Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.12.2021, Qupperneq 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.12.2021, Qupperneq 20
Fyrir 6-8 8 eggjarauður 500 ml rjómi 175 g 56% súkkulaði 115 g sykur 1 tsk. salt MARENGSTOPPAR 4 eggjahvítur 125 g sykur ½ msk. maísenamjöl ½ msk. hvítvínsedik ½ tsk. salt HINDBERJA-COULIS 250 g frosin hindber 50 g sykur safi úr einni sítrónu Byrjið á súkkulaðibúðingnum. Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði og hrærið svo eggjarauður, rjóma, sykur og salt saman við. Blandið vandlega saman í hrærivél. Setjið í litlar krukkur og lokið vandlega. Setjið í 79 gráðu heitt vatnsbað í klukkustund (auðveldast er að nota sous vide-tæki). Látið svo standa í þrjá til fjóra klukkutíma í ísskáp (helst yfir nótt). Til að gera hindberja-coulis – setjið frosin hindber í pott ásamt sykri og sítrónusafa og hitið að suðu. Látið krauma í 20 mínútur við lágan hita. Hellið hindberja- blöndunni í gegnum sigti til að sía hratið frá. Látið kólna í ísskáp. Fyrir marengstoppana – setjið fjórar eggjahvítur í skál ásamt salti og þeytið þangað til hvítir toppar fara að myndast. Bætið sykri saman við, smáveg- is í senn og hrærið þangað til hvít- urnar hafa stífnað. Bætið maísenamjöli og hvít- vínsediki saman við. Færið deigið á bökunarplötu með teskeið í litla dropa. Setjið í 80 gráðu heitan ofn í tvær klukku- stundir þangað til þær hafa þornað. Opnið krukkurnar, leggið mar- engstoppinn ofan á og hellið eins miklu af hindberja-coulis og hug- urinn girnist. Súkkulaðibúðingur með marengstoppum og hindberja-coulis 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.12. 2021 MATUR STOFNAÐ 1953 Við hreinsum sparifötin Háaleitisbraut 58–60 • 108 Reykjavík • Sími: 553 1380 Fyrir 4-6 500 ml rjómi 1-2 vanillustangir 100 g sykur 8 eggjarauður nokkrar teskeiðar af perlusykri Skiljið eggjarauðurnar frá eggja- hvítunum og setjið í skál ásamt sykrinum og blandið vandlega saman. Skerið vanillustangirnar eftir miðjunni og skafið með hníf þann- ig að vanillufræin losni frá. Bætið þeim saman við eggjablönduna. Bætið rjómanum saman við og hrærið vel saman. Hellið eggjarjómablöndunni í litl- ar krukkur eða poka og lokið/ innsiglið og setjið í 82 gráðu heitt vatn og látið hvíla þar í klukkustund. Við þessa meðferð eldast búðing- urinn (sous vide). Setjið síðan í ís- skáp í þrjár til fjórar klukkustundir (best er að geyma yfir nótt). Rétt áður en bera á eftirréttinn fram – opnið krukkurnar og stráið perlusykri jafnt yfir. Bræðið sykur- inn með gasbrennara. Gætið þess að brenna sykurinn sem minnst. Náið í skeiðar, brjótið ykkur leið í gegnum sykurbráðina og njótið þess að kitla bragðlaukana með silkimjúkum vanillubúðingi. Ofureinfalt creme brûlée Hér má lesa uppskrift að fylltri kal- kúnabringu með sætkartöflu- hasselback og waldorf-salati að hætti læknisins. KALKÚNABRINGA 1 kalkúnabringa 75 g smjör salt og pipar 1 rauðlaukur 4 sellerístangir 3 gulrætur 3 lárviðarlauf 2 rósmarínstangir FYLLING 500 g grísahakk 40 g súrar rúsínur 50 g pekanhnetur 2 hvítlauksrif 50 g brauðmylsna 3 msk. fersk steinselja 1/2 tsk. þurrkuð salvía 1/2 tsk. þurrkað oregano 2-3 msk. jómfrúarolía salt og pipar Opnið kalkúnabringuna með flug- beittum hníf. Skerið þvert á bringuna, fyrst neðri þriðjung en gætið þess að skera ekki alveg í gegn. Flettið svo bringunni út og skerið áfram í gegnum efri þriðj- unginn til að búa til fleiri yfirborðs- fleti fyrir fyllinguna. Setjið grísahakkið í skál og bætið við rúsínum, muldum pekan- hnetum, maukuðum hvítlauks- rifjum, brauðmylsnu, steinselju, salvíu, oregano, jómfrúarolíu, salti og pipar og hnoðið vel saman. Smyrjið bringuna að innan með kjötblöndunni og rúllið bringunni aftur upp. Bindið bringuna upp með þræði og leggið rósmarín í sárið. Setjið bringuna á beð af gulrót- um, lauk, sellerí og lárviðarlaufum. Bræðið smjörið og penslið alla bringuna vandlega og hjúpið með salti og pipar. Bakið í 180 gráðu heitum ofni þangað til 70 gráðu kjarnhita er náð. Hvílið í að minnsta kosti 20 mínútur undir álpappír. SÓSAN 30 g smjör 30 g hveiti soð af kalkúninum 250 ml kalkúnasoð 100 ml rjómi 1 tsk. rifsberjasulta sósujafnari salt og pipar SÆTKARTÖFLURNAR 3 sætkartöflur 75 g smjör handfylli af ferskum graslauk salt og pipar Hellið soðinu í gegnum sigti. Bræðið smjörið í potti og bætið hveiti saman við. Hrærið vandlega saman. Hellið soðinu af fuglinum saman við, ásamt kalkúnasoðinu og sjóðið niður um þriðjung. Bætið rjóma saman við, ásamt rifsberjasultu. Þykkið sósuna með sósujafnara og smakkið til með salti og pipar. Flysjið sætkartöflurnar og skerið þær nær alveg í gegn, en ekki alveg. Setjið smjör í sárið, saltið og piprið og bakið í klukkustund við 180 gráður. Takið kartöflurnar út á fimmtán mínútna fresti og penslið upp úr smjörinu. Bakið þar til þær eru fallega gullinbrúnar. Berið fram með dásamlega fal- legu salati og njótið! Fyllt kalkúnabringa

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.