Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.12.2021, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.12. 2021
S
jö dagar til jóla og börnin hlakka til.
Við hin erum ekki heldur langt und-
an, en látum minna bera á því. Samt
er langt síðan við náðum þeim aldri
og þroska að telja okkur óhætt að
taka aftur trú á jólaveininn og þess
vegna í fleirtölu. Bréfritari kannast við að hafa á
langri ævi gengið í gegnum nokkur skeið varðandi
jólasveininn. Þau höfðu öll sinn sjarma, en fyrsta
skeiðið gaf mest af sér tilfinningalega og þess vegna
er hugsað til þess á aðventu og jólum. Minningarnar
frá þeim tíma eru sumar þokukenndar og eins konar
draumfarir á skýjum.
Þar á eftir tóku tímar efasemdanna við. Það voru
jafnaldrar, sem áttu eldri systkini sem slengdu fram-
an í okkur að rauðklæddu ljúflingarnir, sem vildu öll-
um mönnum vel og „okkur“ alveg sérstaklega, væru
ekki allir eins og þeir sýndust. Donald bleiklokkur
hefði kallað þá „falskar fréttir“ á sínum barnsskóm.
Óneitanlega komu þessar upplýsingar, í okkar tilviki
bræðrunum, í óþægilega stöðu gagnvart fullorðna
fólkinu, sem við höfðum fram að þessu talið trúverð-
ugustu vinina, fyrir utan Guð og engla hans, sem
höfðu auðvitað í mörgu að snúast og því fjarlægari.
Það rann upp fyrir okkur að bæði mamma og amma
höfðu tekið fullan þátt í samsærinu. Það vantaði bara
George Soros. En það vantaði líka gangverkið sem er
innihald allra almennilegra samsæra. Til hvers er
það. Samsærið um jólasveininn hafði ekki beinst
gegn neinum. Mamma læddist inn í herbergi drengj-
anna sinna með eitthvert lítilræði, sem var í 3-4 ár
frábær byrjun á þeim tveimur vikum þegar skamm-
degið herti tök sín.
Við bræður náðum að rétta okkar hlut með því að
þegja. Okkur tókst að halda hinum óþægilega sann-
leika utan veggja heimilisins í eitt ár og tryggðum
okkur þar með áframhaldandi hlutdeild í lífskjara-
samningi mömmu og jólaveinsins. Og um leið og inn-
anhússstaðan var orðin 1-1, að okkar mati, skildum
við að jólasveinasamsærið var hluti af þeirri almennu
elsku sem við gátum gengið að vísri hjá þessum kon-
um.
Og um leið var okkur kennt, með lifandi dæmisögu,
að ekki væri endilega allt sem sýndist og það þótt
þeir, sem helst mátti treysta, ættu í hlut. Þriðja jóla-
sveinsstig bréfritara hófst fyrir atbeina Ketils Lar-
sen, skólabróður úr Leiklistarskóla Ævars R. Kvar-
ans, sem bauð upp á rullu Stúfs í jólavertíð sveina
sem hann væri að stofna til. Pétur Pétursson út-
varpsþulur sem rak litla verslun í Hreyfilshúsinu var
okkar umboðsmaður. Ef vel tækist til þá gátum við
haft gott upp úr krafsinu, miðað við það þegar maður
hafði ekkert upp úr krafsinu. Tekjur af uppákomum
jólasveina virtust undanþegnar skattgreiðslum og
voru sveinkar sennilega einir um slík réttindi, að for-
seta Íslands undanskildum.
Jólasveinar væru skeggjaðir og óþekkjanlegir ell-
efu og hálfan mánuð á ári, hvergi skráðir hjá opin-
berri stofnun, og heimilisfangið í Esjunni, Skálafelli
eða Kerlingarfjöllum hefði ekki póstfang. Og Grýla
var ekki aðgengileg heim að sækja. Skatturinn var
vissulega alvanur að eiga við leppalúða af ýmsu tagi
en það næði ekki til þess í okkar fjölskyldu.
Þessi vertíð okkar Ketils stóð sameiginlega í nokk-
ur ár og hans vertíð í áratugi eftir það. Hann var
hinn ágætasti maður og með hjartalag sem prýðir
bestu menn í hópi jólasveina. Sá sem lifir langa ævi
kemst ekki hjá því umgangast jólasveina af annarri
gerð en þarna voru gerð skil.
