Morgunblaðið - 11.12.2021, Síða 4

Morgunblaðið - 11.12.2021, Síða 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2021 Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Fékk bíllinn ekki skoðun? Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl Sameinuð gæði BJB-Mótorstilling þjónustar flesta þætti endurskoðunar anngjörnu verði og að ki förum við með bílinn n í endurskoðun, þér kostnaðarlausu. á s au þin að Það hefur sýnt sig að íslenska þjóðin stendur saman, sýnir stuðning og samhug eftir bestu getu. Hægt er að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119 S. 551 4349, 897 0044, maedur@simnet.is Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur JÓLASÖFNUN Áður en kom að sýningunni í London höfðu aðstandendur Dýrs- ins verið í Bandaríkjunum með sýn- ingar og móttökur fyrir Ósk- Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta hefur eiginlega verið æv- intýraleg sigurganga til þessa,“ seg- ir Hrönn Kristinsdóttir, annar framleiðandi kvikmyndarinnar Dýrsins sem var sett í sýningar í kvikmynda- húsum í Bret- landi í gær. Hrönn og aðrir aðstandendur myndarinnar voru viðstaddir hátíðarfrumsýn- ingu á Dýrinu í London á miðvikudag en fyrr í vik- unni hafði Pete Bradshaw, gagnrýn- andi The Guardian, farið lofsam- legum orðum um myndina í fjögurra stjörnu dómi. „Það var fullt hús og góð stemning. Gestirnir voru allir með lambagrímur sem var mjög skemmtilegt,“ segir Hrönn um frumsýninguna sem var í hinu forn- fræga Ritzy-bíói. arsakademíuna en myndin verður sem kunnugt er framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna í ár. „Dreifing- arfyrirtæki okkar í Bandaríkjunum, A24, setti upp flotta herferð og telur að við eigum séns að komast á listann,“ segir Hrönn en 21. desem- ber kemur í ljós hvaða 10-15 myndir eiga möguleika á tilnefningu sem besta erlenda myndin á Óskarnum. Í febrúar er svo tilkynnt hvaða fimm myndir hljóta tilnefningu. Dýrið hefur notið mikillar vel- gengni í Bandaríkjunum frá því myndin var frumsýnd þar í landi í október. Myndin hefur tekið inn um 2,7 milljónir dollara í miðasölu og yfir 2,8 milljónir dollara á heims- vísu. Það jafngildir um 365 millj- ónum íslenskra króna. „Það er óvenjulegt fyrir skandinavískar myndir og myndir sem eru ekki á ensku að fá slíka aðsókn í Banda- ríkjunum. Þetta eru ekki peningar sem renna beint til okkar. Það er markaðskostnaður og ýmislegt ann- að sem gengur fyrir,“ segir Hrönn. Dýrið var sýnd í 578 sölum í Banda- ríkjunum í upphafi en gekk svo vel að sölunum var fjölgað í 800. Hún er nú aðgengileg á efnisveitum. „Við vorum í góðum félagsskap með James Bond og Dune í bíóunum. Við vorum ánægð með það.“ Um sex þúsund sáu Dýrið í kvik- myndahúsum á Íslandi og játar Hrönn aðspurð að hún hefði gjarnan viljað að þeir væru fleiri. Myndin er nú komin á efnisveitur hér. Fram undan eru svo frumsýn- ingar í fleiri löndum. „Frakkar ætla að gera hana að jólamynd og frum- sýna 29. desember. Pólland opnar á nýársdag sem er mjög góður tími. Hún er í sýningum á Spáni núna og svo leiðir eitt af öðru. Það er nú þegar búið að selja hana um allan heim, nema til Kína. Það kemur kannski síðar,“ segir Hrönn enn fremur. „Ævintýraleg sigurganga“ Dýrsins - Kvikmyndin var frumsýnd í London í vikunni - Vel heppnuð kynningarherferð fyrir Óskarsverð- launin að baki - Hefur tekið inn 365 milljónir króna í miðasölu - Fer í sýningar víða í Evrópu AFP Stemning Gestir á frumsýningu Dýrsins í London settu upp lambagrímur fyrir sýningu. Myndinni var vel tekið og er nú komin í almennar sýningar. Hrönn Kristinsdóttir Söngvarinn og tónlistarmaðurinn Birkir Blær Óðinsson vann í gær- kvöldi sænsku Idol-söngkeppnina eftir æsispennandi og glæsilega úr- slitakeppni. Keppnin var sýnd á sænsku sjónvarpsstöðinni