Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.06.1999, Qupperneq 4

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.06.1999, Qupperneq 4
Klifur Sjálfsbjörg í 40 ár „Það er markmið samtakanna að gera öllu fötluðu fólki kleift að taka þátt í félagslífi. “ A myndinni er hópur ungmenna frá öllum Norðurlöndunum að vekja athygli á baráttumálum sínum í Kringlunni í Reykjavík. Tveir menn hittust á tröppun- um við Gránugötu 14 í Siglu- firði, annar handarvana hinn með bilaða fætur. Þeir ræddu um það hvort ekki væri hægt að koma á fót samtökum til að berjast fyrir réttind- um fatlaðs fólks. Þannig segir Sigursveinn D. Krist- insson frá tilurð Sjálfsbjargar í ávarpi í fyrsta Sjálfsbjargarblaðinu sem gefið var út í september 1959. Nú eru liðin rúm 40 ár frá því fyrsta Sjálfsbjargarfélagið var stofn- að í Siglufirði. Síðan voru þau stofn- uð eitt af öðru og í dag eru þau 17 talsins vítt og breitt um landið. Fé- lögin bundust síðan samtökum og Sjálfsbjörg landssambandið var stofnað 4. júní 1959 og nú fögnum við 40 ára afmæli þess. A slíkum tímamótum er ekki úr vegi að horfa um öxl og minnast brautryðjendanna og sjá hvað þeir voru að hugsa og gera. A öðrum stað í ávarpi sínu segir Sigursveinn: „Það er markmið sam- takanna að gera öllu fötluðu fólki kleift að taka þátt í félagslífi, sér og öðrum til uppbyggingar. Heilbrigt fólk á að vonum erfitt með að gera sér ljósa grein hve risavaxnar þær hindranir eru, sem fatlað fólk þarf stundum að sigrast á, til að geta not- ið þess að vera þátttakendur í al- mennu lífi. Við sem orðið höfum að glíma við þá erfiðleika, jafnt innri sem ytri, vitum hve mikilvægt verkefni sam- tök okkar hafa að leysa á þessu sviði.“ Og á enn öðrum stað í ávarpinu segir Sigursveinn: „Örorkulífeyrir þarf að hækka svo að hann nægi til lífsnauðsynja, fæðis, húsnæðis og fata, þannig að öryrkjar geti lifað eins og annað fólk án sveitarstyrks. Það eitt eru mannréttindi.“ Þessar tilvitnanir í ávarp Sigur- sveins D. Kristinssonar í fyrsta Sjálfsbjargarblaðinu segja í raun allt sem þarf um starf og stefnu Sjálfs- bjargar í 40 ár. Sjálfsbjörg hefur ver- ið í fararbroddi í hagsmuna- og rétt- indabaráttu fatlaðra öll þessi ár. Þó fólki hafi oft og tíðum þótt framfarir litlar og lítið áorkast. Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda hver staða fatlaðra væri ef Sjálfsbjargar og þeirra duglegu og miklu hugsjóna- manna sem skipuðu sér í forystu- sveit Sjálfsbjargar um land allt hefði ekki notið við. Dropinn holar steininn og oft þarf mikla þolinmæði og bið eftir að ná fram þeim áherslum og markmiðum sem stefnt er að. Sem örlítið dæmi um það má nefna að á stofnfundi fyrsta félagsins í Siglufirði var sam- þykkt ályktun þess efnis að örorku- mat skyldi fara eftir læknisfræðileg- um forsendum. Nú í vor voru loksins samþykkt á Alþingi lög itm það rúmum 40 árum eftir að Sjálfsbjörg setti fyrst fram kröfu þess efnis. Og enn í dag hefur örorkulífeyrir ekki náð því að hann nægi fyrir lífs- nauðsynjum. Því þurfa þeir öryrkjar sem ekki eiga veruleg réttindi úr líf- eyrissjóðum eða öðrum sjóðum enn að leita til sveitarfélags eða líknar- stofnana til að eiga fyrir brýnustu lífsnauðsynjum. Strax á stofnþingi samtakanna kemur fram að í forystusveit félag- anna eru stórhuga og duglegir hug- sjónamenn því í skýrslum félaganna kemur fram að þau eru flest farin að standa fyrir öflugu félagsstarfi, sem m.a. samanstóð af léttri vinnu og einhverri skemmtan. Öll voru félög- in byrjuð eða farin að huga að því að koma sér upp húsnæði og vinnustöð- um þar sem fatlað fólk gæti komið saman, rætt málin, skemmt sér og jafnvel aflað einhverrra tekna bæði fyrir félögin og sjálft sig. A fyrstu árum samtakanna var mikið rætt um hvernig efla bæri samtökin og hvemig það gæti skotið styrkum stoðum undir fjárhag þess. Fljótlega var farið í blaða- og merkjasölu og síðan ákveðið að fara út í happdrætti sem enn í dag er einn stærsti tekjuliður Sjálfsbjargar þó í gegnum árin hafi þær tekjur rýmað mikið. Athyglisvert er að lesa að á Alþingi 1959 var skipuð milliþinga- 4

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.