Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.12.2021, Qupperneq 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.12.2021, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.12. 2021 LESBÓK JÓL Hulda G. Geirsdóttir, útvarpskona á Rás 2, átti skemmti- legt spjall við Þráin Árna Baldvinsson, gítarleikara í Skálmöld, í rokkþættinum Füzz fyrir skemmstu. Þar skoraði hún meðal annars á málmvíkingana að senda frá sér jólalag en Þráinn tók mátulega vel í þá áskorun og taldi þetta ekki líklegt. Það sem hvorki Þráinn né Hulda átta sig á er að Skálmöld er löngu búin að senda frá sér jólalag. Það heitir Að vetri og er á plötunni Með vættum sem kom út 2014. Að vísu er Jesúbarnið ekki þar í forgrunni, heldur „gömul kona, grá og hokin“ sem „gengur ein í kafalds- byl“ undir vargsgóli á Vesturlandi í kringum jól. En það snjóar heil ósköp þarna og mun meira en í meðaljólalagi og á endanum færist allt á bólakaf. Varla þarf meira til. Jólalag Skálmaldar Hulda G. Geirsdóttir útvarpskona á Rás 2. Morgunblaðið/Sigurður Bogi VIRÐING Svissneska svartmálmbandið Samael hefur endurgert Bítlalagið Helter Skelter á þeim forsendum að það sé fyrsta þungarokkslag sögunnar. Helter Skelter kom sem kunnugt er fyrst út 1968 á Hvítu plötu Bítlanna. „Við gerðum þetta svona vegna þess að ég hef yndi af hávaða,“ sagði Paul McCartney, höfundur lagsins, við Radio Luxembourg á sínum tíma, en hermt er að Helter Skelter sé svar við Who-laginu I Can See For Miles sem ári áður hafði verið kynnt sem háværasta lag sögunnar. Samael-liðar segjast vera trúir frumgerðinni en þó nálgast lagið eins og sitt eigið sköpunarverk. Endurgera fyrsta þungarokkslagið Málmhausarnir í Bítlunum hressir að vanda. AFP Johnny Ramone andaðist árið 2004. Þarf ekki að vera tækniundur FYRIRMYND Það er alltaf gaman þegar menn eiga sér fyrirmyndir í þessu lífi. Bill Kelliher, gítarleikari Íslandsvinanna í proggmálmband- inu Mastodon, upplýsti hlustendur breska ríkisútvarpsins, BBC, um það á dögunum að í sínu tilviki væri það Johnny Ramone úr The Ramo- nes. Sem barn kvaðst Kelliher hafa litið upp til ZZ Top, Van Halen og Scorpions en ekki getað spilað lög- in þeirra sjálfur. Þá hafi hann heyrt í Ramone sem hafi samið tvö hundr- uð lög með aðeins þremur grunn- gripum. „Fyrst hann gat það hlýt ég að geta barið alla vega tvö eða þrjú saman,“ sagði Kelliher. „Johnny Ramone kenndi mér að maður þarf ekki að vera tækniund- ur dauðans til að glamra á gítar.“ Árið 1985 unnu Rúnar Sigurður Birgisson, sem í dag er bankastjóri Bókabankans, og Axel heitinn Einarsson, tónlist- armaður og lagahöfundur, mikið saman að gerð útvarpsauglýsinga í Stúdíó Stöðinni, ekki síst fyrir nýju tónlistarrásina, Rás 2. Vinnudagarnir voru gjarnan langir og kvöld eitt í einni pásunni settist Axel niður og spilaði lag fyrir félaga sinn sem hann hafði skömmu áður samið. „Það kviknaði strax á einhverju hjá okkur báðum og við fórum að ræða hvað við ættum að gera við þetta lag,“ rifjar Rúnar upp, „en ég eigna Axel hug- myndina.“ Árið áður höfðu Bob Geldof og fé- lagar í Band Aid slegið rækilega í gegn með jólasmellinum Do They Know It’s Christmas í Bretlandi, en allur ágóði af sölu hans rann til bág- staddra í Afríku, og kollegar þeirra í Bandaríkjunum komið í kjölfarið með We are the World. Sá hópur kallaði sig USA for Africa. Lag Axels sló Rúnar þannig að þar gæti verið kom- ið framlag okkar Íslendinga til þessa göfuga málefnis. „Ég fór beint á fund vinar míns Péturs W. Kristjánssonar og honum leist strax vel á hugmyndina. Guð- mundur Einarsson og Sigurjón Heið- arsson, sem hvorir tveggja eru dríf- andi menn, voru einnig með í ráðum. Pétur hvatti mig til að leita til Björg- vins Halldórssonar og fá hann til að stýra tónlistarhluta verkefnisins. Björgvin væri þekktur fyrir að koma hlutum í verk og nyti mikillar virð- ingar í bransanum sem myndi hjálpa okkur að fá sem flesta til liðs við okk- ur. Ég má einnig til með að nefna Gunnar Þórðarson, Eyþór Gunn- arsson og Þórir Baldursson sem út- settu lagið.“ Þá vantaði textann. Rúnar settist sjálfur niður og byrjaði að föndra við hann enda þótt hann vissi innst inni að hann væri ekki rétti maðurinn í verkið. „Þá gerist það að inn í stúdíóið gengur Jóhann G. Jóhannsson heit- inn og heyrir gaulið í mér. Honum fannst þetta strax áhugavert og horfði lengi í augun á mér og spurði: „Má ég semja textann?“ Ég varð þetta líka feginn, að vera höggvinn niður úr snörunni. Og það af þessum turni í íslenskri tónlistarsögu. Það er bara eitt skilyrði, sagði ég við Jóa: Íslenska hjálparsveitin samankomin við upptökur á Hjálpum þeim árið 1985. Lag sem lifir með þjóðinni Allir lögðust á eitt þegar lagið Hjálpum þeim kom út 1985 enda markmiðið verðugt, að styrkja svelt- andi börn í Eþíópíu. Rúnar Sigurður Birgisson, útgefandi lagsins, minnist verkefnisins með hlýju. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Rúnar Sigurður Birgisson, útgefandi Hjálpum þeim, með gullplötuna sem hann fékk fyrir plötuna á sínum tíma. Hún seldist í upp undir 20 þúsund eintökum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Rúnar var lengi valhoppandi kringum tónlistarbransann, eins og hann orðar það sjálfur, og kann ófáar sögurnar. Hann var um tíma markaðsstjóri í Þórscafé og fékk á þeim tíma alls kyns verkefni upp í hendurnar. „Einu sinni vorum við að flytja inn Tommy nokkurn Hunt, sem kallaður var „Svarti-Sinatra“ enda frábær söngvari. Við gerð út- varpsauglýsingarinnar datt mér í hug að fá Ragga Bjarna til að syngja My Way. „Ekki málið,“ sagði Raggi, „hvar á ég að mæta?“ Þegar hann kom fór Raggi beint inn í stúdíóið og við settum upptök- una í gang. En ekkert gerðist. Bara dauðaþögn. Eftir smá stund kom Raggi æðandi fram og sagði: „Æi, strákar ég man ekki textann.“ Ekkert net var á þessum tíma, þannig að Rúnar bjallaði í Andreu Jónsdóttur hjá Ríkisútvarpinu og fékk hana til að handskrifa fyrstu tvö versin í My Way og faxa þau til sín. Hún brást ljúfmannlega við og Raggi gat sungið lagið. Eins og engill. Tóku upp þögnina hjá Ragga Ragnar Bjarnason

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.