Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.06.1999, Blaðsíða 5

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.06.1999, Blaðsíða 5
nefnd í öryrkjamálum og ein af til- lögum hennar var að lagðar yrðu 3 krónur á hvert kíló af sælgæti sem framleitt væri í landinu og rynni það fé til Sjálfsbjargar. Hvergi hef ég getað séð að þetta hafi orðið að veru- leika, en mikið væri fjárhagur Sjálfs- bjargar styrkari og betri ef af því hefði orðið og sá tekjustofn væri enn í dag. Á upphafsárum Sjálfsbjargar voru fatlaðir sem ekki gátu búið á eigin heimilum eða hjá ættingjum vistaðir til langframa á sjúkrastofnunum eða elliheimilum. Því hófst fljótlega um- ræða um byggingu heimilis fyrir fatlaða. Ég held að á engan sé hallað þó sagt sé að þar hafi Theodór A. Jóns- son farið fremstur í flokki og ég held að hægt sé að fullyrða að fyrir at- beina og dugnað hans var ráðist í bygginu Sjálfsbjargarhússins sem í dag er sá horsteinn sem landssam- bandið byggir á. Með því hefur mörgum fötluðum verið gert lífið bærilegra og margir hafa stigið þar fyrstu skrefin út í lífið aftur eftir slys eða alvarleg veikindi. Hér hef ég aðeins stiklað á stóru í upphafi sögu Sjálfsbjargar. Henni verður betur gerð skil af öðrum, en máltækið segir: „Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja.“ Því er vert að rifja þetta upp okkur öllum til fróðleiks og áminningar um að ekkert kemur af sjálfu sér og fötluðum hefur aldrei verið fært neitt á silfurfati heldur hefur þurft að berjast fyrir framförum og auknum réttindum af fullri hörku og dugnaði og við höfum verið svo lánssöm að hafa átt duglega hugsjónamenn sem fómuðu ómældum tíma af lífi og sál í að berjast fyrir bættum kjömm fatl- aðra. Það væri að æra óstöðugan að vera að telja upp hér þá einstaklinga sem í gegnum 40 ára starf samtak- anna hafa þannig lagt nótt við dag til að við sem erum fötluð í dag og þeir sem eiga eftir að fatlast eða fæðast fatlaðir í komandi framtíð geti átt betra líf. Ég segi því aðeins þökk sé þeim og vonandi tekst okkur að feta að einhverju leyti í fótspor þeirra. Mér hefur verið tíðrætt um for- ystuhlutverk Sjálfsbjargar í málefn- Arnór Pétursson, formaður Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra. um fatlaðra og hvernig samtökin hafa verið brjóstvöm fatlaðra í gegn- um 40 ára starf þeirra. Ekki er þetta gert til að upphefja Sjálfsbjörg eða kasta rýrð á önnur samtök öryrkja. Eitt dæmi um framsýni og næman skilning Sjálfsbjargar á þörfinni fyr- ir öflugri baráttu og verkfærum til að vinna að hagsmunamálum fatlaðra er að Sjálfsbjörg hafði frumkvæði að stofnun Öryrkjabandalags íslands. í grein Guðmundar Löve í Sjálfs- bjargarblaðinu 1961 má lesa eftirfar- andi: „Það datt engum í hug þegar Ólöf Ríkarðsdóttir, ritari Sjáfsbjarg- ar hringdi til Blindrafélagsins og Sambands Islenskra berklasjúklinga og boðaði til sameiginlegs fundar með fulltrúum þessara félaga, að þar færi fyrsti vísir Öryrkjabandalags- ins.“ Síðar í sömu grein segir: „Tveir lamaðir, tveir lungnaveikir og tveir blindir - hvað áttu þeir sameigin- legt? Var þetta tal um samstarf ekki eitthvað óraunvemlegt - vonir, sem aldrei gátu ræzt.“ Þetta frumkvæði Sjálfsbjargar varð samt til þess að Öryrkjabandalag Islands var stofnað og allir vita hvaða hlutverki það hef- ur gegnt í baráttu og hagsmunamál- um fatlaðra um áratuga skeið og má þar sérstaklega nefna að þúsundir fatlaðra hafa fengið húsnæði við sitt hæfi í gegnum hússjóð þess. Það var því eðlilegt framhald og þróun sögunnar að Ólöf skyldi um árabil vera formaður Öryrkjabanda- __________________________Klifur lagsins og til margra ára stjómar- maður í hússjóð þess. Á undanförnum misserum hafa verið öflugar kröfur um bætt kjör fatlaðra og hefur Sjálfsbjörg lagt mikið af mörkum í þeirri umræðu. Sú umræða hefur haft það í för með sér að enginn stjórmálamaður eða maður sem vill telja sig einhvers metinn hefur ekki tekið þátt í þeirri umræðu. Öll ber umræðan þess merki að menn em sammála um að leiðrétta og bæta þurfi kjör fatlaðra. Nú eru ný afstaðnar kosningar og ný ríkisstjórn tekin til starfa. Við verðum að trúa og treysta því að staðið verði við þau fögru orð sem látin vom falla í kosningabaráttunni um að bæta skuli kjör fatlaðra. Eftir sem áður verður Sjálfsbjörg sem og önnur hagsmunasamtök fatlaðra að halda vöku sinni og fylgja baráttu- málunum eftir af fullri hörku. Við sem tókum við kyndlinum af forvígismönnunum verðum að halda honum hátt á loft við að vinna að réttindamálum þeirra sem eru fatlað- ir í dag og eiga eftir að fæðast fatlað- ir eða fatlast vegna slysa eða sjúk- dóma í komandi framtíð. Þannig sýnum við best hve mikið við virð- um frumkvæði, framtak og hugsjón- ir frumkvöðlanna. Um leið og ég óska Sjálfsbjargar- félögum um land allt til hamingju á þessum tímamótum leyfi ég mér enn og aftur að vitna í ávarp Sigursveins D. Kristinssonar í fyrsta Sjálfsbjarg- arblaðinu, en í niðurlagi þess segir hann: „Samtök okkar munu leitast við að efla samvinnu öryrkjasamtak- anna á sem flestum sviðum, því þan- nig er mest von um að árangur náist. Að lokum vil ég biðja ykkur sem nú eru að byggja upp Sjálfsbjargar- félögin, að vera þess minnug, að styrkleiki samtakanna er kominn undir áhuga hvers einstaks félaga og starfi hans.“ Þessi orð Sigursveins eru enn í fullu gildi því sterk og öflug Sjálfs- bjargarfélög er sá hornsteinn sem Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra byggir á í sókn og vöm í hagsmuna- málum fatlaðra. 5

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.