Morgunblaðið - 11.12.2021, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 11.12.2021, Qupperneq 14
14 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2021 Þórir Baldursson tónlistarmaður hefur verið útnefndur heiðurs- listamaður Kópavogsbæjar fyrir framlag sitt til lista- og menning- armála. Karen Elísabet Halldórs- dóttir, formaður lista- og menn- ingarráðs Kópavogsbæjar, tilkynnti valið við hátíðlega athöfn í Gerðarsafni sl. fimmtudag. „Þórir Baldursson á að baki stórmerkilegan feril sem lagahöf- undur, hammond-orgelleikari og útsetjari, hérlendis og erlendis, og hefur sungið sig inn í hjörtu þjóð- arinnar með aragrúa vinsælla sönglaga og útsetninga,“ segir m.a. í tilkynningu frá Kópavogs- bæ. Fyrir tíu árum hlaut Þórir heiðursverðlaun Íslensku tónlistar- verðlaunanna. Við athöfnina í Gerðarsafni flutti djasstríó, skipað Unu Stef söngkonu, Agnari Má Magnússyni á hammond-orgel og Scott McLe- more trommuleikara, tvö af ást- sælustu sönglögum Þóris, lögin Leyndarmál og Kling Klang. Heiðurslistamaður Kópavogs hefur verið útnefndur á tveggja til fjögurra ára fresti frá 1988. Þórir Baldursson heið- urslistamaður Kópavogs Listamaður Þórir Baldursson fyrir miðju, ásamt bæjarstjóra Kópavogs, bæjarfulltrúum og fulltrúum í lista- og menningarráði bæjarins. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Breytingar verða í áhöfn Höfð- ingja, bókabíls Borgarbókasafns Reykjavíkur, nú um áramótin þeg- ar Bragi Björnsson lætur af störf- um eftir 40 ára úthald. Áður var Bjarni bróðir hans einnig bókabíls- stjóri og var á ferðinni um borgina með bækur frá 1969 og hálfa öld eftir það. Bræðurnir eru mörgum að góðu kunnir fyrir störf sín. Því má segja að talsverð tímamót verði í menningarsögu borgarinnar þeg- ar Bragi bakkar bláa Scania- bílnum í stæði í síðasta sinn nú í lok desember. Mikilvæg þjónusta Um 3.000 bækur eru kosturinn í Bókabílnum og þess gætt að úrval- ið sé fjölbreytt. Barnabækur eru áberandi, enda lætur nærri að yngsti aldurshópurinn sé um helm- ingur þeirra sem í bílinn koma. Eldri borgarar séu hinn hópurinn enda miðist áætlun bílsins nokkuð við þessa hópa, með stoppi hjá til dæmis grunnskólum og þjónustu- miðstöðvum aldraðra. Alls eru við- komustaðirnir í borginni nærri 30 og eru í flestum hverfum. „Með Bókabílnum er veitt mikil- væg þjónusta,“ sagði Bragi er Morgunblaðið tók hann tali nú í vikunni. Hann var þá síðdegis í Grafarholtinu eftir að hafa verið fyrr á deginum á Kjalarnesi og í Bústaðahverfi. Bílinn er á vissum stöðum á ákveðnum tímum, til dæmis við Barnaskóla Hjallastefn- unnar við Nauthólsveg og Wal- dorfskólann við Sóltún. Virkar þar sem skólasafn, svo mikilvæg sem slík eru fyrir allar menntastofn- anir. Allt er eins og á að vera, nema hvað þetta safn er færanlegt! Arnaldur á biðlista „Þetta er líflegt starf og sam- skiptin við fólkið í borginni eru skemmtilegur hluti þess. Margir koma reglulega til okkar til að ná sér í lesefni, og sérstaklega er hóp- urinn í Laugarneshverfinu sterk- ur. Þar stoppum við meðal annars við Hrísateig og á fáum viðkomu- stöðum koma fleiri í bílinn,“ segir Bragi, sem jafnhliða bókakeyrsl- unni hefur verið með bróður sínum í rútubílaútgerð. „Já, nú eru jólabækurnar komn- ar og mér sýnist fólk sem í Bóka- bílinn kemur hafa sama áhuga á bókum og allir aðrir. Arnaldur er vinsælastur og margir eru á bið- lista eftir nýju bókinni hans,“ segir Bragi bókabílstjóri. