Morgunblaðið - 31.12.2021, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2021
Þeir sem hafa atvinnu af því að ræða við rithöf-
unda rekast snemma á það að margir þeirra
vilja sem minnst segja um inntak bóka sinna,
svara því til aðspurðir að það sé höfundarins
að skrifa, en lesandans að skilja. Það er og eðli
lesturs að hver skilur á sinn hátt, lifir sig inn í
atburðarás eða hugarheim sögupersóna eftir
eigin upplifun eða þroska, og fyrir vikið er
endalaust hægt að ræða um bækur við aðra
lesendur. Það er svo aftur annað mál hvort
ályktanir og greining lesanda á skáldverki rími
við ætlun eða tilgang höfundarins með skrif-
unum, ef það er þá einhver ætlun eða tilgangur
á bak við verkið yfirleitt.
Orð ársins
Slaufunarmenning hefur það verið kallað þeg-
ar þolendur kynferðisofbeldis hafa stigið fram
og kallað eftir því að gerendur sæti ábyrgð,
taki við skömminni sem hvílt hefur á þoland-
anum, stundum í áratugi. Umræða um slauf-
unarmenningu hefur verið lífleg á árinu, má
jafnvel halda því fram að slaufunarmenning sé
orð ársins, sama hvað mönnum finnst um
fyrirbærið almennt, meira að segja þótt ein-
hverjum finnist það ekki vera til.
Annað sem einkennt hefur árið er umræða
um bólusetningar, sem tvinnast stundum við
slaufunarmenningarumræðu, enda eru í hópi
bólusetningarefasemdarmanna sumir sem
ganga svo langt í gagnrýni á þær að þeir grípa
til gyðingahaturs til að verja skoðanir sínar.
Þeir sem fjalla um bókmenntir, ég þar með-
talinn, segja oft að þessi eða hin bókin sé skrif-
uð inn í samtímann eða eigi erindi við hann.
Yfirleitt er þá vísað í að viðkomandi bók megi
túlka sem svar við aðstæðum, viðburðum, um-
ræðu eða ágreiningi sem uppi er í samtím-
anum, að bókin taki á einhverju deilumáli og
kryfji það, greini eða sýni í nýju ljósi. Víst eru
þannig bækur til, en líklegast að í flestum til-
fellum séum við að máta okkar eigin væntingar
og skoðanir við verkið. Öll sú iðja sem byggist
á því að kafa í skáldverk, greina þau og skýra,
oftla með akademísku fimbulfambi, er nefni-
lega eins og hver annar samkvæmisleikur.
Tvær afbragðs skáldsögur komu út á þessu
ári sem mörgum hefur fundist taka á ofan-
greindum deilumálum, slaufunarmenningu og
bólusetningardeilum, Einlægur Önd heitir
önnur, skrifuð af Eiríki Erni Norðdahl, hin
Merking eftir Fríðu Ísberg.
Venjulegt brotið fólk
Í sem stystu máli má rekja söguþráð bókar
Fríðu svo að hún gerist í Reykjavík á ótil-
greindum tíma í framtíðinni. Í kjölfar þess að
þjóðin missir tiltrú á Alþingi eftir stóran
gagnaleka stingur einhver upp á því að þing-
menn gangist undir próf sem nýtt er í geð-
heilbrigðiskerfinu, en með því megi afsanna
klíníska siðblindu þingmanna. Með tímanum
verður það síðan smám saman viðurkennt að
gangast undir prófið, almenningi er boðið að
taka það endurgjaldslaust og þau sem mæl-
ast undir viðmiði fá viðeigandi meðferð. Þau
sem ná lágmarksviðmiði eru síðan skráð í
sérstakan opinberan kladda og smám saman
gerist það sem búast mátti við: Þau sem ekki
ná viðmiðinu, aðallega ungir karlmenn, verða
jaðarsett, fá ekki lán, geta ekki leigt húsnæði,
fá ekki afgreiðslu í verslunum og svo má
telja.
