Morgunblaðið - 31.12.2021, Page 76
76 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2021
Ef þú lítur á Noam Chomsky bara sem tákn
ákveðinnar tegundar af vinstri stefnu eða sem
gagnrýnanda bandarískrar heimsvaldastefnu
ertu að missa af miklu. Í rökfærslum hans búa
tveir þættir, annars vegar veröldin sem hann
vill byggja og síðan það sem brýnt er að breyta
núna strax og þar eru málamiðlanir möguleiki.
Hann er sannanlega útópískur hugsuður en
um leið mjög raunsær. Í hugsun hans eru
ákveðnir vankantar á því að bera fram stór-
tækar almennar yfirlýsingar um hvernig hlutir
ættu eða myndu haga sér í hans útópíska
heimi, því hann trúir því að þannig hagi breyt-
ingar sér ekki í raunveruleikanum. Það er mik-
il sjálfstæð hugsun hjá Chomsky sem ég hef
alltaf hrifist af. Hvort sem ég er sammála nið-
urstöðum hans eða ekki, þá er hann sam-
kvæmur sjálfum sér, hvort sem það reynist
honum auðvelt eða erfitt. Hér er samræða
okkar um veröldina sem Chomsky vill að við
stefnum að og hvers vegna við ættum að gera
það og einnig samræða um veröldina sem hann
vonast til að við getum bjargað hér og nú með
öllum þeim málamiðlunum, ófullkomleika og
mótsögnum sem í henni eru.
Hér er samræðan milli Ezra Klein og herra
Chomsky skráð eins og hún var í þætti Ezra
Klein. Hún hefur verið klippt og skorin.
Við skulum byrja á grundvelli heimssýnar
þinnar. Hvað greinir á milli gáfna mannanna
og til dæmis dýranna?
Chomsky: Það eru í reynd tvö grundvall-
aratriði sem mennirnir hafa, en aðrar tegundir
ekki. Annað þeirra er að við notum tungumál.
Það er eiginlega kjarni okkar sem tegundar og
gerir okkur ólík dýraríkinu. Hitt er einfaldlega
hugsunin. Við vitum ekki til þess að sambæri-
leg hugsun eins og okkar sé til í heiminum öll-
um. Þessi tvö atriði eru nátengd, tungumálið
er tæki hugsunarinnar og leið okkar til að
móta hugsanir í huga okkar og tjá hana. Þessi
tvö atriði virðast hafa fylgt manninum frá tím-
um homo sapiens og eru sameiginleg öllu fólki
nema þegar um alvarlega hömlun er að ræða.
Og það eru engin sambærileg dæmi í dýrarík-
inu, og hugsanlega hvergi svo við vitum.
Hvernig hefur vinna þín í málvísindum haft
áhrif á skilning þinn á manneskjunni og hvað
fólk vill?
Chomsky: Eitt af því merkilega við tungu-
málið sem hafði mikil áhrif á frumkvöðla vís-
indabyltingarinnar, Galíleó og samtímamenn
hans – er það sem stundum er kallað hin frjóa
tegund hugsunar. Við erum einhvern veginn
fær um að búa til í huga okkar óteljandi út-
gáfur af merkingarbærum orðasamsetningum.
Oftast gerist það í undirmeðvitundinni en
kemur stundum upp í meðvitundina. Við get-
um notað þessar orðasamsetningar á þann
máta að þær séu við hæfi við ákveðnar að-
stæður og síðan aftur og aftur á nýjan máta,
oft á þann hátt sem þær hafa ekki verið not-
aðar áður í samtíma okkar. Þetta frjóa eðli
tungumálsins í gegnum aldirnar hefur verið
talið tengjast, sem er ekki fráleitt, grundvall-
arþörf mannsins fyrir frjálsræði sem er stór
þáttur af eðli okkar. Andstaða gegn yfirráðum
og stjórnun af ólögmætum valdhöfum er sterk
í eðli mannlegrar náttúru og er hugsanlega
þáttur af þeim sama frjóa meiði sem er svo slá-
andi í hefðbundinni notkun okkar á tungumál-
inu.
Ef við viljum frjálsræði og við viljum vera
skapandi, af hverju hneigjumst við þá jafnoft
til þátta sem gætu tekið þessa þætti frá okkur?
Chomsky: Sko, margt af þessu hefur verið
barið niður frá æsku. Sjáðu börnin sem stöð-
ugt spyrja: „Hvers vegna?“ Þau vilja skýr-
ingar, þau vilja skilja hlutina. Þú ferð í skólann
og þar er þér stjórnað. Þér er kennt hvernig
þú eigir að haga þér og hvernig ekki. Stofnanir
þjóðfélagsins eru hannaðar til þess að minnka,
breyta og hamla þeirri viðleitni sem við höfum
til þess að stjórna örlögum okkar.
Þú ert anarkisti. Hvernig skilgreinirðu an-
arkisma?
