Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.12.2021, Side 32
SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 2021
MADE INDENMARK
Til
afhendingar
strax
Lama rúmin eru vönduð, falleg og þekkt
fyrir að veita heilbrigðan og góðan svefn.
Þau hafa verið framleidd í Danmörku síðan 1939.
Hægt er að fá þau með eða án stillanlegum botni. Í
boði eru þrír litir á áklæði og margar tegundir fóta
og rúmgafla.
Lama Premium rúmin eru með sérstakan mjóbaks-
stuðning og meiri dýpt fyrir axlir. Ef þú vilt að öxlin
detti meira ofan í dýnuna er Premium línan fyrir þig.
Suðurlandsbraut 24
108 Reykjavík
Sími 554 6969
lur@lur.is • lur.is
LÁTTU ÞÉR
LÍÐA VEL
Þegar flestir kristnir menn fleygja sér upp í sófa, njóta samver-
unnar með ástvinum og gera vel við sig í mat og drykk reima
leikmenn í ensku knattspyrnunni á sig takkaskóna og spyrna
sem enginn væri morgundagurinn. Hitað verður upp fyrir jólin
með átta liða úrslitum í deildabikarnum í vikunni en síðan verð-
ur hlaðið í heilar þrjár umferðir um hátíðirnar.
Veislan byrjar annan í jólum þegar nánast heil umferð er á
dagskrá og verður leikið kl. 12:30, 15, 17:30 og 20. Strax tveimur
dögum síðar hefst næsta umferð og lýkur henni fimmtudaginn
30. desember. Menn kasta mæðinni aðeins á gamlársdag en á
nýársdag og 2. janúar er þriðja umferðin á einni viku á dagskrá.
Meðal spennandi leikja má nefna Manchester City gegn Leic-
ester 26. desember, Manchester United gegn Burnley 30. des-
ember og Chelsea gegn Liverpool 2. janúar. Allt er þetta sagt
með fyrirvara um að Ómíkron skerist ekki í leikinn.
Mason Mount sér
jólaljósið á Brúnni.
AFP
Blikar jólastjarna
Eftir langt hlé þarf Cristiano Ronaldo að reima á
sig takkaskóna um jólin og gleðja almúgann.
AFP
Sem endranær fer allt á yfirsnúning í
ensku knattspyrnunni um jólin.
Rétt fyrir jólin 1971 ritaði mað-
ur að nafni Eysteinn Eymunds-
son Morgunblaðinu bréf til að
lýsa yfir stuðningi við aðflutn-
ingsbann á áfengi.
„Nú nýlega var tilkynnt, að
allt áfengi væri hækkað um 20%.
Ég held, að þetta sé ekki spor í
rétta átt. Ég held, að hækkað
verð á áfengi leysi engan vanda í
þessu máli. Auki aðeins fjárhags-
örðugleika og hörmungar á
heimilum drykkjumanna,“ skrif-
aði hann.
Helsta lausnin, að mati Ey-
steins, var að setja algjört að-
flutningsbann á allt áfengi og
skoraði hann á ríkisstjórnina að
gangast fyrir því að þjóðar-
atkvæði yrði greitt um málið.
„Ég hef lengst af ævi minnar
verið andvígur aðflutningsbanni.
Hef haft svo mikið traust á sam-
löndum mínum, að ég hef treyst
þeim til þess að standast þær
freistingar, sem Bakkus leggur
fyrir fólk. Sjálfur hef ég ekki átt
bágt með að standast þær. Nú
þykist ég vera farinn að sjá, að
allmargir, bæði ungir og aldnir,
eru ekki færir um að standast
þær og þess vegna mumdi ég
greiða atkvæði með aðflutnings-
banni.“
GAMLA FRÉTTIN
Aðflutn-
ingsbann á
áfengi
Örtröð í ríkinu við Snorrabraut. Myndin er tekin 1979 enda hlutu hug-
myndir Eysteins Eymundssonar ekki hljómgrunn meðal þjóðarinnar.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Tim Allen
leikari.
Grace Hopper
varaflotaforingi og tölvuforritari.
Guðlaugur Þór Þórðarson
ráðherra.