Atburðir sögunnar gerast þegar fram undan
er þjóðaratkvæðagreiðsla um frumvarp um
skyldumerkingu. Mjög er deilt um það frum-
varp; andstæðingar þess telja að verði það
samþykkt muni jaðarsetning þeirra sem ná
ekki viðmiðinu aukast, en einnig þeirra sem
vilja ekki taka prófið fyrir einhverjar sakir.
Þeir sem berjast fyrir samþykkt þess telja aft-
ur á móti að verði það samþykkt muni merk-
ingin bjarga „venjulegu fólki frá brotnu fólki“
og að þeir sem standast ekki viðmiðið, „brotna
fólkið“, muni þá flytja úr landi eða fara í með-
ferð – í þeirra augum er ekki rétt að segja fólk
siðblint, það sé með siðraskanir sem séu með-
höndlanlegar.
Á upplestrarkvöldi Vinstri-grænna í Hafn-
arfirði á dögunum ræddi Fríða um það hve
henni hefði þótt sérkennilegt að rekast á það á
Facebook að einhverjir andstæðingar bólu-
setninga tengdu Merkingu þeirri umræðu að
fólk þyrfti að bera bólusetningarvottorð.
Undrun hennar stafaði ekki síst af því að hún
byrjaði á bókinni löngu fyrir Covid, en líka því
að hún var að skrifa um tilteknar vangaveltur
um samfélag sem væri drifið áfram af sam-
kennd. Í viðtali við Sjónvarpið sagðist hún hafa
velt fyrir sér því óþoli yngra fólks fyrir for-
dómum og mismunun sem það eldra sæi
kannski í gegnum fingur sér með. „Ég held að
ungt fólk sé alltaf meira hugsjónadrifið og það
er rosa áhugavert að skoða þennan núning í
dag, hvernig mín kynslóð bara ákveður að
vondar skoðanir eigi ekki að líðast og eldri
kynslóðin segir að það verði að vera eitthvert
grátt svæði, að við verðum að geta talað saman
án þess að það fari allt í bál og brand.“
Ibaka í Arbítreu
Bók Eiríks Arnar segir frá rithöfundinum Ei-
ríki Erni Norðdahl sem missir æruna vegna
bókar sem hann skrifar um transpersónuna
Hans Blæ sem er „óferjandi illmenni og net-
tröll“. Í stað þess að skilja bókina eins og hann
ætlaði skilur fólk hana á sinn hátt og flestir á
versta veg. Fyrir vikið missir Eiríkur æruna,
skilur við konuna og hrökklast í risíbúð þar
sem hann kennir ritlist á netinu.
Meðfram ritlistarkennslunni skrifar Eiríkur
sögu af lektor í ritlist, Felix Ibaka, sem býr í
borginni Angri í Arbítreu og er líka rithöf-
undur, „óf texta sinn þannig að manni var stöð-
ugt ljóst hvað væri satt og hvað ekki“, enda er
allt sem skrifað er í Arbítreu annaðhvort
skáldskapur, fræði eða hugleiðingar almenns
eðlis.
Felix kemst að því eitt sinn þegar hann
dregur fram handrit sem hann var rétt byrj-
aður á að hann er búinn með bókina sem hann
var rétt byrjaður á, í handritinu, Skrúði lauf-
anna, eru langir kaflar sem hann kannast ekki
við að hafa skrifað, sem veldur honum eðlilega
hugarangri: „Örvæntingin sem greip hann
gerði það samt ekki vegna þess að hann væri
búinn að skrifa bókina heldur einmitt vegna
þess að hann hafði ekki gert það – að minnsta
kosti ekki í þeim skilningi sem skipti máli.“
Svo vill til að Flórensía Lilleputt, eiginkona
Felix Ibaka og móðir Hortensíu, svipti sig lífi
vegna framkomu hans við hana og Felix hefur
fengið að kenna á hneykslun samborgara
sinna, enda lýtur smánun reglum í Arbrítreu
og þykir ósiðlegt að halda aftur af vanþóknun
sinni. Menn eru þannig minntir á skömmina
daglega með því að fólk leggur múrsteina utan
við heimili þeirra eða á vinnustað, og sá sem
fyrir smáninni verður skilar múrsteinunum á
fyrirframákveðinn stað, svo fólk geti sótt sér
steina til að hefja smánun næsta dags.
