Morgunblaðið - 11.12.2021, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 11.12.2021, Qupperneq 2
Norðmaðurinn Magnus Carlsen varði í gær heimsmeistaratitilinn í skák þegar hann sigraði Rússann Ian Nepomniachtchi í elleftu einvíg- isskák þeirra um titilinn. Carlsen, sem hefur einokað heimsmeistaratitilinn frá árinu 2013, kvaðst „ánægður með tafl- mennsku“ sína í einvíginu er hann ræddi við blaðamenn í kjölfar sig- ursins. Með sigrinum tryggði Carlsen sér 7,5 vinninga gegn 3,5 vinningum Nepomniachtchis. 180 milljónir í verðlaunafé Carlsen hafði svart í gær. Skákin var í jafnvægi fram í 22. leik þegar Nepomniachtchi virtist leika illa af sér. Carlsen var samt nokkuð lengi að innbyrða vinninginn en eftir 49 leiki hafði Nepomniachtchi fengið nóg og gafst upp. Verðlaunaféð í einvíginu nam 2 milljónum evra, jafnvirði nærri 300 milljóna króna. Fær Carlsen 60% heildarupphæðinni sem nemur 180 milljónum króna. »27 Carlsen heimsmeistari í skák - Fimmti titillinn í röð - 180 milljónir króna í verðlaunafé AFP Yfirburðir Carlsen þykir meðal fremstu skákmanna sögunnar. 2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2021 JólaLottó! Þessi og fleiri frábær flug- og hóteltilboð á www.plusferdir.is Ámaður ekki skilið gott tjill um jólin og um áramótin? Ná stressinu úr skrokknum, mæta núllstillt inní næsta ár. Bókaðu hjá okkur SólarLottó til Tenerife og við sendum þér upplýsingarnar um hótelið nokkrum dögum fyrir brottför SÓL UMJÓLOG ÁRAMÓT STRÖNDIN KALLAR! SÓLARLOTTÓ TENERIFE Brottför 23. desember - 06. janúar flug, gisting og innritaður farangur. 149.900 kr. Verð á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn Verð 172.900 kr. á mann m.v. 2 fullorðna og 1 barn Verð 216.900 kr. á mann m.v. 2 fullorðna til Tenerife Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. strönd sem hafi fyrr á tíð verið „sjálfskipaður áningarstaður“ þegar riðið var fyrir Klofning. „Í Snorraskjólum er nokkuð um að slegið hafi verið undir í barn og stundum í ótíma eða til þess höfð viðleitni, þótt ei mætti takast. Er enn einhver mögnun eða útgeislun á þessum áningarstað frá fyrri tíð. Rís mönnum þar gjarnan hold að þarf- lausu, einum á ferð. Einnig slaknar konum þar skaut þó einsamlar séu. Hafa orðið eftir í Snorraskjólum ein- hverskonar taufur, sambærileg við reimleika þar sem voveiflegir at- burðir hafa átt sér stað, nema þvert á móti.“ Í bók Bergsveins Svar við bréfi Helgu, sem gefin var út árið 2010, kemur að nokkru leyti fyrir sama orðalag og í bók Finnboga, nema Sigurður Bogi Sævarson sbs@mbl.is „Jú, líklega er þetta ritstuldur hjá Bergsveini en hann vildi ekki viður- kenna það á sínum tíma þegar ég bar það upp á hann,“ segir Finnbogi Hermannsson, rithöfundur í Hnífs- dal. Nú í vikunni sté Bergsteinn Birgisson fram og sakaði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra um að hafa byggt nýja bók sína, Eyjan hans Ingólfs, á verki sínu Leitin að svarta víkingnum án þess að geta þess í nokkru. Hugmyndir um land- nám Íslands sem settar eru fram í bókinni væru sínar en ekki Ásgeirs. Sá andmælir þessum ásökunum. Slaknar konum þar skaut Árið 2003 sendi Finnbogi Her- mannsson frá sér bókina Einræður Steinólfs, sem var ævisaga Steinólfs Lárussonar, bónda í Ytri-Fagradal á Skarðsströnd í Dölum – jafnhliða því að vera lýsing á ýmsum staðháttum þar um slóðir. Í þeirri bók (bls. 106 ) segir þar m.a. frá Ballará á Skarðs- hvað Snorraskjól er nú kennt við Freyju. Í bókinni segir (bls. 24): „Síðan fór ég á lullinu fram hjá Freyjuskjóli þar sem mönnum rís hold og konum slakna skaut, að þarf- lausu einum á ferð, enda um gamlan áningarstað að ræða þar sem gjarna var slegið undir í barn. Þar í þeim fornu taufum fór ég hægt og hugsaði til þín.