Morgunblaðið - 31.12.2021, Side 75

Morgunblaðið - 31.12.2021, Side 75
Kona frá Afríku yfir Alþjóðavið- skiptastofnuninni Ngozi Okonjo-Iweala komst í sögubækurnar í mars þegar hún varð fyrsta konan og fyrsti Afríkubúinn til að verða framkvæmdastjóri Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Okonjo- Iweala var líka fyrsta konan til að verða fjármálaráðherra í heimalandi sínu, Nígeríu, og gegndi því ráðherraembætti tvisvar. ©2021 The New York Times Company and Tricia Tisak Ngozi Okonjo-Iweala, fyrsti Afríkubúinn og fyrsta konan til að leiða Alþjóðaviðskiptastofnunina, situr blaðamannafund í Genf í Sviss í október. Denis Balibouse/Reuters MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2021 75 Jared Isaacman, milljarðamæringur og forstjóri Shift4Payments, leiddi för Inspiration4 til að safna peningum fyrir barnaspítalann St. Jude. Geimhylki SpaceX var ásamt fjögurra manna áhöfn í fjóra daga á braut í kringum jörðu og var enginn lærður geimfari með um borð. SpaceX sendir fyrstu áhöfn með almennum borgurum eingöngu út í geim Ómönnuðum dróna var stýrt inn í miðju fellibylsins Sam í september. Sam var fjórða stigs fellibylur og var vindhraðinn í honum rúmlega 190 km á klukkustund. Vísindamenn hjá Saildrone, sem gerir rann- sóknir fyrir bandarísku hafrannsóknastofnunina, vonast til að með gögnunum sem söfnuðust megi öðlast betri skilning á því hvernig kraftur fellibylja magnast upp. Skjáskot úr fyrstu upptökunni innan úr meiriháttar fellibyl. Myndin er tekin í Sam, sem taldist fjórða stigs fellibylur, yfir Atlantshafinu í september, og sýnir sannkallaðan ólgusjó. Saildrone/NOAA via Reuters Hafdróni nær fyrstu myndunum inni í fellibyl Tæki sem kallast MOXIE, sem stendur fyrir Mars Oxygen In-Situ Resource Utilization Experiment, var notað til að búa til súrefni á Mars úr koltvísýringi, sem er megin- uppistaða lofthjúpsins á rauðu plánetunni. Tækið er um borð í Marsjeppanum Þraut- seigju, sem bandaríska geimvísindastofnunin, NASA, sendi til Mars. Þessi tækni er enn á frumstigi, en gæti hjálpað til að gera mannaða leiðangra þangað mögulega. Tæknimenn NASA láta til- raunatækið MOXIE síga of- an í geimjeppann Þraut- seigju. Tækið var fyrst notað í apríl til að búa til súrefni í gufuhvolfi Mars og hafði það ekki verið gert áður. NASA/JPL-Caltech via Reuters Þrautseigja býr til súrefni á Mars Blaðamaðurinn Maria Ressa fékk friðarverðlaun Nóbels á árinu ásamt rússneska blaðamanninum Dmitrí Múratov. Fékk hún verð- launin fyrir fréttaflutning af umdeildum harðstjóratilþrifum Rodrigos Dutertes, forseta Filippseyja, í stríðinu gegn eiturlyfjum. Hún er fyrsti Filippseyingurinn til að hljóta Nóbelsverðlaun. Múratov er ritstjóri blaðsins Novaja Gaseta, sem er þekkt fyrir gagnrýna umfjöllun um ráðamenn í Kreml. Fyrsti Filippseyingurinn fær friðarverðlaun Nóbels Vísindamönnum við Brown-háskóla á Rhode Island tókst að tengja mannsheila að fullu við tölvu með sendi og gæti það valdið straumhvörfum fyrir fólk með mænuskaða. Þátttakendur í tilrauninni áttu við lömun að stríða. Gátu þeir hreyft þjarkalimi með því að ímynda sér hreyfingu þeirra. Mannsheili tengist tölvu þráðlaust Rigning mældist á toppi Grænlandsjökuls í um 3.200 metra hæð í fyrsta skipti frá því mælingar hófust þar árið 1987. Hitinn fór yfir frostmark í ágúst og rigndi í nokkrar klukku- stundir að sögn Snjó- og ísupplýsinga- miðstöðvar Bandaríkjanna. Sögðu sérfræð- ingar að þetta væri enn ein vísbendingin um hlýnun loftslags. Regn mælist á hæsta tindi Grænlandsjökuls Rafmagnsbílar seldust betur en díselbílar í fyrsta skipti í Evrópu samkvæmt Evrópsku rafbílaskýrslunni. Sérfræðingar segja að þetta gæti verið sveifla, sem í bili muni ganga til baka, að hluta til vegna hremminga í aðfangakeðjum um allan heim, en þó hafi átt sér stað grundvallarskref í átt að bílum án útblásturs. Sala bíla án útblásturs fer fram úr sölu díselbíla í Evrópu Hvunndagar: Fyrstu 5.000 dagarnir eftir listamanninn Mike Win- kelmann, sem einnig er þekktur undir nafninu Beeple, seldist á 69,3 milljónir bandaríkjadala (8,6 milljarða króna) á uppboði hjá uppboðshaldaranum Christie’s. Verkið er sett saman úr 5.000 stafrænum myndum og var fyrsta verkið sem ber skilgreining- una NFT í sölu hjá einu af stóru uppboðshúsunum. NFT stendur fyrir Non-Fungible Token og á við um fyrirbæri eða upplýsingar sem skilgreindar hafa verið með dulkóðun og verður ekki skipt út fyrir neitt annað. Þetta var einnig í fyrsta skipti sem Christie’s tók við greiðslu í rafmynt. Vignesh Sundaresan bálkakeðjufrumkvöðull sýnir stafrænu myndina Hvunndagar: Fyrstu 5.000 dagarnir eftir Beeple, sem hann keypti á 8,6 milljarða króna á uppboði hjá Christie’s. Roslan Rahman/AFP Stafrænt listaverk selt á uppboði fyrir milljarða María Clemente García og Salma Luévano skráðu sig í sögubæk- urnar með því að ná kjöri til þings í Mexikó og verða þar með fyrstu yfir- lýstu transþingmennirnir í Mexíkó. García og Luévano náðu kjöri til neðri deildar þingsins og sitja þar fyrir hönd stjórn- arflokks Andrésar Manu- els Lópezar Obradors. Efst á dagskrá þeirra er að berjast gegn fátækt og gæta hagsmuna hin- segin fólks í landinu. Rodrigo Arangua/AFP Fyrstu transþingmenn- irnir kjörnir í Mexíkó María Clemente García varð í júní ásamt Sölmu Luévano fyrsti yfirlýsti trans- þingmaðurinn til að ná kjöri til neðri deildar mexíkanska þingsins í júní. Richard Branson, stofnandi Virgin Galactic, hafði betur í kapp- hlaupi milljarðamæringanna um að komast út í geim þegar hann hóf sig til himins í hinu hljóðfráa vængjaða loftfari Space- ShipTwo í júlí. Níu dögum síðar bættist Jeff Bezos, stofnandi Amazon og Blue Origin, í geimklúbb milljarðamæringanna í sinni eigin geimflaug, New Shepard. Branson horfir til jarðar í þyngdarleysinu yfir Nýju-Mexíkó í júlí. Virgin Galactic/Via Reuters Richard Branson fyrsti óbreytti borgarinn til að fara út í geim í eigin geimskipi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.