Morgunblaðið - 11.12.2021, Síða 31

Morgunblaðið - 11.12.2021, Síða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2021 ✝ Ása Hjálm- arsdóttir fæddist á Hofi á Kjalarnesi 29. september 1924. Hún lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði 9. nóvember 2021. Foreldrar hennar voru hjónin Hjálm- ar Þorsteinsson, bóndi og skáld, f. á Reykjum í Hrútafirði 5.9. 1886, d. 20.5. 1982, og Anna Guðmundsdóttir húsfreyja, f. á Hurðarbaki í Torfalækjarhreppi 24.8. 1884, d. 13.1. 1964. Ása var næst- yngst 13 systkina og lést síðust þeirra. Þau voru: Sigríður, f. 1906, Hörður, f. 1912, Gyða, f. 1913, Auður, f. 1914, Hlíf, f. 1915, Haukur, f. 1917, Hlöð- ver, f. 1918, Haukur Hlöðver, f. 1919, Hlöðver, f. 1920, Hild- ur, f. 1921, Anna, f. 1923, og Hulda, f. 1926. Ása giftist 1953 Ragnari Konráðssyni sjómanni, f. 13. júlí 1927, d. 2. sept. 1997. Þau skildu. Ragnar var sonur Kon- ráðs Þorsteinssonar, f. 30.8. 1894, d. 23.4. 1943, og Sól- rúnar Kristjánsdóttur, f. 26.1. 1898, d. 5.1. 1981. Börn þeirra sínum Guðbrandi G. Hann- essyni, bónda í Hækingsdal, f. 1936, d. 2018. Þau eru: a) Hörður, f. 1961, kvæntur Mar- íu Benónýsdóttur, f. 1958, eiga fimm börn og 11 barnabörn. b) Kolbrún, f. 1963, gift Jóni J. Kristjánssyni, f. 1963, eiga tvo syni. c) Hannes, f. 1964. d) Bragi, f. 1965. e) Helgi, f. 1967, kvæntur Dóru S. Gunn- arsdóttur, f. 1982, eiga eina dóttur. f) Ása Aðalbjörg, f. 1974. g) Anna Sigríður, f. 1980, gift Sigursteini Sigurðs- syni, f. 1982, eiga tvo syni. 6) Sonja Garðarsdóttir félagsráð- gjafi, f. 1950, gift Lúðvík S. Georgssyni verkfræðingi, f. 1949. Börn þeirra eru: a) Georg, f. 1976, fyrri sambýlis- kona H. Lydía Ellertsdóttir, f. 1975, þau eiga tvo syni. Seinni sambýliskona Kristrún T. Gunnarsdóttir, f. 1984, þau eiga einn son. b) Ása Guðlaug, f. 1977. c) Magnús Þorlákur, f. 1988. Ása bjó allan sinn búskap í Hafnarfirði, lengst af á Slétta- hrauni. Hún menntaði sig sem sjúkraliði og starfaði á hjúkr- unarheimilum, lengst af í Há- túni hjá Sjálfsbjörg, einnig á Landakoti, Sólvangi og víðar. Starfsferill hennar náði fram á níræðisaldur. Jafnframt var hún húsmóðir á stóru heimili. Síðasta hálfa árið bjó hún á Hrafnistu í Hafnarfirði. Útför Ásu fór fram í kyrr- þey hinn 1. desember 2021. eru: 1) Aðalbjörg kennari, f. 1953, hún á Alexander Örn Úlfsson, f. 1984, býr með Jo- hönnu Robertsson, f. 1990. 2) Konráð rafvirki, f. 1957, kvæntist Laufeyju A. Emilsdóttur hjúkrunarfræð- ingi, f. 1963, þau skildu. Börn þeirra: a) Þorvaldur, f. 1976, í sambúð með Celiu Navarro, eiga tvær dætur. b) Ninna Íris, f. 1983, á einn son. c) Brynjar Kári, f. 1988, býr með Emiliu Ylitalo, f. 1983, eiga tvö börn. d) Róbert Emil, f. 1994. e) Jak- ob Hjálmar, f. 1995, unnusta Krista M. Sveinbjörnsdóttir, f. 1997. 3) Ragnar Hjálmar fé- lagsliði, f. 1959, d. 1994. Synir hans: Birkir Freyr, f. 1985, d. 2003, og Sindri Rafn, f. 1986. 