Morgunblaðið - 31.12.2021, Qupperneq 58
58 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2021
Á miðöldum var dæmigert að fólk lifði alla sína
ævi í sama samfélaginu. Það var ekki fyrr en
með nútímanum og að lestir, bílar og flugvélar
voru fundnar upp að fólk byrjaði að flakka vítt
og breitt um yfirborð jarðar. Jafnvel listamað-
ur eins og ég getur farið tvisvar og hálfu sinni
umhverfis jörðina líkt og ég gerði árið 2019.
Venjulega hef ég aðsetur í New York og fæst
þar við ört fjölgandi verkefni sem snúast um
einkasýningar, fyrirlestra, leikhúsuppfærslur
og arkitektaverkefni. Svo kom Covid-19. Svo
vildi til að ég var í Japan þegar faraldurinn
hófst. Vegna þess að heimurinn var settur í lás
hef ég uppgötvað að nýju þá einföldu ánægju,
sem er fólgin í því að búa í sama samfélaginu – í
þessu tilfelli Shirikane-hverfinu í Tókýó – í
rúmlega eitt og hálft ár.
Árið 1665 lék plágan lausum hala í London.
Isaac Newton dró sig í hlé til Woolsthorpe við
Colsterworth, fæðingarþorps síns í austurhluta
Englands, í eitt og hálft ár til þess að forðast
útbreiðslu smita. Þar sökkti hann sér í rann-
sóknir sínar. Þar áttaði hann sig á kenningunni
um þyngdarlögmálið eftir að hafa séð epli falla.
Þar áttaði hann sig á því að dagsljósið brotnar í
róf sjö lita eftir að hann stillti upp margstrend-
ingi á annarri hæð húss síns. Þar þróaði hann
líka kenningar sínar um örsmæðareikning.
Með þeirri vinnu var grunnurinn lagður að nú-
tíma eðlis- og stærðfræði. Heimsfaraldur getur
leitt eitthvað gott af sér. Vinna mín við ljós-
myndun á þakkarskuld að gjalda tilraunum
Newtons á ljósbrotinu í faraldrinum þá.
Ég kaus að fylgja fordæmi Newtons, nota
þessa 18 mánuði í Japan sem rannsóknarleyfi
og einbeita mér af krafti að vinnu minni. Í mínu
tilfelli þýddi það að ýta mínu hinsta verki –
verkinu sem verður arfleifð mín – nær lokum.
Ég hef kallað þetta verkefni Eunora-
athugunarstöðina, þverfaglega menningar-
miðstöð, þar sem er að finna safn, tvö svið fyrir
sviðslistir, tehús, skrín og fjölda skála. Hún
stendur á 10 ekrum í hlíð með útsýni yfir
Sagami-flóa í Kataura-umdæmi í Odawara og
arkitektúrinn sækir í stíl sem til forna var not-
aður til athugunar á himinhvelfingunni. Fyrir
sjö þúsund árum byrjuðu menn að reisa mann-
virki til að staðfesta að sólin rísi í austri og setj-
ist í vestri og að eftir því sem tíminn líði taki ein
árstíð við af annarri. Ég ímynda mér að þetta
hafi gefið þeim tilfinningu fyrir því að þeir ættu
sér stað og tilgang í alheiminum. Fornstjörnu-
fræðileg mannvirki af þessum toga eru nú
rústir einar í Egyptalandi, Perú og á Írlandi
svo eitthvað sé nefnt.
Menningarheimar rísa og falla. Í því skyni
að undirbúa mögulegt fall okkar nútímalegu
siðmenningar er ég nú að gera garð sem mun
breytast í steinarústir. Ef til vill mun eitthvert
framtíðarsamfélag, með litla þekkingu á okkar
tímum, finna þennan stað og velta fyrir sér
merkingu hans.
Hér í Eunoru, þar sem ég strita dag hvern,
hef ég skipað mig verkstjóra steinsmiða. Til
leiðsagnar hef ég leitað í „Sakuteiki“ eða
„Ábendingar um hönnun garða“ sem Tachib-
ana Toshitsuna skrifaði á 11. öld. Í þessari bók
segir Tachibana að mikilvægast sé að „hlusta á
raddir steinanna“. Hver steinn hefur sína ein-
stöku eiginleika. Með því að hlusta á steininn
og átta mig á eiginleikum hans get ég áttað
mig á tilgangi hvers og eins og séð hvernig á að
raða þeim saman til að þeir nái samhljómi.
Á meðan ég hef ekki getað farið frá Japan
hef ég unnið að næsta stórverkefni mínu í fjar-
vinnu. Ég hef tekið að mér það ögrandi verk-
efni að gefa styttugarði Hirschhorn-safnsins
nýtt líf. Gordon Bunshaft, arkitekt Hirshhorn
og hönnuður upprunalega garðsins, var undir
miklum áhrifum frá steingörðum í Japan á
miðöldum. Ég sótti innblástur í draum Bun-
shafts um steingarð í stíl módernista og ákvað
að japönsk steinhleðsla gæti verið táknræn
tenging á milli hins forna og nýja og veitt full-
kominn bakgrunn fyrir módernískar styttur
safnsins.
Rétt áður en kórónuveirufaraldurinn braust
út heimsótti ég steinnámur á austurströnd
Bandaríkjanna. Nú þegar ég vinn að því að
reisa Eunora-athugunarstöðina hugsa ég um
höggmyndagarðinn í Hirschhorn á meðan ég
hlusta á raddir steinanna. Steinarnir sem
tengja þessa tvo staði sinn hvorum megin á
jörðinni voru til löngu áður en mannkyn kom
til sögunnar og munu standast tímans tönn
löngu eftir að siðmenning okkar fellur.
©2021 The New York Times Company ogHiroshi
Sugimoto
Skúlptúr úr steinum við Enoura-athugunarstöðina, sem Hiroshi Sugimoto vinnur við að skipu-
leggja og reisa. Sugimoto vill að hann hafi sögu að segja þótt hann verði rústir einar.
Shina Peng fyrir The New York Times
100 metra langt sýningarsvæði í Enoura-athugunarstöðinni með útsýni yfir bláan Sagami-
flóann. Stöðin er á austurströnd Japans, um klukkustundar akstur frá Tókýó.
Shina Peng for The New York Times
Hiroshi Sugimoto við hlaðinn steinvegg við Eunora-athugunarstöðina, sem hann hefur unnið
að undanfarið, strandaglópur í Japan í kórónuveirufaraldrinum.
Shina Peng for The New York Times
Mannvirki til eilífðarnóns
Að skipuleggja vettvang með rústum þannig að hann tali til menningarheima framtíðar.
HIROSHI SUGIMOTO
er listamaður, arkitekt og rithöfundur.
Menningarheimar rísa og falla. Í því skyni að
undirbúa mögulegt fall okkar nútímalegu
siðmenningar er ég nú að gera garð sem mun
breytast í steinarústir. Ef til vill mun eitthvert framtíð-
arsamfélag, með litla þekkingu á okkar tímum, finna
þennan stað og velta fyrir sér merkingu hans.
TÍMAMÓT: FYRIR STRANDAGLÓPA URÐU LANGIR FARALDURSMÁNUÐIR AÐ EINS KONAR RANNSÓKNARLEYFI
’’