Morgunblaðið - 11.12.2021, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 11.12.2021, Qupperneq 18
18 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2021 Þú finnur fallegar og vandaðar jólagjafir hjá Eirvík Suðurlandsbraut 20 / Reykjavík / Sími 588 0200 / eirvik.is ÚR BÆJARLÍFINU Jónas Erlendsson Vík í Mýrdal Þrátt fyrir einhverjar takmark- anir í þjóðfélaginu er ýmislegt að gerast í Mýrdalnum. Ferðamenn hafa verið duglegir að heimsækja svæðið í allt sumar og fram eftir hausti. - - - Víkurskóli fékk heimsókn nú í haust frá samstarfsskólum sínum innan Erasmus+- verkefnisins. Þetta er samstarfs- verkefni milli Víkurskóla og fimm annarra skóla frá Þýskalandi, Finnlandi, Póllandi, Grikklandi og Kanaríeyjum. Það eru nemendur úr 9. og 10. bekk sem taka þátt í því ásamt kennurum sínum. Aðal- áhersla verkefnisins er heilbrigði og heilsuefling og er það unnið í samstarfi við nærsamfélagið í hverju landi. Hlutverk Víkurskóla í verkefninu er að skoða og styrkja sjálfsmynd nemenda og efla þrautseigju. Einnig fengu er- lendu nemendurnir að kynnast ís- lenskri náttúru og skoða helstu ferðamannaperlur Suðurlands auk þess að kynna sér starfsemi Kötluseturs og Skaftfellingabúðar og svo að sjálfsögðu heimsóttu þeir félagsmiðstöðina OZ í Vík. - - - Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur samþykkt leyfi fyrir rekstri á stöðvalausri deilingu fyrir Hopp-rafhlaupahjól, en Hopp hef- ur rekið starfsemi sína á 10 stöð- um í þremur löndum. 10 mínútna ferð á Hopp-hjóli kostar 400 krónur. Fyrirhugað er að opna með 35 hjólum en hægt að fjölga ef eftirspurn verður meiri. Þetta er góð lausn til að minnka bíla- umferð innan þorpsins og minnka þar með útblástur. - - - Steinskipið sem fannst á Fagradalsheiði í sumar hefur haft töluvert aðdráttarafl í sumar, fjöldi fólks farið til að skoða það. Minjastofnun hefur þó ekki enn fundið tíma til að kanna það nán- ar og vita hvort einhverjar vís- bendingar séu um hver tilgangur þess hafi verið, og hvort eitthvað af þeim hugmyndum eru trú- legar sem fram hafa komið í sambandi við það, þ.e allt frá því að vera drykkjarker fyrir búfén- að, viti fyrir sjófarendur, lækn- ingaker, naglafar eða vera frá tímum Papanna á Íslandi. Alla- vega er ljóst að einhver lagði mikla vinnu í að höggva skál í blástein fyrir það löngu að ekki eru einu sinni til munnmæla- sögur um notkun þess Margir hafa skoðað dularfulla steinskipið Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Samstarf Nemendur í Víkurskóla og gestir frá evrópskum skólum sem taka þátt Emasmus+ verkefninu „Fit for life“ í Leikskálum í Vík í Mýrdal. Ráðgáta Dularfulla steinskipið á Fagradalsheiði er enn þá mikil ráðgáta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.