4) Rúnar verkamaður, f. 1960, d. 2021. Kvæntist Söndru Su- rairat, f. 1962, þau skildu. Þau eiga Ragnar C., f. 1992. Fyrir hjónaband eignaðist Ása tvær dætur, þær eru: 5) Annabella bóndi, f. 1943, d. 2014, ætt- leidd af Herði bróður Ásu. Hún átti sjö börn með manni Það kemur ekki á óvart þeg- ar kona farin að nálgast tírætt kveður. Því fylgir sorgarferli og uppgjör við fortíðina – en kannski einnig gleði yfir að komið var að velþeginni hvíld. Það eru yfir 50 ár síðan ég fór að venja komur mínar í Hafnarfjörðinn, þar sem vænt- anleg tengdamóðir mín, Ása Hjálmarsdóttir, bjó. Ása var borin og barnfædd á Hofi á Kjalarnesi, næstyngst í hópi 13 systkina, og kveður nú síðust og elst þeirra. Kreppuárin lit- uðu uppvaxtarár Ásu og það gat verið hart í ári og þá var lífið ekki alltaf sanngjarnt. Gleðistundirnar voru þó einnig margar og Hof var henni ávallt hjartfólgið. Og þar eignaðist hún, 18 ára að aldri, fyrsta barnið sitt, Önnubellu. Ása sótti vinnu í Reykjavík þegar hún hafði aldur til og dvaldi þar oft milli helga, enda langt út á Kjalarnes á þessum tíma. Síldin heillaði einnig, og sumrin á Siglufirði við síldar- söltun voru henni minnisstæð. Það kom sérstakur glampi í augun á Ásu er talað var um síldarárin. Þar hitti hún vænt- anlegan tengdaföður minn Garðar Magnússon, sjómann frá Keflavík. Ekki náðu þau Garðar saman til langframa, en dótturina Sonju eignuðust þau sumarið 1950. Ása bast hins vegar öðrum sjómanni, Ragn- ari Konráðssyni, og Hafnar- fjörður varð heimili þeirra. Þar bættust fjögur börn í hópinn, Aðalbjörg, Konráð, Ragnar og Rúnar. Ása starfaði lengst af sem sjúkraliði á hjúkrunarheimil- um. Fjölskyldan var henni þó allt og á heimilinu bar hún langþyngstu byrðina. Lífið var ekki auðvelt með þrjá kraft- mikla drengi sem tóku mikið til sín og veikan eiginmann. En styrkur þessarar hæglátu konu var ótvíræður og það mátti treysta því að Ása gerði sitt til að ná endum saman, með tvö- faldri eða jafnvel þrefaldri vinnu. Börnin áttu líka alltaf skjól hjá henni hvað sem gekk á. Og ekki var óreglunni fyrir að fara, hún smakkaði hvorki tóbak né vín. Áföllin voru samt nokkur. Sárast var líklega þeg- ar elsti sonurinn var tekinn frá henni 11 ára gamall og sendur á Breiðavík fyrir léttvægar sakir. Þar dvaldi hann í 18 mánuði, nokkuð sem Ása gat aldrei fyrirgefið þeim sem að stóðu. Þegar Breiðavíkurmálin komu upp fyrir 12-14 árum voru þau mæðgin í fararbroddi þeirra sem kröfðust leiðrétt- ingar og réttlætis fyrir þann hóp sem þurfti að þola þá ómannúðlegu vist sem boðið var upp á. Mikið óskaplega var ég þá stoltur af tengdamóður minni. Þá var ekki auðvelt að sjá á bak öðrum syninum, sem lést aðeins 35 ára gamall. Lífið bauð þó einnig upp á góðar stundir. Sambýli hennar með yngsta syninum Rúnari, sem lést fyrir skömmu, og sonar- syninum, Ragnari, sem segja má að hún hafi gengið í móð- urstað síðustu tvo áratugina, sýndi vel hvað fjölskyldan skipti hana miklu mál. Ekki síður umhyggja Ragnars fyrir ömmu sinni, eftir að faðir hans veiktist og var lagður inn á hjúkrunarheimili. Hversdagshetja er gjarnan haft um einstaklinga í daglega lífinu, sem leggja allt í söl- urnar fyrir aðra þrátt fyrir ýmsa erfiðleika. Ása tengda- móðir mín hefur um langt ára- bil verið hversdagshetjan mín. Megi góður guð blessa þig og varðveita um alla eilífð. Lúðvík S. Georgsson. Elsku amma mín. Þú varst alltaf svo glöð að sjá mig þegar ég kom í heimsókn og bauðst mér kaffi á nóinu. Þú sagðir líka næstum alltaf að ég væri svo fín og hvað það væri gam- an að fá svona góðan gest. Dásamlegar móttökur. Það var svo fallegt þegar við heimsótt- um þig, rétt áður en þú kvadd- ir, þegar Ari Lúðvík, eins og hálfs árs