Morgunblaðið - 11.12.2021, Qupperneq 24
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
S
kráð atvinnuleysi á land-
inu var 4,9% í seinasta
mánuði eða hið sama og í
október en er þó nokkru
lægra í nóvember en gert var ráð
fyrir þar sem atvinnuleysi eykst
yfirleitt á milli október- og nóv-
embermánaða. Hafði Vinnumála-
stofnun (VMST) spáð því að það
yrði 5-5,3% í mánuðinum. Nú spá-
ir Vinnumálastofnun að atvinnu-
leysi muni lítið breytast í desem-
ber og verða á bilinu 4,9% til
5,1%.
Bent er meðal annars á það í
vinnumarkaðsskýrslu Vinnu-
málastofnunar sem kom út í gær
að fjölgun atvinnulausra í bygg-
ingargreinum hafi verið minni í
nóvember en áður.
Alls voru 10.155 einstaklingar
án atvinnu í lok nóvember, 5.719
karlar og 4.436 konur. Af þessum
hópi höfðu alls 4.083 einstaklingar
verið án atvinnu í meira en 12
mánuði í lok nóvember en þeim
fækkaði þó lítið eitt eða um 169
frá mánuðinum á undan. Lang-
tímaatvinnulausir eru þó orðnir
fleiri en á sama tíma fyrir ári
þrátt fyrir að dregið hafi úr at-
vinnuleysi á landinu en þeir sem
höfðu verið atvinnulausir lengur
en í eitt ár voru 3.919 í lok nóv-
ember á seinasta ári. „Þeim sem
hafa verið atvinnulausir í 6-12
mánuði fækkaði talsvert frá októ-
ber eða um 246 og voru 1.807 í lok
nóvember en 2.053 í lok október. Í
nóvember 2020 var þessi fjöldi
5.961,“ segir í skýrslu VMST.
Atvinnuástandið er sem fyrr
mismunandi eftir landshlutum og
svæðum. Atvinnuleysi minnkaði á
höfuðborgarsvæðinu í nóvember
en á sama tíma jókst það á lands-
byggðinni um 5,5% að meðaltali.
Atvinnuleysið mælist mest á Suð-
urnesjum þar sem það jókst í
seinasta mánuði úr 9,2% í október
í 9,5% í nóvember. Næstmest var
atvinnuleysið á höfuðborgarsvæð-
inu eða 5,1%. „Atvinnulausum
fækkaði m.a. í opinberri þjónustu,
í verslun, í sérfræðiþjónustu, í far-
þegaflutningum og í upplýs-
ingatækni á bilinu rúmlega 1% til
tæpra 7% frá október. Þeim fjölg-
aði hins vegar lítils háttar í sjáv-
arútvegi, byggingariðnaði, gisti-
þjónustu og ýmiss konar
þjónustustarfsemi,“ segir í skýrslu
VMST.
Þá má sjá að atvinnulausum
fækkaði í seinasta mánuði meðal
sérfræðinga og fólks í þjónustu-
störfum og í sölu- og afgreiðslu-
störfum. Hins vegar fjölgaði at-
vinnulausum meðal verkafólks og
iðnaðarmanna.
Atvinnuleysi á undanförnum
misserum hefur komið sérstaklega
niður á erlendum ríkisborgurum
og voru 4.175 erlendir atvinnuleit-
endur án atvinnu um seinustu
mánaðamót. Þeim fjölgaði um 106
á milli mánaða. Þessi fjöldi sam-
svarar um 11,3% atvinnuleysi
meðal erlendra ríkisborgara.
Atvinnuleysið breytist
lítið og mælist 4,9%
5,0%
9,2%
17,8%
13,0%
9,6%
8,8%
9,4% 9,8%
11,1%
12,0% 12,1%
12,8% 12,5%
12,1%
11,5%
10,0%
7,4%
6,1%
5,5%
5,0% 4,9% 4,9%
5,0
3,5
5,7
10,3
7,5
5,6
7,4
2,1
7,5 7,9 8,5 9,0
9,9
1,4
10,6
1,4
10,7
1,2
11,6 11,4 11,0 10,4
9,1
7,4
6,1 5,5 5,0 4,9 4,9
Þróun atvinnuleysis frá febrúar 2020
2020 2021
feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv.
Almennt atvinnuleysi
Vegna skerts starfshlutfalls
Heimild: Vinnumálastofnun
Höfuðb.sv.
Landsbyggðin
Vesturland
Vestfirðir
Norðurl.vestra
Norðurl.eystra
Austurland
Suðurland
Suðurnes
5,1%
4,6%
2,7%
2,8%
2,1%
4,1%
2,1%
3,4%
9,5%
Almennt
atvinnuleysi
eftir lands-
hlutum
í nóv. 2021
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Umræðan
um það
hvort sú
vörn, sem örv-
unarskammtur af
bóluefni veitir,
gæfi tilefni til að
endurskoða fyrir-
komulag sótt-
varnaaðgerða hefði átt að
opna á möguleikan um að
undanskilja hina þríbólusettu
hraðprófsskyldu vegna stórra
viðburða, en hún var fljót að
fara út af sporinu.