TV4. Birkir og Jacqline Mossberg Mounkassa kepptu til úrslita og þóttu bæði standa sig vel, en þau fluttu fjölda laga á lokakvöldinu. Saman tóku þau lagið The Days eftir plötusnúðinn og tónlistar- manninn Avicii sem lést árið 2018. Birkir tók í kjölfarið lögin All I Ask eftir Adele og It’s A Man’s World með James Brown. Í þriðju og síðustu atrennu tók parið lagið Weightless hvort í sínu lagi en það lag var samið sér- staklega fyrir keppnina í ár. Báðir keppendur hlutu mikið lof frá bæði áhorfendum og dómurum en Birkir hafði betur að lokum í símakosningu. Birkir Blær sigraði í sænsku Idol-keppninni Skjáskot/Instagram Birkis Blæs Stjarna Birkir Blær söng meðal annars All I Ask eftir Adele og hlaut mikið lof fyrir. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Úrskurðarnefnd umhverfis- og auð- lindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúa Sveit- arfélagsins Árborgar um að sam- þykkja byggarleyfi fyrir fjórbýlis- hús á Selfossi. Húsið er fullbyggt, íbúðirnar seldar og fólkið flutt inn. Bæjarstjóri vonast til að hægt sé að leysa úr málinu án þess að gerð verði krafa um niðurrif nýbyggða hússins. Úrskurðarnefndin hefur áður látið deilumál við götuna til sín taka. Í skipulagi hverfisins er fyrst og fremst gert ráð fyrir einbýlishúsum. Verktaki sem keypti lóðina Fagur- gerði 12 óskaði í byrjun síðasta árs eftir leyfi til byggingar fjórbýlis- húss á lóðinni og var það samþykkt í bæjarstjórn að loknu skipulags- ferli og grenndarkynningu. Eigandi næsta húss gerði athugasemdir við áformin á ýmsum stigum og kærði deiliskipulagsbreytingu og útgáfu byggingaleyfis. Úrskurðarnefndin vísaði frá kröfunni um ógildingu deiliskipulagsbreytingar en úr- skurðaði að felld skyldi úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúa Ár- borgar um að gefa út byggingar- leyfi fyrir fjórbýli. Rökin voru eink- um þau að sveitarstjórn hafi ekki samþykkt byggingaleyfið eins og áskilið sé en það var samþykkt á af- greiðslufundi byggingafulltrúa með þeim fyrirvara að brugðist yrði við athugasemdum kæranda. Því sé byggingaleyfið ekki í samræmi við gildandi skipulag. „Leiðinlegt mál“ Gísli Halldór Halldórsson bæjar- stjóri segist eiga eftir að fara betur yfir niðurstöðu málsins með lög- fræðingum og byggingarfulltrúa. Hann segist þó ekki hafa átt von á þessari niðurstöðu. „Þetta er leið- inlegt mál. Það urðu hjá okkur mis- tök í stjórnsýslunni við að afgreiða málið og svara erindum kæranda sem gerir málið verra. Ástæða er til að biðja hlutaðeigendur afsökunar á því,“ segir Gísli Halldór. Spurður um leiðir til lausnar seg- ir bæjarstjórinn að vonandi verði hægt að vinna úr málinu á sem mildilegastan hátt. Vísar hann með því til þess að umsóknin verði unnin upp á nýtt, eins og húsið væri óbyggt. Segir hann að á síðustu ár- um hafi verið horfið frá því að gera kröfur um niðurrif mannvirkja þótt mistök hafi verið gerð. Segir hann að leitað verði samráðs við stjórn- völd um það hvernig bænum sé heimilt að bregðast við. Deiliskipulag við Fagurgerði hef- ur áður komið til kasta sömu úr- skurðarnefndar. Á árinu 2010 felldi hún úr gildi ákvörðun Árborgar um að heimila stækkun á húsi númer 1 og heimila byggingu húss á lóð númer 3. Taldi nefndin að skort hefði lagaskilyrði til þess að gera deiliskipulag fyrir lóðirnar án þess að jafnhliða væri að lágmarki unnið og samþykkt deiliskipulag fyrir götureitinn í heild. Morgunblaðið/Sigmundur Sigurgeirsson Selfoss Fjórbýlishúsið við Fagurgerði 12, sem ekki er með gilt byggingarleyfi. Nágranninn býr í húsinu fjær. Byggingarleyfi full- gerðs húss fellt úr gildi - Bæjarstjórinn á Selfossi vonast til að hægt verði að leysa úr málinu án þess að gerð verði krafa um niðurrif hússins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.