Morgunblaðið - 11.12.2021, Side 12

Morgunblaðið - 11.12.2021, Side 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2021 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is H ér er aldrei vont veð- ur,“ segir Sigurður Ægisson á Siglufirði þegar hann er spurð- ur hvernig viðrar fyr- ir norðan. „Ef það er einhver væta þá kalla Sigfirðingar það sóldögg,“ bætir hann við, vitnandi í gamlan vin. Sigurður er mikill fugla- áhugamaður, hefur fylgst með og myndað fugla í áraraðir og gefið út bækur um þá, nýlega kom út Fugla- dagbókin 2022, Fuglar á Íslandi og árstíðirnar fjórar. Þar getur fólk skráð tegundir og fjölda fugla þá daga sem því sýnist, hvernig viðrar og svo framvegis. Auk þess er í upp- hafi hverrar viku mynd og fróðleikur um 52 fugla. Sigurður segist hafa skrifað þessa fugladagbók því margt fólk á Íslandi gefi fuglum að stað- aldri að éta í sínum görðum og fylg- ist vel með þeim. „Þrjátíu þús- und manns eru í þremur hópum á fésbók sem tengdir eru fugl- um, tveir hópar fuglaljósmyndara og einn hópur sem heitir fugla- fóðrun. Útgáfa fugladagbók- arinnar á upphaf sitt í því að ég og Mikael sonur minn vorum staddir á Höfn í Hornafirði fyrir nokkrum ár- um, en þar var flækingsfugl sem okkur vantaði að sjá. Sá heitir græn- finka og þetta var þriðja atrenna okkar feðga til að sjá og mynda slík- an fugl. Við lögðum á okkur langt ferðalag, það er sjö tíma akstur héð- an til Hafnar og annað eins til baka. Fólkið á Höfn, sem sá grænfinkuna í garði sínum, bauð okkur inn í hús til sín svo við gætum myndað fuglinn. Þar á borði var sænsk fugladagbók, sem ég féll fyrir. Ég sá hvað það væri snjallt að geta skráð hjá sér hvaða fugla maður sér hvenær og hversu marga. Sjálfur gef ég fuglum að éta allt árið og þarf nauðsynlega svona bók, því það snjóar fljótt yfir minnið.“ Litlir fuglar ótrúlega sterkir Á Íslandi verpa um 75 tegundir fugla að staðaldri en rúmlega 400 fuglar hafa sést hér. „Helmingur þeirra fimmtíu og tveggja fugla sem eru í fugladagbók- inni eru íslenskir varpfuglar en helmingur flækingar. Mig langaði að beina kastljósinu að flækingsfuglum, því við fáum hingað til lands fugla frá Norður-Ameríku, Evrópu, Litlu- Asíu og enn sunnar. Ég setti hjá flækingsfuglunum upplýsingar um hvar og hvenær þeir hafa sést hér á landi, og annað um þá. Til dæmis var hettusöngvara fyrst getið sem hrakningsfugls á Íslandi 1939, en eftir það hefur hann verið árviss gestur. Ég merkti einmitt slíkan fugl árið 2016 á Siglufirði og hann lifði af norðlenskan vetur því hann náðist tvisvar um veturinn. Hann flaug svo heim að vori, því hann kom fram í júlí 2017 í Innverness í Skotlandi. Þetta er stórmerkilegt, því fram að því var talið að fyrir svona lítinn fugl sem kemur yfir Atlantsála í óveðrum síðla árs, með vindinn í bakið, væri of mikil þrekraun að fljúga til baka. Ég og maðurinn sem náði honum í Skot- landi höfum skrifast á allar götur síðan, enda myndast oft góður vin- skapur millli fuglaáhugafólks víða um heim. Við tölumst við í hverri viku, hann er afkastamikill merk- ingamaður og við Mikael sonur minn eigum heimboð þar.“ Með útblásnar kinnar Kjarnbítur er einn af merkilegu flækingunum sem Sigurður segir frá í fugladagbókinni, en hann er líka kallaður kirsuberjafugl. „Þetta er alveg mögnuð skepna sem ég sá fyrst á Stöðvarfirði. Hann er með ótrúlega öflugan gogg, þykk- an og mikinn, og vöðvarnir sem loka goggnum ná í kringum hauskúpuna. Hann er með öfluga kjálkavöðva og lítur því út fyrir að vera með út- blásnar kinnar. Kjarnbítur getur brotið með sínum gogg grjótharða steina úr aldinum, meðal annars ólífukjarna, sem lætur ekki undan fyrr en við 50 kílóa þrýsting.