Morgunblaðið - 11.12.2021, Síða 32
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HÓLMFRÍÐUR STELLA HELGA
ÓLAFSDÓTTIR,
Akurhólum 4, Selfossi,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
föstudaginn 3. desember.
Útförin fer fram frá Selfosskirkju miðvikudaginn 15. desember
klukkan 13. Vegna fjöldatakmarkana verða aðeins nánustu
aðstandendur og vinir viðstaddir. Athöfninni verður streymt á
www.selfosskirkja.is
Jón Karl Róbertsson Ingveldur Sævarsdóttir
Kristrún Eva Róbertsdóttir
Sigurbjörg Sara Róbertsd. Ármann Magnús Ármannsson
barnabörn og barnabarnabarn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
LÓA GUÐRÚN GÍSLADÓTTIR,
áður til heimilis á
Sandabraut 10, Akranesi,
lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða
Akranesi miðvikudaginn 8. desember. Útförin fer fram frá
Akraneskirkju föstudaginn 17. desember með nánustu
fjölskyldu og vinum. Streymt verður frá athöfninni á vef
Akraneskirkju, www.akraneskirkja.is. Sérstakar þakkir til
starfsfólks hjúkrunar- og dvalarheimilisins Höfða fyrir góða
umönnun.
Guðný Elín Geirsdóttir Garðar Geir Sigurgeirsson
Valdimar Geirsson Sigríður Ellen Blumenstein
Hrafnhildur Geirsdóttir Ólafur R. Guðjónsson
Anna Lóa Geirsdóttir Engilbert Þorsteinsson
Erla Geirsdóttir Ársæll Alfreðsson
Gísli Geirsson
Elín Þóra Geirsdóttir Valur Jónsson
ömmubörnin
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
BRAGI SIGURJÓNSSON,
Geirlandi við Suðurlandsveg,
lést fimmtudaginn 25. nóvember. Útför
hans fer fram frá Kópavogskirkju
fimmtudaginn 16. desember klukkan 13.
Allir sem vilja fylgja honum eru velkomnir en vegna sóttvarna
þurfa kirkjugestir að sýna neikvætt Covid-19-hraðpróf við
innganginn, tekið af viðurkenndum aðila og ekki eldra en 48
tíma. Streymt verður frá athöfninni á slóðinni
https://youtu.be/L64lhiYVK_M. Hlekk á streymi má nálgast á
www.mbl.is/andlat
Árni Brynjar, Helga Björk
Sigurjón Rúnar og Guðrún Hlín Bragabörn
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐMUNDUR KJARTAN OTTÓSSON,
verður jarðsunginn frá Neskirkju
þriðjudaginn 14. desember klukkan 13.
Allir eru velkomnir í kirkjuna en vegna
sóttvarna þurfa kirkjugestir að sýna
neikvætt hraðpróf við innganginn sem er ekki eldra en 48 klst.
Hraðpróf er pantað fyrir fram á covidtest.is eða testcovid.is.
Guðríður Þorvalds Jónsdóttir
Ottó Guðmundsson Inga Jónsdóttir
Guðný Guðmundsdóttir Jóhannes Stefánsson
Lárus Guðmundsson María Jóhanna Sigurðardóttir
Örn Guðmundsson Ingunn Þorvarðardóttir
Sigurður Guðmundsson
afabörn og langafabörn
✝
Guðný Þór-
arinsdóttir
fæddist á Blönduósi
1. ágúst 1943. Hún
lést á HSN Blöndu-
ósi 29. nóvember
2021.
Foreldrar henn-
ar voru Helga
Kristjánsdóttir og
Þórarinn Þorleifs-
son, bæði látin.
Maki Guðnýjar
er Óskar Sigurfinnsson, for-
eldrar hans voru Björg Erlends-
dóttir og Sigurfinn Jakobsson,
bæði látin. Börn Guðnýjar og
Óskars eru: 1) Þóranna Björg, f.
12.11. 1960, gift Þorsteini
Björnssyni. 2) Hólmfríður Sig-
rún, f. 31.10. 1961, í
sambúð með Vigni
Björnssyni. 3) Þor-
leifur Helgi, f. 13.1.
1963, giftur Þór-
eyju Guðmunds-
dóttur. 4) Júlíus
Árni, f. 1.12. 1964, í
sambúð með Dýr-
finnu Vídalín Krist-
jánsdóttur. 5)
Hulda Björk, f.
20.8. 1966, d. 14.10.
1971. Afkomendur þeirra eru á
fimmta tug.