Þeir Ketill héldu því til haga þegar fundum bar
saman á lífsleiðinni að herhvötin góða ætti jafnt við
um okkur og skátahreyfinguna: „Eitt sinn jólasveinn,
alltaf jólasveinn.“
Af jólasveinum í annan heim
Sjónvarpsstöðvarnar vestra – „the mainstream
media“ – sem löngum hafa flykkt sér um flokk demó-
krata, ásamt stórblöðunum NYT og Washington
Post, lögðu Trump forsetaframbjóðanda og síðan for-
seta í einelti frá upphafi þeirrar tíðar og til loka. Allir
þessir aðilar hafa örugglega talið margt, stórt og
smátt, réttlæta það. Talið er að þessi atlaga nútíma-
fjölmiðlanna hafi vakið á þeim athygli og styrkt stöðu
þeirra fjárhagslega.
En eins og hendir stundum á þessum árstíma þá
„er hún gamla Grýla dauð“ og þótt reynt hafi verið
að mjólka trumptryllinginn áfram eftir að karl var á
bak og burt, enda búið að setja mikinn spuna og mik-
ið fé í hann, hélt það ekki áhorfendum eða lesendum.
Trump var raunverulega úr sögunni, nema sem eitt
af þessum „frægu nöfnum“ sem fyrrverandi forsetar
eru auðvitað.
Trump, eins og mörgum, finnst eitthvert umtal
betra en lítið og þunnt og heldur því þess vegna opnu
að hann kunni að bjóða sig fram til forseta gegn þeim
sem innan tíðar tekur við af Biden. Það gleður hann
sjálfsagt að nýjustu kannanir sýna í augnablikinu að
fylgi við Trump er jafnmikið og mælt fylgi Bidens er,
en það er raunar í djúpri lægð, sem er sjaldgæft eftir
aðeins níu til tíu mánuði í Hvíta húsinu.
Repúblikanaflokkurinn er enn höfuðlaus her og
horfir því um öxl eftir leiðsögn og nýtur Trump, af
þeim sökum, verulegra áhrifa innan flokksins og get-
ur enn ráðið mestu um hvaða frambjóðendur hljóti
frama í kosningunum 2022.
En reynslan af Biden, sem vel má ímynda sér að
gleðji Trump, mun líklega hafa öfug áhrif fyrir
Trump, þegar sá tími nálgast að velja þarf forseta-
efni fyrir haustið 2024. Þá verður Trump á svipuðum
aldri og Biden var þegar hann fór í framboð. Þótt
enn bendi ekkert til þess að geyma þurfi Trump í
kjallarholu eða í geymslu efst í einum af turnum
hans, frá ársbyrjun 2024, eins reyndist óhjákvæmi-
legt með Biden árið 2020, þá hræða aldursvandræðin
sem núverandi forseti er frægastur fyrir.
Ýmsum þykir slíkt tal ósanngjarnt gagnvart eldri
borgurum, sem með nýjum tímum halda sínu vel
fram í háan aldur. En horfa verður til þess hvaða
starf er í húfi. Fimleikakonur geta þannig verið í
stórgóðu formi en eiga þó ekki endilega í þær yngri.
Seint verður sagt að 35 ára aldurinn sé sjálfstætt
merki þess að ellin sæki á fótboltamenn. En hinn
harði bardagi á vellinum og kröfur um úthald segja
aðra sögu.
Embætti forseta Bandaríkjanna er stærra í sniðum
en flest önnur af þeirri gerð. Demókratar hikuðu
ekki við að gera aldur Ronalds Reagans tortryggileg-
an þegar hann varð forseti. En það gekk ekki, því
hann var ekki talandi dæmi um það eins og seinna
eintakið.
Engum líkur
Þegar Ronald Reagan bauð sig fram fjórum árum
síðar urðu viðbrögð Bandaríkjamanna með hreinum
ólíkindum. Reagan vann 49 ríki af 50. Andstæðingur
hans Mondale vann aðeins sitt heimaríki, Minnesota,
en aðeins munaði rúmum 3.000 atkvæðum að Reagan
ynni líka það ríki. Reagan fékk 538 kjörmenn í sinn
hlut en það þurfti 270 til að tryggja sér kjörið. En
þessir fullorðnu menn voru að öðru leyti gjörólíkir.
Það varð frægt að Obama sagði eitt sinn við flokks-
bróður sinn, um varaforsetann Biden: „Don’t under-
estimate Joe’s ability to f… things up.“(Aldrei skaltu
vanmeta getu Joe til að klúðra málum). Það vakti
óneitanlega athygli að Obama lýsti ekki yfir stuðn-
ingi við varaforseta sinn fyrr en Joe Biden var einn
eftir í framboði. En Biden verður ekki einum kennt
um hversu hratt fylgið hrynur af honum og flokki
Klukkan gengur
á margt og marga
Reykjavíkurbréf17.12.21