Morgunblaðið - 11.12.2021, Síða 1
L A U G A R D A G U R 1 1. D E S E M B E R 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 291. tölublað . 109. árgangur .
Mitsubishi Eclipse Cross PHEV
Nýja ljósið í
skammdeginu
HEKLA · sími 590 5000 · Laugavegi 170 · hekla.is/mitsubishisalur
*Um áramót falla niður ívilnanir stjórnvalda og þar með niðurfellingar á virðisaukaskatti sem eru um 960.000 kr.
Komdu í heimsókn í dag og gæddu þér á jólalegum veitingum.
Tryggðu þér nýjan tengiltvinnbíl fyrir áramót á frábæru verði
frá aðeins 5.490.000 kr. til afhendingar strax.
Sparaðu 960.000 kr.*
jolamjolk.is
Stekkjastaur
kemur í kvöld
dagar til jóla
13
SVANDÍS HEITIR
ÞVÍ AÐ VINNA
Í ÁTT AÐ SÁTT
ÖNNUR
ÁSÖKUN
BÆTIST VIÐ
RITSTULDUR 2 & 8200 MÍLUR 32 SÍÐUR
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Hagræðing sem næst fram með
kaupum Seðlabanka Íslands á 7,33%
hlut í Reiknistofu bankanna, RB,
gæti skilað yfir 500 milljónum króna
á ári að sögn Gunnars Jakobssonar
varaseðlabankastjóra.
„Með tilfærslu ARK- og SWIFT-
kerfa til RB auk sameiningar við
JCC, seðlaver kerfislega mikilvægu
bankanna, næst fram hagræðing
strax. Auk þess sem kostnaðurinn af
kerfum í útleiðingu hleypur á nokkur
hundruðum milljónum á ári. Áætla
má því að hagræðingin sem um ræðir
gæti skilað yfir 500 milljónum króna
ári,“ segir Gunnar.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri
segir að miklu máli skipti að ná fram
fyrrnefndu hagræði enda fylgi gríð-
arlegur kostnaður þeim tölvukerfum
sem notuð eru í greiðslumiðlun bank-
anna. Kostnaður sem á endanum
lendir á notendum bankaþjónustu.
Skýr markmið
Að sögn Gunnars kemur Seðla-
bankinn inn í RB með skýr markmið,
að nútímavæða innviði og útleiða
kerfi á stórtölvu RB, að innleiða
staðlaðar reglubækur um uppgjör og
tæknistaðla að evrópskri fyrirmynd
og að koma á innlendri óháðri smá-
greiðslulausn (A2A) sem litið er á
sem þjóðaröryggismál.
Innleiðing A2A-lausna eflir þjóð-
aröryggi og dregur úr því að reiða
þurfi sig nær eingöngu á greiðslu-
kortainnviði í eigu erlendra aðila, þ.e.
Visa og Mastercard, að sögn Gunn-
ars. „Eins og þjóðaröryggisráð hefur
bent á er nauðsynlegt að búa til aðra
leið samhliða greiðslukortainnviðum.
Hún yrði þá um leið varaleið ef hin
erlendu fyrirtæki myndu af einhverj-
um ástæðum hætta að þjónusta Ís-
land.“
Hálfs milljarðs hagræðing
- Litið á smágreiðslulausn sem þjóðaröryggismál - Seðlabanki Íslands vill
með kaupum á hlut í RB nútímavæða innviði og innleiða staðlaðar reglubækur
Kaup
» Greiðsluveitan ehf., dótt-
urfélag Seðlabanka Íslands,
seldi ARK kerfi sitt gegn 7,33%
eignarhlut í RB.
» RB keypti jafnframt SWIFT-
þjónustu Greiðsluveitunnar.
» Einnig hafa Mentis, Valitor
og Salt Pay selt hluti sína í RB.
» Nú einungis í eigu innláns-
stofnana og Greiðsluveitunnar.
MSÍ eignast 7,33% hlut í RB »22
Ný Suðurey VE kom til heimahafnar
í fyrsta sinn í Vestmannaeyjum um
hádegisbil í gær. Ísfélag Vest-
mannaeyja festi kaup á skipinu eftir
að ljóst varð að uppsjávarskipin þrjú
myndu líklega ekki duga til að ná öll-
um þeim afla sem sem úthlutaður
hefur verið á yfirstandandi loðnu-
vertíð. Skipstjórinn Bjarki Krist-
jánsson kveðst spenntur að fá að
halda til veiða á Suðurey.
Koma skipsins er meðal umfjöll-
unarefna í sérblaði 200 mílna sem
fylgir Morgunblaðinu í dag. Þar má
meðal annars finna ítarlegt viðtal við
Svandísi Svavarsdóttur, nýjan sjáv-
arútvegs- og landbúnaðarráðherra,
og viðtal við Georg Lárusson, for-
stjóra Landhelgisgæslunnar, þar sem
fram kemur að stórir þyrludrónar
kunni að koma í gagnið á næsta ári.
Ljósmynd/Tói Vídó
Eyjar Ný Suðurey VE kemur til
hafnar í Eyjum í gærmorgun.
Ný Suðurey
til heima-
hafnar í gær
Opið var í Bláfjöllum í gær og í fyrradag og
skíðatímabilið því formlega hafið. Um 2.500
manns gerðu sér ferð upp í Bláfjöll í gær og að
sögn rekstrarstjóra skíðasvæðanna var færið
með besta mögulega móti. Viðraði vel til skíða
framan af degi en þó tók að blása þegar líða fór
að kvöldi. Útlit er fyrir að lokað verði um
helgina. „Það vill enginn sitja í lyftu í 30m/sek.,“
sagði rekstrarstjóri Bláfjalla.
Morgunblaðið/Eggert
Kátir gestir búa sig undir brun um brekkur Bláfjalla