Útför Guðnýjar fer fram frá
Blönduóskirkju í dag, 11. des-
ember 2021, klukkan 14. Hægt
er að nálgast vefstreymi á face
booksíðu Blönduóskirkju.
Ég man það elsku mamma mín,
hve mild var höndin þín.
Að koma upp í kjöltu þér
var kærust óskin mín.
Og ennþá rómar röddin þín,
svo rík í hjarta mér.
Er nóttin kemur dagur dvín,
í draumi ég er hjá þér.
(Jenni Jónsson)
Móðir mín, Guðný Þórarins-
dóttir, góð, velviljuð, lífsglöð og
hjartahlý kona, er gengin. Í mín-
um huga er minningin um
mömmu fyrst og fremst minning
um mannvin sem ekki unni sér
hvíldar ef hjálpa þurfti öðrum,
ættingjum, vinum eða sveitung-
um. Mamma bar djúpa virðingu
fyrir lífinu og gjöfum jarðar og
það sama hefur hún lagt áherslu
á við sína nánustu. Hún lagði
mikið upp úr að hrósa og hvetja
börn og barnabörn og aðra sem
hún var í samskiptum við. Gott
var að hafa mömmu til að „fletta“
upp í ef muna þurfti afmælisdag
eða vita ættartengsl og annað
sem tengdist mannlífinu. Hún
var ótrúlega minnug og vel upp-
lýst. Þegar stund gafst frá dag-
legum önnum í sveitinni prjónaði
hún og heklaði og nutu ófáir af-
raksturs þeirrar miklu og vönd-
uðu framleiðslu. Þegar aldur
færðist yfir og krankleiki herjaði
á var hún endalaust að þakka fyr-
ir alla aðstoð og hlýju sem hún og
pabbi fengu frá vinum og ætt-
ingjum. Móðir mín var verndari
minn, fyrirmynd og vinur. Ég get
aldrei nógsamlega þakkað að
hafa fengið að eiga hana að allt
mitt líf, læra af henni og fá að
hafa hana með mér áfram í minn-
ingunni til æviloka.
Sigrún Óskarsdóttir.
Í dag kveðjum við góða vin-
konu okkar, Guðnýju í Meðal-
heimi. Manni finnst svo ótrúlega
skrítið að hún skuli vera farin frá
okkur, svona allt í einu. Við töl-
uðum saman á laugardag og var
hún þá glöð og hress. Ég sagði
seinast í lok samtals, við tölum
svo saman seinna, en það verður
vonandi bið á því. Á mánudags-
morgninum eftir samtalið var
hún dáin. Guðný var manneskja
sem sérlega gott var að þekkja.
Hún var alltaf boðin og búin til að
rétta hjálparhönd hverjum sem
var, ekki síst þeim sem erfitt áttu
á einhvern hátt og þurftu á hjálp
að halda. Hún var alltaf glöð og
tók öllum erfiðleikum og sorgum
af stakri rósemi við hlið síns góða
manns, Óskars Sigurfinnssonar,
en þau voru búin að búa í Með-
alheimi allan sinn búskap. Hún
og þau öll í Meðalheimi gerðu
okkur hjónunum t.d. eitt sinn
mikinn greiða er við fluttum til
Reykjavíkur 2006 og gátum ekki
farið með hann Smala okkar með
okkur. Þá hringdum við í Guð-
nýju og sögðum henni frá vand-
ræðum okkar og nefndum það
hvort hún gæti leyst úr þeim. Þá,
eins og alltaf, var hennar svar:
„Jú, jú, alveg sjálfsagt að lofa
honum að vera hjá okkur ef hann
vill það, greyið.“ Og það vildi
hann svo sannarlega því þar var
hann í marga vetur og þar leið
honum alltaf vel og fór þaðan í
margar heiðargöngur. Ég held að
hann hafi verið hættur að vita
hvort hann átti frekar heima á
Merkjalæk eða Meðalheimi sein-
ustu árin hans og segir það sitt.
Guðný ólst upp í stórum systk-
inahópi á Blönduósi og var gam-
an að heyra hvað hún hafði mikið
samband við þau öll systkinin og
fylgdist vel með hvað fjölskyldan
stækkaði ört. Hún hugsaði alltaf
sérlega vel um börnin sín og
barnabörn. Hún var mikil prjóna-
kona og var búin að prjóna mikið
á hópinn sinn allan, jafnt á stóra
sem smáa. Guðný hafði auðvitað
nóg að gera á sínu stóra heimili
en samt sem áður unnu þau hjón,
Guðný og Óskar, bæði í fjölda-
mörg haust í sláturhúsinu við
sauðfjárslátrun og má segja að
þar hafi okkar fyrstu kynni orðið.
