Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.06.1999, Page 11
Klifur
hefur gengið ágætlega.“
Grétar Pétur, sem er fæddur í Vest-
mannaeyjum, kynntist Laufeyju
þegar foreldrar hans fluttu til Selfoss
árið 1986, þar sem Laufey er fædd.
„Við kynntumst upp á gamla góða
mátann, á einhverjum skemmtistað,
eins og um 80% af íslendingum,"
segir Grétar og hlær. „Við vorum
búin að vera saman í u.þ.b. ár þegar
við byrjuðum að búa saman.“
Mikilvœgt að vera jákvœður
-Þú ert hress náungi, finnst þér mik-
ilvægt að vera jákvæður og líta
björtum augum á lífið og tilveruna?
„Já, það gengur náttúrulega ekkert
annað, alla vega ekki hjá mér. Ég
hef aldrei látið mitt líkamsástand
hamla mér á nokkurn hátt og hef
ekki fundið neitt sérstaklega fyrir
því. Ég kemst allra minna ferða,
keyri bíl, er í vinnu og þar fram eftir
götunum. Ég ólst upp í hópi sex
systkina og að mörgu leyti voru það
forréttindi að fá að alast upp í Vest-
mannaeyjum. Ég var alltaf jafningi
annarra krakka og varð aldrei
nokkurn tímann fyrir aðkasti í skóla.
Yfirleitt hef ég alltaf átt gott með að
svara fyrir mig, þannig að ég notaði
það óspart og það hjálpaði mér mik-
ið. Ég varð aldrei fyrir aðkasti, ekki
meira en bara gengur og gerist hjá
öðrum. Sumir eru líka veikari fyrir
því en aðrir, sumir standa það af sér
og aðrir ekki. Þá spilar fötlunin ekk-
ert endilega inn í ______________
það, heldur hvernig
einstaklingurinn er.“
-Hvernig voru að-
stæður fyrir þig þar
sem þú ólst upp í
Vestmannaeyjum?
„Það var náttúrulega
ekkert gert ráð fyrir -----------
okkur aumingjunum
þar, það var ekki gert ráð fyrir einu
né neinu, neins staðar. Það var
hvergi farið að vinna sérstaklega í
málefnum öryrkja, ekki að ég man
eftir. Ég bjó til að mynda í húsi sem
var á tveimur hæðum og ég skreið
upp og niður stigana sem barn. Mað-
ur var bara látinn grenja niðri þang-
að til maður kom sjálfur upp. Ég var
algjörlega látinn bjarga mér sjálfur,
,Ég var alltaf jafningi
annarra krakka og
varð aldrei nokkurn
tímann fyrir aðkasti
í skóla.“
eins mikið og hægt var, og eftir á að
hyggja var það kostur."
Fólki refsað fyrir að reyna að
bjarga sér
Grétar Pétur hefur verið í stjórn
Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu
í um fjögur ár, auk þess að sitja í
ýmsum nefndum og þekkir því vel
til málefna fatlaðra. Hann segir að-
stöðuna hjá Sjálfsbjörg hvað varðar
æfingaaðstöðu og annað vera til fyr-
irmyndar og að ___________________
staðið sé að öllu
eins vel og hægt
er. „Það hefur
auðvitað margt
breyst í málefnum
fatlaðra frá því að
ég var barn. Hins
vegar er enn margt
sem betur mætti
fara. Eitt af bar-
áttumálum öryrkja
til langs tíma hefur
t.d. verið að afnema tekjutengingu
við maka sem mér finnst alveg for-
kastanlegt að skuli vera við lýði.
Með því er beinlínis verið að refsa
fólki fyrir að reyna að bjarga sér.
Mér finnst það bara vera hið besta
mál ef öryrkjar bæði nenna og hafa
getu til að vinna og fara að vinna.
Það á ekki að hafa það í för með sér
að þeir tapi réttindum út á það. Ef
makinn vinnur og hefur meira en 30-
40 þúsund krónur á mánuði þá
_______________ skerðast bæturnar
hjá hinum aðilan-
um. Það hefur ver-
ið mikið rætt og
skrifað um þetta og
þetta er náttúrulega
til háborinnar
skammar. Ég hélt
_______________ að það væri bara
gott mál ef menn
reyndu að bjarga sér ofan á hitt. Ör-
yrkjar fá þessar bætur vegna þess að
þeir hafa kannski ekki sömu mögu-
leika og aðrir að vinna alla vinnu.
Maður stekkur ekkert á togara í einn
túr til að redda einhverjum málum,
eins og margur gerir. Maður verður
bara að vinna við það sem maður
getur unnið, annað er ekkert í boði.
Þess vegna finnst mér afskaplega
„Ég bjó til að mynda í
húsi sem var á tveimur
hæðum og ég skreið upp
og niður stigana sem
barn. Maður var bara
látinn grenja niðri
þangað til maður kom
sjálfur upp.“
undarlegt að það þurfi að taka af
þessum örorkubótum sem er nú ekki
gæfulegt að lifa af fyrir þá sem eru
ekkert að vinna. En það er vonandi
að það fari að þokast eitthvað í þess-
um málum á næstunni.
Þá finnst mér einnig skorta mikið
á félagslega aðstoð við fatlaða.
Margt af þessu fólki fer varla út fyr-
ir hússins dyr, fólk sem er á besta
aldri.“ Grétar Pétur segir hins vegar
miklar breytingar hafa átt sér stað
síðan lottóið kom
til sögunnar en það
hafi gert Öryrkja-
bandalaginu kleift
að kaupa íbúðir
fyrir öryrkja.
„Þetta gerir það að
verkum að nú er
ekki endilega verið
að smala öryrkjum
inn í eitt hús eins
og rollum inn í
fjárhús, heldur eru
þeir í íbúðum út um allan bæ innan
um annað fólk.“
Grétar Pétur segist ekki þekkja
marga fatlaða einstaklinga sem eigi
mörg börn og lifi fjölskyldulífi eins
og hann. „Það eru meira og minna
einstaklingar sem búa í Hátúni. Ég
þekki eina konu sem er spastísk eins
og ég sem á barn, en ég er örugglega
sá sem á flesta krakkana. En ætli
maður láti þetta ekki duga, það er yf-
irdrifið nóg að eiga sex krakka.
Þjóðfélagið í dag býður ekkert upp á
það að fólk eignist svona mikið af
börnum, hvort sem um er að ræða
öryrkja eða aðra. Það kostar stórfé
að vera með börn í dag. Síðan á nú
elsta dóttir mín von á barni innan
skamms þannig að ég verð bráðum
afi,“ segir Grétar Pétur að lokum og
stoltið leynir sér ekki.
Viðtal: Kristrún M. Heiðberg.
éUErnst&Young
BNDURSKODUN & RÁÐGIÖF
11