nýbyrjaður að tala, kom hlaupandi á móti þér og sagði „amma“ og andlit þitt lýstist upp af gleði. Þú varst svo óendanlega barngóð, elsku amma. Þau voru ófá börnin sem nutu góðs af því. Og þú skammaðir sko aldrei börn heldur þvert á móti fannst þér „óþekku krakkarnir skemmti- legastir“ eins og þú sagðir stundum sjálf, með kankvíst blik í auga. Það voru orð að sönnu. Ég og Georg bróðir fórum ekki varhluta af um- hyggju þinni. Þegar við kom- um í pössun í Hafnarfjörðinn vildir þú allt fyrir okkur gera. Við bíræfnu systkin stýrðum því eðlilega á þann háttinn að hefja kvöldið á KFC, leigja því næst einhverja epíska bann- aða spólu og enda svo á góðum sjeik á Skalla. Þess á milli bakaðir þú fyrir okkur heims- ins bestu pönnukökur, allt með sykri og rjóma. Þú bak- aðir líka loftkökur, vanillu- hringi, randalínur og hjóna- bandssælur og gafst helst allan baksturinn jafnóðum, sendir okkur heim með kökur í poka. Þú varst svo gjafmild, elsku amma. Þú varst líka skemmtileg og það var svo gaman þegar þú fékkst hlát- urskast, hnykktir höfðinu fram eins og unglingsstelpa og ljómaðir af gleði og húmor. Það var svo dásamlega smit- andi og ekki annað hægt en að skella upp úr með þér. Ég er einstaklega lánsöm að hafa átt þig sem ömmu. Þú gast gefið skilyrðislaust, þrátt fyrir öll áföllin á lífsskeiði þínu. Þú sýndir hetjulund með því að stíga fram og ræða op- inskátt um Breiðavíkurmálið. Takk fyrir hugrekkið, elsku amma. En fyrst og síðast varstu svo ótrúlega góð mann- eskja og góð við alla sem urðu á vegi þínum. Þegar ég hugsa um þig, þá sé ég milda, bjarta, gullfallega konu sem geislar af góðmennsku. Takk allra besta amma og nafna fyrir mann- gæskuna, örlætið og hlátur- inn. Takk fyrir að vera dásamleg fyrirmynd. Ása Lúðvíksdóttir. Þá er hún farin frá okkur. Hún var sú síðasta af systk- inunum þrettán frá Hofi á Kjalarnesi. Þar ólst hún upp við venjuleg sveitastörf í stórum systkinahópi. Ása giftist Ragnari Kon- ráðssyni og bjuggu þau mörg ár í bæjarraðhúsunum neðst við Öldugötu í Hafnarfirði. Þar var oft þröngt setið með mörg börn. Maður hefði hald- ið að ekki væri á það bætandi. En þar sem hjartarúm er, þar er alltaf hægt að rýma til. Faðir minn var bróðir Ásu og kom með mig og systur mína til hennar í jólamat í mörg ár. Ég hændist snemma að hjartagæsku þessarar frænku minnar og ekkert af systk- inum föður míns heimsótti ég eins oft og hana. Margar þrautir mátti hún yfirstíga á lífsleiðinni. Ein sú versta var þegar maður hennar frelsað- ist svo hastarlega á trúarsam- komu að hann hætti að vinna. Sat hann þá bara heima og endurtók í sífellu: „Guð bjargar þessu öllu saman.“ Jú og Guð bjargaði mál- unum á þann hátt að Ása varð að láta Ragnar gæta barnanna meðan hún vann baki brotnu sem sjúkraliði til að halda heimilinu gangandi. Allar aukavaktir sem buðust tók hún og lagðist oft þreytt til hvílu á þeim árum. Ótrú- legt er hvernig hún komst í gegnum þennan tíma með elju sinni og þrautseigju. Hún var bjargið sem fjölskyldan hvíldi á. Meira að segja tókst henni að eignast stóra og góða íbúð á Hjallabraut 2 í Hafnarfirði. Við Ása ræddum það stundum síðar að ef maður léti ekki erfiðleika lífsins buga sig þá myndi mótlætið efla mann og þroska. Já mað- ur yrði þá betri manneskja með aukinn skilning á lífinu. Þetta