Morgunblaðið - 31.12.2021, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 31.12.2021, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2021 73 lagt til að hann verði ákærður fyrir glæpi gegn mannkyni vegna meintrar vanrækslu hans í aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum. Bolsonaro er gefið að sök að hafa ýtt undir út- breiðslu veirunnar til þess að ná hjarðónæmi og það hafi kostað nokkur hundruð þúsund Brasilíumenn lífið. Nóvember Katar, 21. nóvember til 18. desember: Heimsmeistaramótið í knattspyrnu verður haldið í Katar, litlu furstadæmi við Persaflóa. Styr hefur staðið um landið öll þau tíu ár, sem undirbúningur mótsins hefur staðið. Komið hafa upp ásakanir um spillingu og mútur þeg- ar Katar nældi sér í réttinn til að halda HM. Landið hefur einnig verið sakað um að hugsa ekki nægilega um velferð tveggja milljóna verkamanna í landinu. Talið er að þúsundir farandverkamanna, sem unnu við að reisa sjö leikvanga, nýtt neðajarðarlestarkerfi, flugvöll, leggja vegi og byggja nýja borg, Lusail, til að halda úrslitaleikinn, hafi látið lífið. Abu Dabí: Stærsta sólorkuver heims á einum stað verður sett í gang í Al Dhafra. Þar á að framleiða rafmagn fyrir um 160 þúsund heim- ili. Talið er að sólorkuverið muni draga úr út- blæstri koltvísýrings sem nemur 1,6 milljónum tonna á ári, sem er sambærilegt við að leggja 470 þúsund bílum. Desember Atlantshaf: Vantar tilbreytingu í líkamsrækt- ina fyrir jólin? Prófaðu að róa yfir Atlants- hafið. Talisker Whiskey Atlantic Challenge nefnist uppákoma viskíframleiðandans. Hefst róðurinn á Kanaríeyjum og verður róið sem leið liggur til Antigva. Dagskráin er einföld, tveggja tíma róður og tveggja tíma hvíld til skiptis allan sólarhringinn. Að lokum verða tæpir 5.000 kílómetrar að baki og afrek, sem færri hafa unnið en klifið hafa Everest. Bandaríkin, 21. desember: Nintendo og kvik- myndaverið Illumination ollu uppnámi á fé- lagsmiðlum með því að fela bandaríska leik- aranum David Pratt að raddsetja hinn ástsæla ítalska pípulagningamann Mario í nýrri teikni- mynd, sem byggð er á leiknum „Super Mario Bros“. Myndina á að frumsýna í desember 2022. Í fyrri útgáfum hefur Charles Martinet, sem er bandarískur, leikið hann auk þess að hafa ljáð Mario rödd sína í tölvuleikjum frá árinu 1995. Þá lék Bob Hoskins Mario í kvik- mynd, sem gerð var árið 1993. Einvalalið leik- ara verður við hlið Pratts. Charlie Day leikur Luigi, Anya Taylor-Joy Peach prinsessu, Jack Black Bowser, Seth Rogen Donkey Kong, Keegan-Michael Key leikur Toad og Fred Armisen Cranky Kong. Einhvern tímann á árinu 2022 Síle, snemma árs: Hver er staða okkar í heim- inum? Í stjörnuskoðunarstöðinni Vera C. Rub- in er að finna stærstu stafrænu myndavél heims. Fyrirhuguð er einstök stafræn kort- lagning geimsins með 3.200 megapixela myndavél, sem sett verður á Simoniy-kíkinn til að búa til mynd með meiri dýpt og breidd af heiminum en áður hefur verið gert. Frakkland: Á hafsbotni er víða að finna sjávar- gróður, sem á latínu nefnist Posidonia oceanica og á ensku kallast neptúnusargras. Það dregur í sig koltvísýring og gefur frá sér súrefni, kem- ur í veg fyrir eyðingu strandlengjunnar og veit- ir fiskum athvarf. Svo fellur akkeri risasnekkju til botns og dregst eftir honum og veldur var- anlegum skemmdum á sjávargróðrinum. Svona hefur þetta verið öldum saman, en árið 2022 á að binda enda á þetta við hina yndislegu Pampelonne-strönd skammt frá St. Tropez með því að búa til vistvæn bátalægi. Fljótandi kistur verða festar við steypt botnfarg. Verður hægt að binda allt að 60 metra löng fley þar við festar án þess að nota þurfi akkeri. Kína: Kínverjar munu fullgera geimstöð sína, Tiangong, árið 2022. Árið 2024 verður Tian- gong síðan eina varanlega geimstöðin á braut um jörðu. Þá verður Alþjóðlega geimstöðin, sem Kínverjum var vikið úr árið 2011, tekin úr umferð. Sýndarheimurinn (eða -heimarnir): Hver ætlar ekki að hleypa sýndarheimi af stokkun- um á næsta ári? Meta Platforms Inc. (áður Facebook) ætlaði að fjárfesta um 10 milljörð- um dollara (1,3 billjónum króna) í Reality Labs á þessu ári, en svo nefnist hin nýja deild fyrir- tækisins um að þróa verkefni, sem snúast um aukinn veruleika og sýndarveruleika. Verk- efnið er að þróa sýndarheim eða metaverse eins og það kallast á ensku. Í honum á að verða hægt að gera hversdagslega hluti á borð við að heimsækja foreldra sína til óvenjulegra hluta á borð við að skylmast við skylmingameistara sem keppir á Ólympíuleikunum. Þá ætlar Microsoft að búa til fyrirbæri, sem nefnist Mesh for Teams. Þar verður hægt að senda manngerving af sér á vinnufundi á netinu og fara inn í stafræna eftirmynd af skrifstofunni sinni. Í Seoul á að búa til 3,3 milljóna dollara (430 milljóna króna) sýndarborg, sem gefið hefur verið nafnið „Metaverse Seoul“ til bráðabirgða. Þar verður hægt að fara og skoða sýndarútgáfu af markverðum stöðum og tala við manngervða embættismenn. Og hafir þú gefist upp á að leita ástarinnar í raunheimum hefur Match Group, sem á Tinder, Match.com og OkCupid, greint frá áætlunum um sýndar- heimastefnumót þar sem einhleypir mann- gervingar geta blandað geði á ýmsum sýndar- stöðum í sýndarheimum. ©2021 The New York Times Company ogMasha Goncharova. Íbúi í Kína fylgist með fréttaútsendingu þar sem geimfarar í Shenzhou-12 geimferðinni eru að störfum fyrir utan Tianhe, sem myndar kjarnann í kínversku geimstöðinni Tiangong. Tingshu Wang/Reuters Chris Pratt talsetur ítalska tölvuleikjapíparann Mario í nýrri mynd og eru ekki allir sáttir. Edmund D. Fountain/The New York Times Nota á Vera Rubin-stjörnukíkinn í Cerro Pachón í Síle til að taka nákvæmustu mynd, sem hingað til hefur verið tekin af alheiminum. LSST Project/NSF/AURA Fólk nýtur lífsins á Pampelonne-ströndinni í Frakklandi. Þar á að setja upp vistvæn lægi til að bátar þurfi ekki að kasta akkeri með tilheyrandi skemmdum á lífríkinu á botni Miðjarðarhafsins. Clement Mahoudeau/AFP Adrian Dennis/Agence France-Presse Leiðbeinendur frá konunglega breska hern- um búa sig undir róðrakeppni yfir Atlantshaf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.