Hér á landi hefur verið far-
ið ofan í nýgengi smita eftir
því hvort fólk er bólusett eða
ekki og hvað marga skammta
bóluefnis hinir bólusettu hafa
fengið. Fyrir rúmri viku var
rætt um þetta við Thor
Aspelund, prófessor í líftöl-
fræði við Háskóla Íslands, á
mbl.is og sagði hann að með
þriðja skammti af bóluefni
fengi fólk 90% meiri vörn
gegn kórónuveirunni en það
hefði fengið með öðrum
skammti.
Þá var 14 daga nýgengi á
hverja 100 þúsund íbúa 751
hjá óbólusettum fullorðnum,
478 hjá fullbólusettum, en að-
eins 56 hjá þeim sem höfðu
fengið þrjá skammta af bólu-
efninu.
„Þetta er rosalegur mun-
ur,“ sagði Thor í viðtalinu.
Daginn eftir sagði Þórólfur
Guðnason sóttvarnalæknir í
samtali við mbl.is að nú lægju
fyrir faglegar forsendur til að
hefja umræðu um að þeir,
sem væru þríbólusettir,
þyrftu ekki að sæta sömu tak-
mörkunum og aðrir. „Við get-
um sagt með nokkurri vissu
að þeir sem hafa fengið þrjá
skammta af bóluefni eru mun
ólíklegri til að smitast og
smita út frá sér,“ sagði Þór-
ólfur.
Í kjölfarið hófst umræða
um það hvort ekki væri vara-
samt að skipta fólki upp í
hópa og ræða þyrfti siðferðis-
legar hliðar þess að mismuna
fólki eftir því hvort það væri
bólusett eða ekki.
Það er í sjálfu sér verðugt
umræðuefni, en velta má fyr-
ir sér hvort sú umræða eigi
ekki meira erindi í löndum
þar sem andstaðan við bólu-
setningu er meiri og hlutfall
óbólusettra því mun – og oft
margfalt – hærra en hér.
Hugmyndin um að útiloka
óbólusetta snýst yfirleitt að
hluta til einnig um að þrýsta
á þá að láta bólusetja sig. Það
virkaði til dæmis rækilega í
Frakklandi þar sem slíkum
takmörkunum var mótmælt í
fyrstu, en í kjöl-
farið fjölgaði
bólusettum svo
um munaði þar í
landi.
Hér á landi eru
90% manna yfir 12
ára aldri bólusett.
Hlutfallið hjá
þeim, sem eru 70 ára eða
eldri, er við 100%. Í þeim hópi
hafa rúmlega 80% fengið
þriðja skammtinn, samkvæmt
upplýsingum á covid.is. Þetta
hlutfall er það hátt að erfitt
væri að rökstyðja að beita þá
sérstakri útilokun, ekki síst
vegna þess að margir hinna
óbólusettu eru það ugglaust
af heilsufarsástæðum.
Í áðurnefndu viðtali við
Thor Aspelund kom einnig
fram að verulegur munur
væri á innlagnatíðni. Á vef-
síðunni covid.is kemur fram á
línuriti, sem sýnir 14 daga
nýgengi innlagna eftir stöðu
bólusetningar á 100.000
manns, að það var 1,1 hjá
þeim, sem eru fullbólusettir
með örvun, 7. desember. Tal-
an var 7,5 hjá fullorðnum með
fulla bólusetningu og 44,8 hjá
fullorðnum, sem ekki voru
fullbólusettir, sama dag.
Orðalagið um síðasta hópinn
er ekki afgerandi um hvort
þar séu aðeins óbólusettir. Í
honum gætu verið einhverjir,
sem fengu fyrsta skammt og
létu þar staðar numið. Þetta
er engu að síður sláandi mun-
ur og sýnir virkni bólusetn-
ingarinnar svo ekki verður
um villst.
Tölurnar um vörnina, sem
þriðja bólusetningin veitir,
bera með sér að óhætt sé að
slaka á kröfunni um hraðpróf.
Nú þurfa allir sem ætla á við-
burði, þar sem verða yfir 50
manns, að fara í hraðpróf. Öll
vísindaleg rök hníga að því að
hraðprófum sé ofaukið hjá
þeim, sem fengið hafa þriðja
skammtinn af bóluefni. Frá-
leitt væri að segja að verið
væri að mismuna fólki ef þeir,
sem fengið hafa örvunar-
skammtinn, yrðu undan-
þegnir hraðprófsskyldunni.
Ef til vill meira umstang að
fara í hraðpróf, en það er ekki
útilokun. Hins vegar myndi
drjúgur skildingur sparast
því að hraðprófin kosta ríkið
um kvartmilljarð króna á
viku. Hinn þríbólusetti lagði
líka inn með því að fara í
þriðju bólusetninguna.
Í umræðunni um takmark-
anir hefur verið hamrað á því
að vísindin ættu að ráða för.