átti sannarlega við um Ásu. Hún er ein sú besta manneskja sem ég hef kynnst í mínu lífi. Ása var sannarlega ein af þessum hversdagshetjum sem lítið láta fyrir sér fara og lítið er talað um. Að leiðarlokum óska ég henni velfarnaðar á ókunnum slóðum eilífðarinnar. Hin bjarta minning hennar mun verða ljós á vegi mínum um ókomin ár. Börnum hennar og öðrum aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Helgi Theódór Hauksson. Ása Hjálmarsdóttir Sálm. 86.7 biblian.is Þegar ég er í nauðum staddur ákalla ég þig því að þú bænheyrir mig. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGMUNDUR TÓMASSON, Sóleyjarima 9, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir 2. desember. Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju þriðjudaginn 14. desember klukkan 13. Allir eru velkomnir í kirkjuna en verða að sýna fram á neikvætt hraðpróf við innganginn, ekki eldra en 48 klst. Hraðpróf eru pöntuð fyrirfram á hradprof.covid.is. Streymt verður frá https:// www.youtube.com/channel/UCLoNRDNgtA4a6tgIEywDCGw Anna Sigríður Ólafsdóttir Jensen Ólafur Sigmundsson Margrét Sigmundsdóttir Árni Viðar Sveinsson Tómas Jón Sigmundsson Inga Dóra Björnsdóttir afabörn og langafabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, RUT RÚTSDÓTTIR, lést á líknardeild Landspítalans föstudaginn 3. desember. Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 16. desember klukkan 13. Allir eru velkomnir í kirkjuna en vegna sóttvarna þurfa kirkjugestir að sýna fram á neikvætt Covid-19-hraðpróf sem er ekki eldra en 48 klst. við komu í kirkju. Heimapróf eru ekki tekin gild. Birgir Guðbjörnsson Guðbjörg Birgisdóttir Rútur Örn Birgisson Kristín Jónsdóttir Anika Rut, Myrra Kristín, Jón Birgir og Sigríður Rut Ástkær faðir minn, sonur og bróðir, ÁRNI BÖÐVARSSON, lést miðvikudaginn 3. nóvember. Útförin hefur farið fram. Dagur Árnason foreldrar, systkini og makar Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR, Stórakrika 2b, Mosfellsbæ, lést á líknardeild Landspítalans mánudaginn 6. desember. Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 17. desember klukkan 15. Kirkjugestir þurfa að framvísa neikvæðu hraðprófi, ekki eldra en 48 klst. Streymt verður frá athöfninni sem hægt er að nálgast á www.mbl.is/andlat. Blóm eru vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Lífskraft. Halldór Valdín Gíslason Jóhanna Björg Halldórsd. Ólafur Valdín Halldórsson Ragnheiður Gló Gylfadóttir Gísli Elvar Halldórsson Elsa Þóra Jónsdóttir og ömmubörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTBJÖRG SIGURBJÖRNSDÓTTIR frá Múlastekk í Skriðdal, lést á Hjúkrunarheimilinu Eir sunnudaginn 5. desember. Útför hennar fer fram í Grafarvogskirkju á Lúsíudag, 13. desember, kl. 10-11 í viðurvist allra nánustu ættingja vegna sérstakra aðstæðna. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Hjartans þökk fyrir einlæga samkennd og samúð. Ingunn St. Svavarsdóttir Sigurður Halldórsson Kristbjörg, Kristveig, Halldór Svavar og fjölskyldur Birna Kristín Svavarsdóttir Kristinn Ingólfsson Svava, Ásdís, Sigurbjörn og fjölskyldur Erla Kolbrún Svavarsdóttir Gunnar Svavarsson Guðrún Mist, Melkorka og fjölskyldur Alma Eir Svavarsdóttir Guðjón Birgisson Magnús Már, Svavar og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.