Morgunblaðið - 11.12.2021, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.12.2021, Blaðsíða 33
Góður vinur, frændi og skóla- bróðir fór yfir móð- una miklu síðastlið- inn laugardag. Gylfa Þór kynntist ég fyrst á Laugarvatni haustið 1969. Við urðum strax miklir vinir, hann var einstaklega geðprúður í alla staði. Við áttum mörg sömu áhugamál og bar sönginn þar hæst. Við gátum endalaust tekið lagið saman. Eftir útskrift vorið 1970 hittumst við, bæði fyrir norðan hjá okkur Önnu og á Sel- fossi hjá honum og Línu. Það var mikið sungið og farið í frábærar gönguferðir. Við gengum t.d. á Esjuna og um Skaftafell og fjöll- in í Ólafsfirði. Við áttum góðar stundir þegar Þróttarar ’69-’70 hittust á afmælismótum okkar. Ég kom til Gylfa nokkuð oft síð- ustu árin eftir að hann veiktist. Vorið 2020 komum við skóla- félagarnir saman á Laugarvatni og kom Gylfi þangað og var með okkur í söngnum og brosti mik- ið. Það var stórkostlegt að hafa hann með okkur á 50 ára afmæl- inu okkar. Gylfi Þór Gíslason ✝ Gylfi Þór Gísla- son fæddist 20. desember 1949. Hann lést 27. nóv- ember 2021. Jarð- sett var 6. desem- ber 2021 Já, það mætti skrifa margt fleira um vin okkar Gylfa Þór, hann var svo léttur og skemmti- legur félagi. Þar sem Gylfi var var ætíð fjör og gaman. Ég kom til hans nú í sumar í tvígang og auðvitað tókum við lagið saman. Við söknum góðs vinar og sendum innilegar sam- úðarkveðjur til allra aðstand- enda Gylfa Þórs. Blessuð sé minning hans. Hlýjar kveðjur, Gunnar og Anna, Akureyri. Elsku hjartans Gylfi minn, nú sit ég fyrir framan tölvuna og skrifa minningargrein um þig. Ég er svo þakklát að hafa fengið að vera í þínu lífi, fyrst sem kær- asta þín í rúmlega ár. Við gerð- um marga skemmtilega hluti saman, ef þú áttir góða daga skokkuðum við oft 5 km, enda bæði mikið íþróttafólk. Þú íþróttakennari, fótboltamaður og þjálfari, ég keppti í frjálsum íþróttum. Þú varst svo róman- tískur, gleymi aldrei þegar þú komst fyrst til mín. Þegar ég opna hurðina stendur þú þar með fallega brosið þitt og risa- blómvönd sem þú tíndir úti í náttúrunni á leiðinni. En ég bjó þá í Reykjavík. Oft fórum við í Glæsibæ þar sem þú söngst í ka- rókí og það var dásamlegt að geta farið með þig einnig á Vín- barinn, þar sem þér fannst svo gott að fá þér gott viskí eða koníak. Margar ferðir upp í Þrastalund með nesti og gengið út um allt. Elskan mín, þetta gaf okkur báðum svo mikið. Síðan skildi leiðir okkar, þegar ég flutti á Selfoss 2018. Og ég frétti að þú að værir kominn á Foss- heima. En þú varst með sjúk- dóminn parkinson. Þú varst kominn með hann þegar við vor- um saman. Við áttum bæði dásamlega tíma og líka mjög erf- iða tíma þegar þú varst slæmur. Ég fann fallegar myndir af þér sem ég hélt að ég væri búin að týna. Ég setti myndirnar í ramma og færði þér upp á Foss- heima. Eftir það kom ég til þín einu sinni í viku stundum oftar. Það gaf mér svo mikið að geta komið til þín rifjað upp okkar gömlu tíma. Þú varst þjálfari í Ólafsvík og þjálfaðir Víking Ó. Ég fann myndir frá þessum tíma sem Helgi Kristjánsson hefur sett inn á Facebook. Það var mikil gleði hjá þér – og sjá ljóm- ann í andliti þínu þegar ég sýndi þér þær. Þú þekktir þá alla. Með nafni. Ég veit að þeir minnast þín allir með hlýju og virðingu. Elsku Gylfi minn, nú hefur þú kvatt þetta líf. Það gaf mér mik- ið að geta komið og kvatt þig og verið með Ólöfu dóttur þinni ásamt tveimur sonardætrum þínum. Þarna áttum við góða klukkutíma saman. Að geta haldið í höndina þína eins og ég var búin að gera síðustu þrjú ár- in þegar skjálftinn var mikill, alltaf hætti hann um leið og ég hélt í hendurnar þínar. Elsku hjartað mitt, ég kveð þig með miklum söknuði og nú er tóma- rúm í mínu hjarta. Engar fimmtudagsstundir lengur hjá okkur. En elskan, ég veit að þú varst búinn að þrá að losna frá þessu lífi og þjáningum. Nú syngur þú, ferð í fótbolta, hleyp- ur og kannski þjálfar þú líka í Sumarlandinu. Alltaf þegar þú kvaddir mig sagðir þú: Stattu þig og áfram, Snæfell. Elsku hjartans Gylfi minn, ég er svo þakklát fyrir allar stundirnar sem við áttum saman, það gaf mér svo mikið og þér líka að geta komið til þín á Fossheima og stytt þér stundir hvort sem við horfðum á sjónvarpið, spjöll- uðum eða bara þögðum saman