Í ljósi umræðu ársins um slaufunarmenn-
ingu, og metoo-umræðu reyndar líka, kemur
varla á óvart að ýmsir hafi viljað tengja bók
Eiríks við þau fyrirbæri, þótt það hafi verið á
ýmsan veg. Gagnrýnendur Sjónvarpsins voru
til að mynda ekki á sama máli hvað þetta varð-
ar, en aðrir gagnrýnendur töldu svo vera, jafn-
vel að bókin snerist að mestu leyti um það efni.
Af ofangreindri samantekt um söguþráðinn
í bók Eiríks, sem er þó langt í frá að vera
tæmandi, sést kannski að Eiríkur taldi sig
vera að skrifa um aðra hluti, eins og hann
rakti í fésbókarfærslu fyrir stuttu: „ Þetta ný-
stárlega ástand sem við köllum slauf-
unarmenningu er hvergi nefnt í bókinni og
raunar lögð töluverð áhersla á að kúltúr
smánar og skammar sé alls ekki nýr – það er
bókstaflega sögulegt yfirlit yfir hann í bók-
inni,“ segir Eiríkur, en sögulega yfirlitið er að
finna í Skrúði laufanna.
Í bók sinni nefnir Eiríkur aldrei slaufunar-
menningu, frekar það að í stað þess að þol-
endur þurfi að þola smánun og skömm er ger-
endum nú slaufað vegna hegðunar sinnar og
framkomu. „Hversu mikið má einstaklingur
brjóta af sér áður en okkur fer að „finnast“
viðkomandi vera viðbjóður? [...] og hversu
syndugur þarf hann að vera til þess að við för-
um að vara aðra við að eiga saman við hann að
sælda? Því þegar okkur svo finnst hann vera
viðbjóður langar okkur kannski ekkert að
hlusta á það sem hann hefur að segja.“
(Dóttir Felix Ibaka, Hortensía, er líka að
skrifa bók, myndasögu, sem gerist á Altrúís-
eyri, þar sem íbúarnir hjálpast að: „Þeir sem
minna mega sín mega sín alls ekki minna á
Altrúíseyri, því þar standa allir saman.“ Saga
um samfélag sem er drifið áfram af samkennd,
eins og í Merkingu. Með prinsi sem er útskúf-
að fyrir ruddaskap og slæma hegðun. Eins og í
Eilífur Önd. Með fyrirvara.)
Fríða Ísberg hugðist skrifa um samfélag sem væri drifið áfram af samkennd.
Eiríkur Örn Norðdahl skrifar um einhvers konar samfélagslega úrskurði um útskúfun.
Morgunblaðið/Golli
Hvör fugl sýngr með sínu nefi
Samfélagsleg umræða, atburðir, ágreiningur eða áskoranir rata oft í skáldverk og sumar bækur tala þannig inn í samtím-
ann. Svo var með nýjar skáldsögur Fríðu Ísberg og Eiríks Arnar Norðdahl, Merkingu og Einlægur Önd. Eða kannski ekki.
ÁRNI MATTHÍASSON
hefur starfað á Morgunblaðinu frá árinu 1981. Hann
skrifar um tónlist, bókmenntir, tölvur og tækni og er
nú netstjóri mbl.is.
Öll sú iðja sem byggist á því að kafa í
skáldverk, greina þau og skýra, oftla
með akademísku fimbulfambi, er
nefnilega eins og hver annar samkvæmisleikur.
TÍMAMÓT: TVÆR BÆKUR TALA INN Í TÍÐARANDA SLAUFUNARMENNINGAR OG BÓLUSETNINGARDEILNA
’’