“ Ætti að vera stoltur af Finnbogi Hermannsson segir að nokkuð sé um liðið frá því athygli sín á þessari frásögn var vakin. Til sín hafi hringt glögg kona sunnan af Álftanesi og sagt sér frá þessu. Hann hafi þó ekki gert neitt í málinu enda seinþreyttur til vandræða. „Eftir því sem Bergsveini Birgis- syni hefur vaxið fiskur um hrygg sem rithöfundi og fræðimanni ætti ég eiginlega að vera stoltur af því að hann skuli hafa þurft að stela mínum textum. Ég hef heldur enga siða- nefnd til að klaga í, hvað þá dómstóla á Norðurlöndum sem einn skáldyrð- ingur á 66 gráðum norður. Ég hef kosið að kalla mig orðasmið eða skáldyrðing eins og sá guðsvolaði trosberi Magnús Hj. Hjaltason, alías Ólafur Kárason Ljósvíkingur,“ sagði Finnbogi Hermannsson við Morg- unblaðið í gær. »8 Orðalag sama og líklega ritstuldur Morgunblaðið/Sigurður Bogi Höfundur Finnbogi Hermannsson hér með bók sína Einræður Steinólfs, ævi- sögu og héraðslýsingu úr Dölum, frá 2004, sem hann endurútgaf árið 2019. Rithöfundur Bergsveinn sendi frá sér Svar við bréfi Láru árið 2010. - Bergsveinn gagnrýndur - Setningar úr Svari við bréfi Helgu enduróma lýsingar í Einræðum Steinólfs - Engin siðanefnd til að klaga í og seinþreyttur til vandræða, segir Finnbogi Hermannsson Skíðasvæðið í Bláfjöllum opnaði í fyrradag og var þá einnig opið á svæðinu í gær. Einar Bjarnason, rekstrarstjóri skíðasvæðanna, segir tímabilið fara afar vel af stað en um tvö þúsund og fimm hundruð manns gerðu sér ferð upp í Bláfjöll í gær. „Við erum bara gríðarlega sátt við þetta svona miðað við að þetta er bara dagur tvö á tímabilinu og margir með hugann við jólin,“ segir Einar í samtali við Morgunblaðið. Hann segir færið hafa verið með eindæmum gott, bæði í gær sem og í fyrradag. Raunar svo gott að hann sagðist varla muna eftir sambæri- legu færi hér á landi. „Það er bara langt síðan það hefur verið svona gaman á skíðum, manni leið eiginlega bara eins og maður væri í Ameríku en ekki í Bláfjöll- um.“ Vegurinn ófær um stund Tilkynning barst frá skíðasvæðinu um áttaleytið í gær þess efnis að vegurinn upp að svæðinu væri ófær. Þá festist bíll á veginum, enda var afar hált og snjór á veginum. Einar segir þó að vel hafi gengið að leysa það og vegurinn því lokaður í ein- ungis tíu mínútur. „Þetta hefði getað verið alveg ömurlegt en svo tók þetta ekki nema um tíu mínútur svo þetta slapp mjög vel. Undirbúningsvinna fyrir skíða- tímabilið hefst að jafnaði í maí að sögn Einars. Þá sé sumarið nýtt í viðgerðir á tækjabúnaði auk al- menns viðhalds á húsum og slíku. „Það þarf að smyrja allan búnað og viðhalda öllu svæðinu. Það gerum við almennt að sumri til, svo þegar fyrsti snjórinn fellur þá klárum við undirbúninginn. Við erum í raun í viðhaldsvinnu alla níu mánuðina sem alla jafnan er lokað.“ Sóttvarnir ekki til trafala Bláfjöll hafa leyfi til þess að taka á móti 75% af þeim fjölda sem venju- lega væri leyfi fyrir á svæðinu vegna takmarkana. Einar segir að sótt- varnaráðstafanir séu ekki til neinna trafala eins og stendur. „Við bara biðjum fólk um að virða nándarreglur og bera andlitsgrímu þegar þess er þörf.“ Spurður hvort opið verði á svæð- inu um helgina segir hann: „Við vær- um svo sannarlega til í það en ef marka má veðurspá þá mun enginn vilja vera hér á morgun, enda spáð hálfgerðu fárviðri á svæðinu.“ Morgunblaðið/Eggert Vel mætt í fjallið Færið var með fádæma góðu móti í Bláfjöllum í gær. Man varla eftir jafn góðu færi - Fyrstu tveir dagarnir lofa mjög góðu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.