“ Flotmeisan er einnig sára- sjaldgæfur flækingur, sem aðeins hefur sést fjórum sinnum hér á landi. „Til er ljósmynd af henni þar sem hún er að bora sig í gegnum ál- tappa á rjómaflösku, hún er að ná sér í feitmeti,“ segir Sigurður og bætir við að ólíkt því sem margir halda þá sé óhætt að gefa fuglum brauð, en það verði þó fyrst að bleyta það upp í olíu eða feitmeti, til dæmis ósöltuðu smjöri. Sigurður nefnir ormskríkjuna sem annað dæmi um merkilegan flækingsfugl, en hún hef- ur aðeins sést þrisvar á Íslandi. „Hún sást fyrst 1956 á Snæfells- nesi og ekki aftur fyrr en árið 2019 við Reykjanesvita. Sú þriðja sást í Hrísey á Eyjafirði það sama ár, en enginn skilur hvernig hún komst þangað, sennilega hefur hún fokið.“ Markaði upphaf litlaskatts Sigurður segir einnig í fugla- dagbókinni frá þjóðtrú sem tengist fuglunum sem þar er að finna, ef ein- hver er. Gott dæmi þar um er hels- ingi, fagur fugl sem hefur viðkomu á Íslandi vor og haust á leið sinni til og frá vetrarstöðvum á Bretlands- eyjum, aðallega í Skotlandi. „Hér áður fyrr var ýmist talið að helsingi yxi á lifandi trjám og kæmi þá úr aldinum þeirra, eða á dauðum viði, bátum, skipum og reka- trjám. Koma hans á vorin markaði í Skagafirði upphaf litlaskatts, sem var dálítil aukamáltíð, nokkru á und- an morgunmat hjá mannfólkinu.“ Sigurður segir að bókin smell- passi sem hliðarbók í náttúrufræði- kennslu í skólum. „Kennarar geta farið út með krakka og fugladagbækur og hjálpað þeim að bera kennsl á fugla og skrif- að í bókina hvað þau sjá, nú eða fjöl- skyldan heima við. Einnig er fróð- legt fyrir þau að læra um gömlu mánuðina, þorra, góu, hörpu, ýli og svo framvegis, en ég hef merkt inn í bókina hvaða dag hver slíkur mán- uður hefst, en litirnir fjórir í bókinni miðast við misseristalið. Mig langar að vekja áhuga fólks á fuglum með þessari bók, rétt eins og öðrum bók- um sem ég hef skrifað,“ segir Sig- urður sem sendi í fyrra frá sér veg- lega bók, Íslensku fuglarnir og þjóðtrúin. „Meiningin hjá mér er að koma með fugladagbók árlega og breyta þá um fugla sem birtast á myndum í henni og um þá fjallað.“ Ljósmynd/Rostislav Kralik Ormskríkja Sjaldgæfur flækingsfugl, aðeins sést þrisvar hér. Ljósmynd/ Sigurður Ægisson Flotmeisa Sárasjaldgæf á Íslandi, oft í skrýtnum stellingum. Ljósmynd/Paul Ellis Helsingi Áður hélt fólk að hann yxi á lifandi trjám og bátum. Ormskríkja aðeins sést þrívegis Flækingsfuglar eru helmingur þeirra fugla sem prýða nýja fugladagbók Sigurðar Ægissonar. „Kennarar geta farið út með krakka og fugladagbækur og hjálpað þeim að bera kennsl á fugla og skrifað í bók- ina hvað þau sjá, eða fjölskyldan heima við.“ Ljósmynd/Michal Hykel Kjarnbítur Með ógnarsterkan gogg hvers vöðvar ná í kringum hauskúpu. Sigurður Ægisson Kærleikskúlan þetta árið heitir Eitt ár, eftir Sirru Sigrúnu Sigurðardóttur. Sirra er nítjándi listamaðurinn sem tekst á við það að tengja hugmyndir sínar og listræna sköpun við Kærleikskúlu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Mark- miðið með sölu kærleikskúlunnar er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna. Allur ágóði af sölunni rennur óskiptur til sumarbúða Styrktarfélagsins í Reykjadal. „Kúlan er umvafin teikningu sem lýsir sólargangi eftir árstíma á Íslandi,“ segir Sirra. Handhafi Kærleikskúlunnar að þessu sinni er Karl Guðmundsson listamaður. Sirra Sigrún Sigurðardóttir hannaði Kærleikskúluna 2021 „Eitt ár“ heitir kúlan núna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.