Í Meðalheimi var alltaf mikill
gestagangur og þar var ætíð gott
að koma. Móttökur voru þar hlýj-
ar og notalegar og mikið var þar
spjallað við eldhúsborðið. Að lok-
um viljum við þakka Guðnýju
innilega fyrir samfylgdina gegn-
um árin og alla hennar vinsemd
og hjálp og vottum Óskari og fjöl-
skyldunni allri innilegrar samúð-
ar.
Ragnhildur og Sigurður,
Merkjalæk.
Guðný
Þórarinsdóttir
✝
Bjarni Gunn-
arsson fæddist
í Reykjavík 6. júní
1946. Hann lést á
Landspítalanum
við Hringbraut 29.
nóvember 2021.
Foreldrar hans
voru Gunnar
Vagnsson, f. 15.
júlí 1918, d. 23.
september 1977,
og Sigríður
Bjarnadóttir, f. 14. febrúar
1920, d. 24. mars 2006.
Systkini Bjarna eru Krist-
ín, f. 7. apríl 1948, Gunnar
Vagn, f. 11. ágúst 1950, og
Margrét, f. 23. janúar 1965,
d. 23. ágúst 2014.
Þann 8. janúar 1944 kvænt-
ist Bjarni Dagbjörtu Gunnars-
dóttur, f. 19. mars 1950. For-
eldrar hennar voru Gunnar J.
Ólason, f. 1903, d. 1973, og
Kristín Bæringsdóttir, f.
1914, d. 2006.
Bjarni gekk hefðbundna
skólagöngu og útskrifaðist
frá Menntaskólanum í
sér að þýðingum en hann
hafði öðlast réttindi sem lög-
gildur skjalaþýðandi og dóm-
túlkur. Við þetta starfaði
hann meðan heilsa hans
leyfði.
Frá barnæsku var Bjarni í
tónlistarnámi, hann lærði á
klarinett við Tónlistarskólann
í Reykjavík. Hann lék um ára-
bil með Lúðrasveitinni Svani
og ýmsum fleiri hljómsveitum.
Einnig stundaði Bjarni
söngnám í Söngskólanum í
Reykjavík, og söng í ýmsum
kórum, lengst í Langholt-
skórnum og Hljómeyki.
Á seinni árum lærði Bjarni
á harmonikku og var í Félagi
harmonikkuunnenda í Reykja-
vík.
Bjarni og Dagbjört bjuggu
mestan sinn búskap í Bogahlíð
20 í Reykjavík.
Bjarni hafði unun af ferða-
lögum bæði innanlands og ut-
an. Þau hjónin ferðuðust ófáar
ferðir til Ítalíu, einnig til
margra fleiri landa þar sem
þau nutu tónlistar og ann-
arrar menningar meðan heilsa
Bjarna leyfði.
Útför Bjarna hefur farið
fram.
Reykjavík 1966.
Því næst stund-
aði hann ensk-
unám í Háskóla
Íslands einn vetur
en fór síðan til Ír-
lands og innrit-
aðist í Trinity
Collage í Dublin
þar sem hann
lagði stund á
ensku sem að-
alfag, einnig
þýsku og listasögu.
Eftir heimkomuna kenndi
hann í Menntaskólanum í
Reykjavík, einnig starfaði
hann í menntamálaráðuneyt-
inu sem ráðgjafi.
Hann fór þá til Bandaríkj-
anna og innritaðist í Univers-
ity of Southern Illinois Car-
pendale og útskrifaðist þaðan
með meistaragráðu í ensku.
Eftir heimkomuna frá
Bandaríkjunum réðst Bjarni
til Menntaskólans í Reykjavík
og kenndi ensku þar í 36 ár.
Eftir starfslok í
Menntaskólanum sneri hann
Í annað sinn minnist ég þess er
ég kom í Tjarnarflöt 4 til að kynn-
ast fjölskyldunni sem þar bjó.
Þar var hár og stæðilegur maður
er gaf fast handtak og hlýtt
hjarta. Bjarni var alla tíð opinn,
góður grínisti og gaf af sér. Tón-
list átti stóran þátt í lífi hans,
hann spilaði á klarínett, gítar og
nú seinni árin harmoniku. Fleiri
hljóðfæri átti hann við en það var
söngurinn sem gaf honum mikið.
Hann lærði söng og söng með
Langholtskórnum og Hljómeyki.
Eftir lát tengdaföður míns komu
þau tengdamóðir mín, Bjarni og
Margrét systir hans mörg að-
fangadagskvöld til okkar og þá
var Bjarni hrókur alls fagnaðar.
