Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.06.1999, Síða 23

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.06.1999, Síða 23
Klifur Rauði krossinn: Alþjóðleg • myndlistarsamkeppi Búlgarski Rauði krossinn gengst á þessu ári fyrir al- þjóðlegri myndlistar- og list- munasamkeppni fyrir andlega og eða líkamlega fötluð börn undir heit- inu: „Hvernig líst þér á myndverkið mitt?“ Þetta er í þrettánda skipti sem slík samkeppni er haldin. Islensk börn hafa verið meðal þátttakenda í fimm síðustu skiptin. Þau hafa alltaf feng- ið verðlaun og síðast þegar íslensk börn tóku þátt komu fimm verðlaun í hlut íslenskra barna. Þau verk sem hljóta verðlaun í keppninni í ár verða sýnd á sérstakri sýningu í Búlgaríu vorið 2000. Þúsundir barna um allan heim hafa tekið þátt í þessari samkeppni og er þetta góður vettvangur til þess að koma verkum fatlaðra barna á fram- færi. Reglur fyrir keppnina: 1. Samkeppnin er opin andlega og likamlega fötluðum börnum á aldr- inum 5-15 ára. 2. Verkin mega vera eins og hér greinir: a) málverk b) teikningar c) samsett myndverk. 3. Hvert barn má senda mest tvö verk. 4. Þema verkanna er óbundið. 5. Listaverkum skal pakkað flötum í góðum pappír og stoppað vel með- fram. Munum úr brothættum efnum verður að pakka tryggilega í kassa og merkja (RKÍ mun síðan fá fag- mann til þess að líma myndirnar á stíft „karton“ þannig að heildarsvip- ur verði á öllum verkum). Merkja þarf hvert listaverk og fylla út þátt- tökueyðublað og getur hver skóli eða stofnun ljósritað það fyrir sig. 6. Öll verkin verða metin og þeim skipt í tvo flokka eftir fötlun lista- mannanna. 7. Að samkeppninni lokinni verða verkin ekki endursend heldur verða þau notuð til sýningar og skreyting- ar á barnadeildum sjúkrahúsa, með- ferðarstofnana og skólum í Búlgar- íu. Ungmennahreyfing Búlgarska Rauða krossins getur einnig notað sum verkanna í fjáröflunarskyni fyr- ir fötluð eða munaðarlaus börn. 8. Búlgarski Rauði krossinn áskilur sér rétt til eftirprentunar listaverk- anna. 9. Verðlaun verða veitt fyrir bestu verkin. Allir þátttakendur fá lítinn minjagrip sem þakklætisvott. Verkin þurfa að berast Rauða krossi Islands fyrir 1. ágúst 1999. Vonast er eftir þátttöku sem flestra. Nánari upplýsingar veitir Konráð Kristjánsson, deildarstjóri barna- og ungmennamála hjá Rauða krossi ís- lands. Netfang: (konrad @ red- cross.is). Vinsamlegast sendið listaverkin til: Rauði kross Islands Efstaleiti 9 103 Reykjavík Merkt: Myndlistarkeppni '99. 23

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.