Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.06.1999, Page 14

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.06.1999, Page 14
Klifur Fatlaðir nemendur og Háskóli íslands Starfandi námsráðgjafar við Háskóla Islands. Taliðfrá vinstri: Mikael M. Karls- son próf. í heimspeki og rekstrarstjóri Námsráðgjafar, Hrafnhildur Kjartansdóttir námsráðgjafi, Auður R. Gunnarsdóttir námsráðgjafi, Magnús Stephensen fulltrúi, Ragna Olafsdóttir námsráðgjafi og Arnfríður Olafsdóttir námsráðgjafi. * Háskóli Islands hefur leg- ið undir ámæli á síðustu misserum fyrir að sinna ekki sem skyldi nemend- um með sérþarfír. Blaða- maður Klifurs leitaði til Magnúsar Stephensen, fulltrúa Námsráðgjafar ✓ Háskóla Islands og bað hann um að segja frá stöð- unni í málefnum fatlaðra nemenda við háskólann. Að sögn Magnúsar hefur fjöldi þeirra sem þurfa á sér- úrræðum að halda í námi við HÍ farið stigvaxandi á síðustu árum. Skólaárið 1995-1996 hafi Námsráð- gjöf Háskóla íslands, NHÍ, liðsinnt um það bil 60 nemendum með sér- þarfir. „Það nýmæli var tekið upp síðastliðið haust - að frumkvæði Mikaels M. Karlssonar, rekstrar- stjóra NHÍ, - að nemendur með sér- þarfir gera nú sérstakan samning við Háskóla íslands. í samningnum eru sérþarfir hvers nemanda skilgreindar í samráði við námsráðgjafa, raunhæf námsáætlun er lögð fram og háskól- inn og nemandinn skuldbinda sig síðan til að framfylgja ákvæðum samningsins eftir því sem kostur er á. Skólaárið 1998-1999 voru gerðir 96 samningar af þessum toga. Þar að auki er alltaf talsverður hópur nemenda sem leitar eftir sérúrræðum í prófum án þess að gera sérstakan samning. Af þessum 96 nemendum eru 50 með lesblindu, einn er fjöl- fatlaður, fimm hreyfihamlaðir, þar af tveir í hjólastól, 23 með langvarandi veikindi, til að mynda flogaveiki, gigtarsjúkdóma, sykursýki, veikindi eftir slys og fleira, 14 eiga við sál- ræn vandkvæði að glíma og þrír eru verulega sjónskertir.“ Magnús segir úrræði fyrir þessa nemendur vera margvísleg. I því sambandi nefnir hann alhliða að- stoðarmannakerfi, sem sé gjarnan byggt á samnemendum þess fatlaða, stuðningsviðtöl, ritari í prófum, inn- lestur á hljóðsnældur, breyttar kröfur um námsframvindu, lenging á próf- tíma, tölvuherbergi fyrir þá sem taka próf á tölvu, einrými fyrir þá sem eiga við sálræn vandamál að etja, prófkvíðanámskeið, námstækninám- skeið, munnleg próf og skönnun námsefnis. Mun virkara ferli en áður Magnús segir fyrrgreindan samning, sem fatlaðir nemendur með sérþarfir gera við háskólann, hafa haft mikil- vægar breytingar í för með sér. „Nú er í fyrsta skipti vel samhæft og skipulegt samstarf milli allra þeirra aðila innan háskólans sem með ein- hverjum hætti geta greitt fyrir að- gengi og úrræðum í námi og við próftöku fatlaðra stúdenta. Fram- kvæmdastjóri kennslusviðs, Þórður Kristinsson, prófstjóri háskólans, Hreinn Pálsson, námsráðgjafar há- skólans, kennarar við HI og skrif- stofustjórar allra deilda háskólans og samstarfsmenn þeirra eru virkir þátt- takendur í að framfylgja samningun- um, hver og einn í samræmi við sitt hlutverk. Þetta hefur leitt til þess að allt það ferli sem fatlaðir nemendur komast ekki hjá að ganga í gegnum er mun virkara en áður. Síðan er það á endanum hlutur Námsráðgjafar há- skólans að hafa yfirsýn yfir fram- kvæmdina og halda utan um og miðla upplýsingum til viðkomandi 14

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.