Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.06.1999, Side 19
Klifur
til vinnu og lifa sjálfstæðu lífi,
a.m.k. að svo miklu leyti sem vinnu
er að fá. Atvinnuleysi í Bosníu er
reyndar í kringum 50% um þessar
mundir og í serbneska hlutanum er
ástandið sérstaklega slæmt þar sem
nærri 80% eru án atvinnu.
Að sögn Huldar Magnúsdóttur,
gæðastjóra Össurar hf., eru margir í
Bosníu að fá sinn annan gervifót.
Þeir fengu ódýran plastfót fyrst sem
er eingöngu skammtímalausn. Starf
Össurar hf. í Bosníu heyrir til undan-
tekninga og væri ekki í gangi ef ekki
kæmi til frumkvæði og atbeini ís-
lenskra stjórnvalda í samstarfi við
Alþjóðabankann. „Yfirleitt fara vör-
ur okkar ekki til stríðshrjáðra landa,
einfaldlega vegna þess að trygginga-
stofnanir erlendra ríkja eru helstu
viðskiptavinir okkar og heilbrigðis-
kerfið í borgum á borð við Angóla,
Mósambik og Afganistan er ekki í
stakk búið til að bregðast við með
þessum hætti.“
Börnum stafar mest hœtta af
jarðsprengjum
Þó að stríðinu í Bosníu-Hersegóvínu
eigi að heita lokið eru hætturnar ekki
úr sögunni. Jarðsprengjur leynast
víða og því miður eru það börn og
unglingar sem eru stærsti áhættu-
hópurinn. „Það er erfiðara að gera
börn meðvituð um hætturnar heldur
en fullorðna. f leikjum gleyma börn
auðveldlega boðum og bönnum full-
orðna fólksins, þau vilja kanna nýja
stigu og þá er hættan á næsta leiti,“
segir Huld.
Að sögn Huldar eru aðstæður í
Bosníu hrikalegar. „Fólk sem slas-
aðist í stríðinu var drifið á spítala og
fóturinn bara höggvinn af. Ekki
margra klukkutíma aðgerð eins og
hér heima og ekki verið að hugsa um
taugaenda og húð. Ekki er hugað að
því við aðgerð hvers konar gervifót
sjúklingurinn þarf að henni lokinni. í
ofanálag er mikið um ígerðir eftir
aðgerð. Ljósi punkturinn er hins
vegar sá að Bosníumönnum hefur
tekist mjög vel að tileinka sér hina
nýju stoðtækni okkar og Össur hf. er
í mjög góðu samstarfi við stoðtækja-
verkstæði í borgunum Sarajevo,
Tuzla, Moztar, Zenica og Livno.“
Taliðfrá vinstri: Senad Terovic (26 ára), Celina Jasmina (39 ára), Adis Jahic (17
ára) og Edis Sadovic (25 ára) eru öll með gervifœtur. Adis Jahic var aðeins 10
ára gamall er hann varðjyrir sprengju.
Samstarf Össurar hf við Rauða
krossinn í Finnlandi
Eftir að hafa verið í Bosníu gekk
Össur hf. til samstarfs við Rauða
krossinn í Finnlandi sem hafði
reynslu í landinu, en þess má geta að
finnski Rauði krossinn framleiðir
sjálfur gervifætur. Saman hafa þess-
ir aðilar skipulagt málin og í fram-
haldi af því hve vel hefur tekist til
um samstarf Össurar hf. við íslensk
stjórnvöld og utanríkisráðuneytið,
hefur finnska ríkið ákveðið að hluti
af gjöf Finna til Bosníu verði sams
konar og sú sem íslendingar hafa
staðið að. I því skyni munu Finnar
kaupa stoðtæki frá Össuri hf.
Margrét G. Ormslev.
Celina Jasmina stundar vinnu sína á skrifstofu í Sarajevo.
19