Morgunblaðið - 31.12.2021, Qupperneq 75

Morgunblaðið - 31.12.2021, Qupperneq 75
Kona frá Afríku yfir Alþjóðavið- skiptastofnuninni Ngozi Okonjo-Iweala komst í sögubækurnar í mars þegar hún varð fyrsta konan og fyrsti Afríkubúinn til að verða framkvæmdastjóri Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Okonjo- Iweala var líka fyrsta konan til að verða fjármálaráðherra í heimalandi sínu, Nígeríu, og gegndi því ráðherraembætti tvisvar. ©2021 The New York Times Company and Tricia Tisak Ngozi Okonjo-Iweala, fyrsti Afríkubúinn og fyrsta konan til að leiða Alþjóðaviðskiptastofnunina, situr blaðamannafund í Genf í Sviss í október. Denis Balibouse/Reuters MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2021 75 Jared Isaacman, milljarðamæringur og forstjóri Shift4Payments, leiddi för Inspiration4 til að safna peningum fyrir barnaspítalann St. Jude. Geimhylki SpaceX var ásamt fjögurra manna áhöfn í fjóra daga á braut í kringum jörðu og var enginn lærður geimfari með um borð. SpaceX sendir fyrstu áhöfn með almennum borgurum eingöngu út í geim Ómönnuðum dróna var stýrt inn í miðju fellibylsins Sam í september. Sam var fjórða stigs fellibylur og var vindhraðinn í honum rúmlega 190 km á klukkustund. Vísindamenn hjá Saildrone, sem gerir rann- sóknir fyrir bandarísku hafrannsóknastofnunina, vonast til að með gögnunum sem söfnuðust megi öðlast betri skilning á því hvernig kraftur fellibylja magnast upp. Skjáskot úr fyrstu upptökunni innan úr meiriháttar fellibyl. Myndin er tekin í Sam, sem taldist fjórða stigs fellibylur, yfir Atlantshafinu í september, og sýnir sannkallaðan ólgusjó. Saildrone/NOAA via Reuters Hafdróni nær fyrstu myndunum inni í fellibyl Tæki sem kallast MOXIE, sem stendur fyrir Mars Oxygen In-Situ Resource Utilization Experiment, var notað til að búa til súrefni á Mars úr koltvísýringi, sem er megin- uppistaða lofthjúpsins á rauðu plánetunni. Tækið er um borð í Marsjeppanum Þraut- seigju, sem bandaríska geimvísindastofnunin, NASA, sendi til Mars. Þessi tækni er enn á frumstigi, en gæti hjálpað til að gera mannaða leiðangra þangað mögulega. Tæknimenn NASA láta til- raunatækið MOXIE síga of- an í geimjeppann Þraut- seigju. Tækið var fyrst notað í apríl til að búa til súrefni í gufuhvolfi Mars og hafði það ekki verið gert áður. NASA/JPL-Caltech via Reuters Þrautseigja býr til súrefni á Mars Blaðamaðurinn Maria Ressa fékk friðarverðlaun Nóbels á árinu ásamt rússneska blaðamanninum Dmitrí Múratov. Fékk hún verð- launin fyrir fréttaflutning af umdeildum harðstjóratilþrifum Rodrigos Dutertes, forseta Filippseyja, í stríðinu gegn eiturlyfjum. Hún er fyrsti Filippseyingurinn til að hljóta Nóbelsverðlaun. Múratov er ritstjóri blaðsins Novaja Gaseta, sem er þekkt fyrir gagnrýna umfjöllun um ráðamenn í Kreml. Fyrsti Filippseyingurinn fær friðarverðlaun Nóbels Vísindamönnum við Brown-háskóla á Rhode Island tókst að tengja mannsheila að fullu við tölvu með sendi og gæti það valdið straumhvörfum fyrir fólk með mænuskaða. Þátttakendur í tilrauninni áttu við lömun að stríða. Gátu þeir hreyft þjarkalimi með því að ímynda sér hreyfingu þeirra. Mannsheili tengist tölvu þráðlaust Rigning mældist á toppi Grænlandsjökuls í um 3.200 metra hæð í fyrsta skipti frá því mælingar hófust þar árið 1987. Hitinn fór yfir frostmark í ágúst og rigndi í nokkrar klukku- stundir að sögn Snjó- og ísupplýsinga- miðstöðvar Bandaríkjanna. Sögðu sérfræð- ingar að þetta væri enn ein vísbendingin um hlýnun loftslags. Regn mælist á hæsta tindi Grænlandsjökuls Rafmagnsbílar seldust betur en díselbílar í fyrsta skipti í Evrópu samkvæmt Evrópsku rafbílaskýrslunni. Sérfræðingar segja að þetta gæti verið sveifla, sem í bili muni ganga til baka, að hluta til vegna hremminga í aðfangakeðjum um allan heim, en þó hafi átt sér stað grundvallarskref í átt að bílum án útblásturs. Sala bíla án útblásturs fer fram úr sölu díselbíla í Evrópu Hvunndagar: Fyrstu 5.000 dagarnir eftir listamanninn Mike Win- kelmann, sem einnig er þekktur undir nafninu Beeple, seldist á 69,3 milljónir bandaríkjadala (8,6 milljarða króna) á uppboði hjá uppboðshaldaranum Christie’s. Verkið er sett saman úr 5.000 stafrænum myndum og var fyrsta verkið sem ber skilgreining- una NFT í sölu hjá einu af stóru uppboðshúsunum. NFT stendur fyrir Non-Fungible Token og á við um fyrirbæri eða upplýsingar sem skilgreindar hafa verið með dulkóðun og verður ekki skipt út fyrir neitt annað. Þetta var einnig í fyrsta skipti sem Christie’s tók við greiðslu í rafmynt. Vignesh Sundaresan bálkakeðjufrumkvöðull sýnir stafrænu myndina Hvunndagar: Fyrstu 5.000 dagarnir eftir Beeple, sem hann keypti á 8,6 milljarða króna á uppboði hjá Christie’s. Roslan Rahman/AFP Stafrænt listaverk selt á uppboði fyrir milljarða María Clemente García og Salma Luévano skráðu sig í sögubæk- urnar með því að ná kjöri til þings í Mexikó og verða þar með fyrstu yfir- lýstu transþingmennirnir í Mexíkó. García og Luévano náðu kjöri til neðri deildar þingsins og sitja þar fyrir hönd stjórn- arflokks Andrésar Manu- els Lópezar Obradors. Efst á dagskrá þeirra er að berjast gegn fátækt og gæta hagsmuna hin- segin fólks í landinu. Rodrigo Arangua/AFP Fyrstu transþingmenn- irnir kjörnir í Mexíkó María Clemente García varð í júní ásamt Sölmu Luévano fyrsti yfirlýsti trans- þingmaðurinn til að ná kjöri til neðri deildar mexíkanska þingsins í júní. Richard Branson, stofnandi Virgin Galactic, hafði betur í kapp- hlaupi milljarðamæringanna um að komast út í geim þegar hann hóf sig til himins í hinu hljóðfráa vængjaða loftfari Space- ShipTwo í júlí. Níu dögum síðar bættist Jeff Bezos, stofnandi Amazon og Blue Origin, í geimklúbb milljarðamæringanna í sinni eigin geimflaug, New Shepard. Branson horfir til jarðar í þyngdarleysinu yfir Nýju-Mexíkó í júlí. Virgin Galactic/Via Reuters Richard Branson fyrsti óbreytti borgarinn til að fara út í geim í eigin geimskipi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.