eig-
in persónu. Biluð vefsíða eða gallað smá-
forrit hefði ef til vill bara verið pirrandi hér
áður fyrr, en gæti nú haft raunveruleg áhrif
á lífsgæði þín.
Mestu skiptir þó að þar sem tæknin er
orðin okkar tilfinningalegi tengiliður er hún
einnig mikilvægur vettvangur fyrir mennsku
okkar. Í faraldrinum var hún líflína til okkar
nánustu, til lækna, stoðkerfa og staður til að
hleypa af stokkunum félagslegum breyting-
um. Hún vann sér nýjan stað í sálarlífi okk-
ar, heimkynni þar sem hún gat haft áhrif á
hver við erum með djúpstæðari hætti en áð-
ur voru dæmi um.
En tæknin hefur líka verið hönnuð til að
draga fram veikleika okkar – prófa athygl-
ina, spila með óttann, kynda undir efnis-
legum hvötum og ýta undir sjálfsvitundina.
Grípandi fyrirsagnir, óraunverulegt eða
skrumskælt efni og auglýsingar sem lofa
skjótfengnum gróða eru aðallega gerðar til
að fá okkur til að smella eða að minnsta
kosti staldra við, vegna þess að í augum
tæknifyrirtækja erum við ekki meira en upp-
lýsingarnar um okkur, gagnslaus fyrir utan
ávanana okkar. Heimur stafrænna upplýs-
inga er til að græða peninga og öðlast völd.
Afleiðingarnar af þeirri afstöðu gætu
reynst afdrifaríkar í ljósi þess hvað hið staf-
ræna er orðið samofið okkar daglega lífi. Við
vitum að hinn nýi líkamlegi-stafræni heimur
er til frambúðar. Frá tísku til listar til arki-
tektúrs, okkar stafrænu manngervingar eru
nú að verða hluti af hinum áþreifanlega
veruleika okkar. Með því að rannsaka mögu-
leika þessa blendingsumhverfis í bæði opin-
beru lífi og einkalífi okkar erum við enn að
átta okkur á hvernig við eigum að virkja það
vitandi vits og meðvituð um að það sem við
sleppum lausu út í heiminum breytir því
hvernig hann hefur áhrif á okkur.
Þetta er endurgjafarhringrás ekki ósvipuð
því sem við sjáum í góðum arkitektúr eða
hönnun – ef vel hannað heimili eða hverfi ýt-
ir undir að fólk lifi hamingjusamara, heilsu-
samlegra lífi gæti það endurvarpað þeirri já-
kvæðu orku út í sitt samfélag. Eftir því sem
við verjum meiri tíma í stafrænum heimi
breytum við honum smám saman, rétt eins
og við höfum smám saman breytt netinu á
undanförnum áratugum. En ef við höldum
áfram að nota stafræna heiminn til útrásar
fyrir ótta okkar og kvíða – nota hann sem
stað til að staðfesta fordóma okkar á fé-
lagsvefjum og breiða út samsæriskenningar
– eða sem vettvang til að komast yfir pen-
inga eða völd, þá held ég að hann muni bara
ýta undir meira af slíkri hegðun í framtíð-
inni.
Þegar við tileinkum okkur aukin umsvif
tækninnar í okkar daglega lífi eftir faraldur-
inn og horfum til langs tíma inn í framtíðina
verðum við að hafa í huga það vald sem rými
– áþreifanlegt, stafrænt og blandað – hefur á
okkur. Aðeins þannig getum við gætt að vel-
ferð okkar. Upphaf þess er að gera tæknina
manneskjulegri.
Ég held að með því að hanna rými í raun-
heimum þannig að það endurspegli hvernig
við viljum að okkur líði og við viljum um-
gangast hvert annað og móta okkar stafræna
rými í gegnum linsu jöfnuðar og sam-
kenndar getum við mótað okkur framtíð þar
sem við þróumst í takti við tæknina og verð-
um að betri útgáfu af sjálfum okkur.
©New York Times Syndicate og Suchy Reddy.
Gestur á tæknisýningu í Frakklandi árið 2018 prófar sýndarveruleikagleraugu.
Jean-Francois Monier/Agence France-Presse — Getty Images
Að hanna stafræna framtíð
SUCHI REDDY
er arkitekt og listamaður. Nýjasti skúlptúrinn hennar
nefnist „me + you“ og er til sýnis í Arts + Industries-
byggingu Smithsonian-safnsins í Washington-borg.
Í faraldrinum þegar lokað var á aðgang
okkar að okkar venjulega lífsmynstri
kvaðst rúmur þriðjungur New York-búa
finna fyrir einkennum kvíða eða þunglyndis, sem
er rúmlega þrefalt hærra hlutfall en kannanir
sýndu í Bandaríkjunum fyrir faraldur.
TÍMAMÓT: SUMIR STAFRÆNIR SIÐIR HÉLDU SÉR EFTIR AÐ FARIÐ VAR AÐ AFLÉTTA VEIRUHÖFTUM Á ÁRINU
’’
Eftir því sem líf okkar færist meira inn á netið og inn í skýið blandast hinn stafræni heimur meira saman
við okkar áþreifanlega raunveruleika.