Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.06.1999, Page 3

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.06.1999, Page 3
Klifur Avarp forseta Islands Olafs Ragnars Grímssonar Að móta vitund þjóðar er fáum gefið. Flestir verða að lúta þeim vindum sem blása hverju sinni. Þó koma á stundum þeir tímar að máttur samtaka nær að beisla tíðar- andann og snúa honum sér í hag. Sjálfsbjörg hefur vissulega átt á brattann að sækja og erfiðleikar oft virst óviðráðanlegir. Samt er það svo að á merkum tímamótum blasir við sú staðreynd að Sjálfsbjörg er orðin hluti af þjóðarvitund íslendinga. Sjálfsbjörg er í senn samviska okkar og brýning til frekari dáða. Landssamband fatlaðra hefur smíðað þjóðinni verkefnaskrá sem er viðurkennd sem mæli- stika árangurs. Boðskapur Sjálfsbjargar er vitnisburður um hvort veruleikinn sé í samræmi við þá sjálfsmynd velferðar og framfara sem við viljum halda í heiðri. Það er gæfa að hljóta slíkan sess í hugum þjóðar og hún veitir ríkuleg tækifæri til frekari sóknar. Þótt mótvindurinn geti virst ærið sterkur þá er unnt að sækja nýjan þrótt í velvildina og virðinguna sem Sjálfsbjörg nýtur meðal Islendinga. Á afmælisári færi ég Sjálfsbjörg árnaðaróskir og einlægar þakkir þjóðarinnar fyrir að hafa breytt lífsviðhorfi okkar á betri veg. / 3

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.