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bókavörður Bragi í bílnum með nokkrar af nýju bókunum sem eðlilega eru eftirsóttar þessa dagana meðal lesenda. Bragi hættir á Bókabílnum - 40 ár eru að baki - Bróðirinn var í hálfa öld - 3.000 bækur í bláum Scania - Samskipti við fólkið skemmtileg Höfðingi Góður bíll á stæði í Graf- arholtshverfinu nú í vikunni. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Alls hefur 1.181 fjarstýrt loftfar, dróni, verið skráð hjá Samgöngu- stofu á frá árinu 2017. Eingöngu þarf að skrá dróna sem eru notaðir í atvinnuskyni en drónar sem eru not- aðir í einkaþágu eru ekki skráning- arskyldir. Hægt er að skrá dróna rafrænt á heimasíðu Samgöngustofu (samgongustofa.is) og er ekki tekið gjald fyrir skráninguna. Langflestar skráningarnar hafa verið það sem af er þessu ári eða á fimmta hundrað talsins. Um 70% skráðra dróna hér eru í eigu erlendra aðila, samkvæmt lauslegri könnun. Nýjar Evrópu- reglur um dróna og drónaflug taka gildi á fyrri hluta næsta árs. Tómstundadrónar skipta mörgum þúsundum. Einn sem þekkir til í drónaheiminum sló á að einkadrónar gætu verið í kringum tíu þúsund talsins og mögulega enn fleiri. Skilgreind bannsvæði Eins og kom fram í Morgun- blaðinu í gær fékk Isavia níu til- kynningar á síðustu tveimur árum um að drónum hefði verið flogið inn- an skilgreindra bannsvæða við flug- velli, flugvélar eða í stjórnuðu loft- rými. Nýjasta tilvikið var í ágúst í sumar. „Það eru alltaf alvarleg tilvik þeg- ar drónar sjást úr flugvél,“ segir Sigrún Björk Jakobsdóttir, fram- kvæmdastjóri innanlandsflugvalla Isavia. Hún segir það hafa aðallega gerst við Reykjavíkurflugvöll og Keflavíkurflugvöll en einnig Akur- eyrarflugvöll. „Við vitum að drónar eru fram- tíðin og við viljum hafa þá og mögu- leikana sem þeir gefa, en það verður að virða leikreglurnar í loftinu,“ seg- ir Sigrún. Samgöngustofa hvetur notendur dróna til að uppfæra hug- búnað drónanna fyrir hvert flug. – Hvers vegna þarf að gera það? „Í hugbúnaði drónanna eru skil- greind svæði sem framleiðandinn veit að eiga að vera lokuð drónum, eins og flugvellir. Ef hugbúnaðurinn er ekki uppfærður eða er hakkaður á einhvern hátt getur dróninn mögu- lega farið of nálægt því loftrými sem við viljum vernda,“ sagði Sigrún. Auðvelt að afla undanþágu Hægt er að sækja um undanþágu á vef Isavia til að nota dróna á svæði sem alla jafna á að vera lokað dróna- flugi. Sigrún segir það t.d. eiga við um Landspítalalóðina sem er nánast við hlið Reykjavíkurflugvallar. Drónar eru notaðir til að skrá fram- kvæmdirnar við Nýja Landspítal- ann og hefur verið sótt um undan- þágu til þess. Eins geti þetta t.d. átt við um nágranna flugvallarins í Skerjafirði. „Við viljum að fólk sæki um und- anþágu ef það á að nota dróna við þessar aðstæður. Við getum þá var- að loftför við því að það sé dróni í notkun á tilteknu svæði og tiltekn- um tíma. Við biðjum fólk að vinna með okkur,“ segir Sigrún. Að hennar sögn eru langflestir þeirra sem gera út dróna í atvinnu- skyni hér á landi í mjög góðri sam- vinnu við Isavia og flugmálayfirvöld. Hins vegar geta þeir sem ekki fara að reglum um notkun fjarstýrðra dróna skapað hættu fyrir önnur loft- för. Á tólfta hundrað drónar skráðir - Drónaflugið þarf að virða leikreglur Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Dróni Hér er dróni AHA að sendast með vörur til viðskiptavinar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.