En það varð að bíða með matinn
þar til Bjarni kom því hann söng í
Langholtskirkju jólamessuna
með kórnum. Eftir að Bjarni
kynntist eftirlifandi eiginkonu
sinni fóru leiðir okkar að liggja
saman í ferðalögum innanlands
og margar góðar stundir áttum
við saman á tjaldstæðum, í ættar-
og fjölskylduferðum. Eins hafa
þau ferðast mikið erlendis, t.d. á
Ítalíu og farið á tónleika erlendis.
Það var gaman að ræða við
Bjarna, hann kynnti sér ótal mál-
efni og oft bar hæst tæknimálin
sem var áhugamál ásamt tónlist-
inni. Bjarna varð ekki barna auð-
ið en hann sýndi börnum okkar
og barnabörnum mikinn áhuga
og þau hjón gáfu þeim vandaðar
og góðar gjafir um hver jól. Hann
lánaði þeim hljómplötur og ræddi
um tónlistina við þau og sýndi
ávallt áhuga á því sem þau voru
að gera. Mörg undanfarin áramót
hafa Bjarni og Dagbjört komið til
okkar og fagnað með okkur nýju
ári og kvatt það gamla. Oft var
minnst á líðandi stundir en ekki
síst hvað nýja árið bæri í skauti.
En fljótt skipast verður í lofti því
Bjarni veiktist snemma í sumar
og ekki varð af neinum ferðalög-
um í sumar, en minning um góðan
samferðafélaga mun ávallt lifa,
og þar kemur að við njótum him-
neskrar tónlistar í hæstu hæðum.
Ólafur I. Jóhannsson.
Skólafélagi okkar og bekkjar-
bróðir, Bjarni Gunnarsson, er
fallinn frá eftir erfið veikindi.
Hann var skólabróðir minn fyrst
rétt eftir miðja síðustu öld í Aust-
urbæjarskólanum og síðan í
Gagnfræðaskóla Austurbæjar,
landsprófi og að lokum sessu-
nautur í Menntaskólanum í
Reykjavík. Þar vorum við í fá-
mennum bekk, 6. D, sem taldi
þrettán nemendur og lukum þar
stúdentsprófi árið 1966. Nú eru
tveir fallnir frá í fámennum hópi
og er skarðið stórt.
Þegar Bjarna er minnst kemur
fyrst í hugann ljúfur, kurteis,
hláturmildur, fróður og skemmti-
legur maður með svolítið góðan
breskan húmor. Hann minnti að
mörgu leyti á breskan séntilmann
í tvídjakkafötunum sínum, nær-
gætinn og fágaður í framkomu. Í
MR var hann góður námsmaður
og afbragðs enskumaður. Að
loknu námi í MR fór Bjarni til
enskunáms við Trinity College í
Dublin, þann virðulega, gamla
háskóla. Hann starfaði lengst af
sem enskukennari í MR en hann
var einnig löggiltur skjalaþýð-
andi og tók að sér verkefni þegar
krafist var sérstakrar kunnáttu
og nákvæmni.
Að stúdentsprófi loknu tvístr-
aðist bekkurinn, mismunandi
framtíðarverkefni voru valin,
flestir héldu í háskóla hér á landi
en aðrir sóttu menntun utan
landsteinanna og breytingar
urðu á fjölskylduhögum. Tæki-
færi til að hittast urðu færri þar
til fyrir nokkrum árum að við
bekkjarfélagarnir ákváðum að
hittast reglulega og eiga góða
stund saman. Þar var Bjarni
hrókur alls fagnaðar á sinn ljúfa
og hógværa hátt.
Tónlist var Bjarna hugleikin
og var hann með afar góða söng-
rödd sem hann nýtti í kórastarfi
og á góðra vina fundum. Minn-
isstætt er þegar æfður var kór í
MR til að flytja enska madrígala.
Þar var Bjarni á heimavelli með
sína góðu rödd og áhuga á
breskri menningu. Hann var afar
vel að sér um sígilda tónlist og
sótti m.a. gjarnan tónleika Sinfó
þar sem hann þekkti tónlistina
manna best.
Farinn er góður drengur sem
er sárt saknað og er Dagbjörtu
og öðrum aðstandendum vottuð
innileg samúð.
Fyrir hönd bekkjarbræðra í
6. D,
Guðmundur Ragnarsson.
Bjarni Gunnarsson
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2021
Óli Pétur
Útfararstjóri
s. 892 8947
Dalsbyggð 15, 210 Garðabær
Sími 551 3485 • olip2409@gmail.com
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í
öðrum miðlum nema að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Minningargreinar