Það ætti þá að eiga við í þessu
máli líka.
„… þeir sem hafa
fengið þrjá skammta
af bóluefni eru
mun ólíklegri til að
smitast og smita
út frá sér“}
Þriðji skammturinn
og hraðprófið
F
yrirtækið Ísteka hefur undanfarin
ár staðið fyrir stórauknum
blóðmerabúskap á Íslandi.
Fyrirtækið hefur samið við
fjölda bænda um kaup á blóði úr
fylfullum merum, en fyrirtækið á sjálft fjölda
blóðmera. Ísteka þóttist koma af fjöllum þeg-
ar dýraverndarsamtökin AWF/TSB birtu
heimildarmynd um blóðmerahald á Íslandi og
stórfellt dýraníð sem fellst í blóðtöku úr fyl-
fullum merum. Myndin sviptir hulunni af
óréttlætanlegri meðferð á hryssum sem
ganga með folöld, sem öllu sómakæru fólki
býður við.
Flokkur fólksins lagði fram frumvarp um
bann við blóðmerahaldi sl. vor við lítinn fögn-
uð hagsmunaaðila. Fjöldi umsagnaraðila fullyrti að vel-
ferð dýra væri í hávegum höfð og að virkt eftirlit MAST
(Matvælastofnunar) og margrómað innra eftirliti Ísteka
tryggði öryggi og velferð blóðmeranna og folalda þeirra.
Um frumvarp Flokks fólksins sagði framkvæmda-
stjóri Ísteka: Greinargerð sú sem fylgir frumvarpinu er
gerð af svo mikilli vanþekkingu að því miður er ekki
hægt að svara henni efnislega af neinu viti. Því verður
ekki gerð tilraun til þess hér.
Nú er komið annað hljóð í strokkinn. Framkvæmda-
stjórinn sendi alþingismönnum bréf sama dag og frum-
varp Flokks fólksins um bann við blóðmerahaldi var á
dagskrá Alþingis nú í vikunni. Hvílík tilviljun! Í bréfinu
lofaði hann ýtrustu umbótum til að tryggja velferð
hryssanna. Það var þá eitthvað í ólagi eftir allt saman!
Ég vona að hann átti sig á hve innantóm orð
hans eru nú. Gleymum ekki að fram-
kvæmdastjóri Ísteka hefur margdásamað
innra eftirlit fyrirtækisins. Sami fram-
kvæmdastjóri var viðstaddur það dýraníð
sem kemur berlega í ljós í margumtalaðri
heimildarmynd. Hvar var eftirlitið þá?
Ísteka sækist nú eftir að framleiða árlega
frjósemislyf úr 600.000 lítrum af blóði. Til að
ná slíkri framleiðslu þarf að níðast á hátt í
20.000 fylfullum hryssum.
Blóðmerahald er fordæmt víða um heim,
m.a. af Evrópuþinginu. Íslendingar leggja
mikið upp úr ímynd landsins og góðu orð-
spori. Það er óverjandi að loka augunum fyrir
slíkri fordæmingu. Íslenski hesturinn er elsk-
aður og dáður um allan heim. Íslandsstofa hefur varið
miklum fjármunum í kynningu hans erlendis með frá-
bærum árangri. Þriðja árið er röð er slegið Íslandsmet í
sölu á íslenska hestinum til annarra landa. Áætlað verð-
mæti útflutningsins 2021 er um tveir milljarðar króna.
Tæplega 10% erlendra ferðamanna koma gagngert í
þeim tilgangi að kynnast íslenska hestinum. Hesta-
mannaleigur velta margfalt hærri fjárhæðum en Ísteka.
Ekki er mögulegt að efast um að við sem þjóð erum að
fórna svo miklum mun meiri hagsmunm fyrir minni ef
þessi starfsemi verður ekki stöðvuð strax.
Setjum velferð dýra og orðspor þjóðarinnar í fyrsta
sæti. Bönnum blóðmerahald!
Inga Sæland
Pistill
Dýrkeypt dýraníð
Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Samtök ferðaþjónustunnar vekja
athygli á því í nýrri umsögn við
fjárlagafrumvarp næsta árs að af
rúmlega tíu þúsund atvinnulaus-
um á landinu í október hafi rösk-
lega tvö þúsund starfað við ferða-
þjónustu. Nálægt 60% þeirra sem
voru á hlutabótum höfðu starfað í
ferðaþjónustu og voru síðastliðið
vor á þriðja þúsund talsins. Senni-
lega taki hluti þeirra nú þátt í
átakinu Hefjum störf sem gerði
fyrirtækjum kleift að sækja um
styrk fyrir starfsmenn sem fengu
hlutabætur. „Það gefur til kynna
að ekki sé allt sem sýnist í lágum
tölum um fjölda atvinnulausra,“
segja Samtök ferðaþjónustunnar.
Ekki er allt sem sýnist
SAMTÖK FERÐAÞJÓNUSTUNNAR UM ATVINNUÁSTANDIÐ