Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.06.1999, Síða 10
Klifur
Ég tek þátt í lífsgæðakapp-
hlaupinu eins og hver annar
-segir Grétar Pétur Geirsson, sem er spastískur og á sex börn, þar af þríbura.
Fjölskyldumynd sem tekin var árið 1995. L.t.v. Kristín, Grétar Pétur, Eva, Laufey,
og þríburarnir, Geir Grétar, í kjöltu föður síns og Dagný og Díana.
Grétar Pétur Geirsson tekur á
móti blaðamanni Klifurs í
Sjálfsbjargarhúsinu þar sem
við höfðum mælt okkur mót. Hann
kemur mér fyrir sjónir sem einn af
þessum náungum sem virðast alltaf
vera í góðu skapi og sjá ávallt björtu
hliðarnar á tilverunni. Grétar Pétur,
sem er 41 árs gamall, er fæddur
spastískur. Hann hefur verið í sam-
búð með Laufeyju Þóru Olafsdóttur
í 13 ár. Saman eiga þau fimm börn,
það elsta 13 ára, næstelsta tíu ára og
þríbura sem eru sjö og hálfs árs
gamlir. Auk þess á Grétar Pétur 18
ára dóttur sem býr á Stokkseyri.
-En ætli fólk verði hissa þegar það
fréttir að hann eigi svona mörg
börn? „Já, það er alltaf jafn hissa.
Það veltir því fyrir sér hvernig mað-
ur fer að því að standa undir þessu,“
segir Grétar Pétur. „Ég er í eigin
húsnæði, er að vinna og tek þátt í
lífsgæðakapphlaupinu eins og hver
annar. Ég fæ ekki neina styrki fyrir
utan trygginguna sem allir öryrkjar
eru með, þannig að ég lifi hefð-
bundnu lífi eins og hver annar. Mín
fötlun háir mér ekki og hefur aldrei
gert. Þetta hefur bara gengið mjög
vel og ég held að fólk sé mest hissa
á því að maður skuli ekki vera inni á
þessum stofnunum vælandi alla
daga, betlandi einhverja aura.“
Grétar Pétur, sem hefur starfað við
bókhald hjá heildsöluversluninni
Borgarbörn í um fimm ár, vinnur svo
til fullan vinnudag. Hann stundar
æfingar hjá Sjálfsbjörg þrisvar í viku
og segir lítinn tíma til að gera mikið
meira. „Maður sinnir fjölskyldunni
fyrir utan vinnu og það tekur auðvit-
að sinn tíma.“
-En hvernig ætli þeim Grétari
Pétri og Laufeyju hafi orðið um þeg-
ar í ljós kom að Laufey gekk með
þríbura? „Við áttuðum okkur ef til
vill ekki á því strax. Við tókum
þessu bara nokkuð létt, ég held að
það hafi frekar verið fólkið í kring-
um okkur sem hafi fengið meira
sjokk heldur en við. Maður gerði sér
sjálfsagt ekki grein fyrir því hversu
gríðarl'eg vinna þetta yrði, það gerir
sér enginn grein fyrir því fyrirfram.
Þetta hefur aftur á móti gengið mjög
vel. Laufey er hörkudugleg kona og
hún var nú ekki nema 25 ára þegar
hún var orðin fimm barna móðir.
Annars gekk þetta ekki átakalaust
fyrir sig með þríburana vegna þess
að þeir fæddust tvo og hálfan mánuð
fyrir tímann. Strákurinn var á vöku-
deildinni í rúma þrjá mánuði og
stelpurnar í tvo mánuði. Samanlagt
voru þau 13 merkur eða eins og eitt
normalt barn. Hann var 5 merkur og
þær fjórar hvor, þannig að það segir
allt sem segja þarf. En sem betur fer
fór allt vel og þeim vegnar vel í
dag.“
Grétar Pétur segir fötlun sína ekki
gera það að verkum að hann taki
minni þátt í umönnun barnanna.
„Ég tek eins mikinn þátt í því og ég
get, það er ekkert öðruvísi hjá okkur
en öðru fólki. Laufey vinnur frá kl.
6 á morgnana til tvö á daginn, þann-
ig að það lendir á mér að drífa
krakkana á fætur og í skólann. Síð-
an fer ég bara í mína vinnu og Lauf-
ey sækir þríburana eftir vinnu. Þetta
10