Chomsky: Anarkismi í mínum huga er mjög
nálægt því sem hægt væri að kalla augljós
sannindi. Og ég held að allir, ef þeir hugsi um
það, muni sjá þau líkindi. Við byrjum á því að
gefa okkur að hver valdastrúktúr eða stofnun
með yfirráð þurfi að hafa réttlætingu fyrir
valdinu. Það getur aldrei verið sjálfgefið að
hafa vald, heldur þarf stofnunin að sanna þörf-
ina á því og sýna að valdið sé lögmætt. Ef þú
ert úti að ganga með barninu þínu og barnið
hleypur út á götu og þú þrífur í höndina á
barninu og kippir því upp á gangstétt, þá ertu
að sýna vald þitt. En það er lögmætt vald. Þú
getur haft réttlætingu og stundum getur vald
verið réttlætanlegt. En ef þú skoðar það
grannt, þá sérðu að fæstar valdastofnanir hafa
réttlætingu. Flestar eru það sem David Hume,
Edward Bernays, Walter Lippmann, Adam
Smith og fleiri hafa verið að tala um í gegnum
aldirnar, stofnanir með ólögmætt vald. Þannig
stofnanir þarf að afhjúpa, gagnrýna og af-
vopna. Það er rétt hvert sem litið er í lífinu.
Ein gagnrýni sem maður heyrir er að það
þurfi ákveðið skipulag og stigveldi valds, sem
ég held að þú myndir kalla valdboð í mörgum
tilfellum, sérstaklega í flóknum þjóðfélags- og
efnahagsstofnunum. Segjum til dæmis að þró-
un og útbreiðsla mRNA-bóluefna í heimsfar-
aldri krefjist þess að það sé einhvers konar
stigveldi valds. Og ekki geti allir verið jafnir
þegar kemur að því að taka ákvarðanir tengd-
ar því. Einhver þarf að stjórna skipulaginu.
Einhver þarf að stjórna rannsóknarstofunni.
Og það er erfitt ef þú þarft að taka hverja
ákvörðun nánast á rauntíma frá grunni. Hvað
finnst þér um slík hrossakaup valds þegar
kemur að flóknum málum sem þurfa mikla
skoðun?
Chomsky: Ég held að það séu ekki hrossa-
kaup ef það er gert í frjálsum lýðræðislegum
samfélögum. Frjálst samfélag getur valið sér
fólk til að stjórna og stýra ákveðnum þáttum
tímbundið sem miða að velferð almennings.
Það er hægt að skipta þeim út hratt, en þeir
eru kosnir af fólkinu. Þeir eru ekki í valda-
stöðu af því að afi þeirra byggði járnbrautir
eða af því að þeim tókst að græða á fjár-
málamarkaðnum og eiga fullt af peningum.
Kosnir fulltrúar eru þar því þeir hafa fengið
leyfi frá fólkinu að sinna starfinu tímabundið,
hægt er að breyta um stjórnendur, og þeir
hafa ekki frjálsar hendur til þess að gera það
sem þeim sýnist. Þetta er líka gert í fyr-
irtækjum sem er stjórnað af starfsmönnunum
og sum hver eru mjög stór. Tökum til dæmis
Mondragon, sem er stærsta fyrirtækið sinnar
tegundar og hefur starfað á Norður-Spáni í 60
ár. Það er í eigu starfsfólksins, rekið af starfs-
fólkinu, er stór samsteypa og sinnir iðn-
aðarframleiðslu, hefur innan sinna vébanda
banka, húsnæði, spítala, í raun allt sem þarf.
Það er alls ekki fullkomið, en er byggt á
grundvallarreglunni um lýðræðislega stjórnun
og leyfi til að kjósa fulltrúa til þess að sjá um
stjórnunarhlutverk þegar þess þarf. Það sama
má segja um meira og minna öll vel rekin
rannsóknarver í háskólum. Þau starfa sam-
kvæmt sömu grundvallarreglu. Hugsanlega er
deildarstjóri ráðinn til að sjá um stjórn-
unarstörf, en ef starfsfólkinu líkar ekki við-
komandi, er einhver annar valinn. Það eru
margir möguleikar hjá svona stofnunum og
þær hafa alveg góðan möguleika á góðu skipu-
Í hlaðvarpi sínu hjá The New York Times ræddi Ezra Klein við málvísindamanninn og samtímagagnrýnandann
Noam Chomsky sem er núna 92ja ára gamall og hefur gefið út meira en 100 bækur.
EZRA KLEIN
Þú getur haft réttlætingu og stundum
getur vald verið réttlætanlegt. En ef
þú skoðar það grannt, þá sérðu að
fæstar valdastofnanir hafa réttlætingu.
SAMTALIÐ
’’
Noam Chomsky ræðir um
anarkisma, loftslagsbreytingar
og kjarnorkustríð
Aaron Denton