hönd í hönd. Þín Edda Björk Hjörleifsdóttir. Það er svolítið skrýtið að þú sért allt í einu farin frá okkur, farin frá okkur og komir ekki aftur nema í minningum en þar er af nægu að taka. Í Hvassaleiti var yfirleitt allt í föstum skorðum hjá ykkur afa, verkaskiptingin var skýr en það var líka alveg skýrt hver það var sem réði! Heimilið hafði svolítið danskt yfirbragð, í hádeginu varst þú gjarnan búin að smyrja danskt rúgbrauð með hinu og þessu áleggi auk þess sem oft var boðið upp á súpu, og stöku sinnum fékk afi pilsner með! Það brást ekki að þú mundir alltaf eftir öllum afmælum í fjöl- skyldunni, bæði börnum og barnabörnum, og alltaf hringdir þú daginn áður, til þess að trufla nú örugglega ekki neinn á af- mælisdaginn. Þegar við fórum saman til Danmerkur 2011 varstu sannar- lega í essinu þínu, Jens var bú- inn að panta hjólastól til þess að keyra þig úr flugvélinni á Kast- rup, þú tókst náttúrlega ekki í mál að fara í hann, enda eld- hress. En í Danmörku varstu sannarlega á heimavelli og hrók- ur alls fagnaðar, þér þótti svo gaman að hitta alla ættingjana og verja með þeim stund. Sagðir okkur alls kyns sögur úr upp- vextinum og hvernig hlutirnir voru þegar þú varst ung. Síðustu mánuði hittumst við að minnsta kosti einu sinni í viku, ýmist fórum við og fengum okkur kaffibolla einhvers stað- ar, fórum á rúntinn eða kíktum á langömmubörnin þín eða bara spjölluðum á Grundinni. Alltaf spurðir þú frétta af þínu fólki og vildir fylgjast vel með öllu, sér- staklega barnabörnum. Elsku amma – takk fyrir allt. Andrés Ívarsson. Ellen Margrethe Guðjónsson ✝ Ellen Margr- ethe Guð- jónsson, fæddist 20. febrúar 1925. Hún lést 27. október 2021. Útförin fór fram í kyrrþey. Ég var ákaflega heppin að fá að kynnast Ellen og njóta samvista við hana í rúman ára- tug, þrátt fyrir töluverðan aldurs- mun urðum við strax vinkonur. Fljótlega eftir að hafa ruglað reytum við Andrés sonar- son hennar bauð hún okkur í mat, auðvitað í danskan julefrokost með öllu til- heyrandi. Þar var stórfjölskyld- an saman komin á heimili henn- ar, nema hvað. Ellen var allt í senn að elda, dekka borð og spjalla við fólkið sitt, miðpunkt- urinn og hrókur alls fagnaðar en ég undraði mig á hve kvik hún var og virtist fara létt með allt þetta umstang þrátt fyrir háan aldur. Ellen var ein af þeim sem maður verður ríkari af sam- skiptum við, hún var dönsk en bjó á Íslandi í rúmlega sjötíu ár. Hún var sannkallaður heims- borgari, framúrstefnuleg í hugs- un, opin og einlæg, einstaklega viðræðugóð og létt í lund. Hún var sterkur persónuleiki sem fylgdist vel með sínu fólki og sýndi í orðum og verki að henni þótti virkilega vænt um afkom- endur sína. Hún hafði góðan húmor og laðaði fram það besta í öllum sem hún umgekkst. Fáguð og flott, ávallt fín og vel tilhöfð, hafði næmt auga fyrir fallegum hlutum og blómum sem hún færði fólkinu sínu við ýmis tæki- færi. Í mannlegum samskiptum var hún meistari sem vildi kynn- ast fólki og fannst gaman að spjalla við unga sem aldna jafnt á dönsku og íslensku eða bara allt í bland ef því var að skipta. Hún var næm á fólk og mann- legt eðli og nálgaðist fólk af kærleik og alúð. Frá fyrstu kynnum hringdi Ellen alltaf í mig kvöldið fyrir afmælið mitt, það gerði hún til að trufla ekki upptekið afmæl- isbarnið á sjálfan afmælisdag- inn, hún spurði alltaf hvað ég væri nú gömul núna, skellihló svo og sagði nei, nei, það getur ekki verið! Hún vissi hvenær allir áttu afmæli í fjölskyldunni, skráði það niður í sérstaka af- mælisdagabók sem hún hafði alltaf við höndina. Hún hafði einlægan áhuga á barnabarna- börnum og vildi fá að sjá og heyra um allt sem á daga þeirra dreif. Um tíma bjuggum við úti á landi, þá skrifaði ég henni bréf með sögum af börnunum og ljósmyndum, þetta fannst henni alveg frábært og hringdi glöð í bragði strax eftir lesturinn til að þakka fyrir þennan óvænta glaðning. Við urðum aldrei uppiskroppa með umræðuefni, spjölluðum um heima og geima, gjarnan börnin og hvað væri enn gott og gilt í umönnun og uppeldi barna og hvað væri allt öðruvísi frá því hún eignaðist sín börn. Minningum um ein- staka konu, ömmu og langömmu munum við halda á lofti um ókomna tíð. Hvíldu í friði elsku Ellen og hafðu þökk fyrir góða viðkynn- ingu og vináttu. Þorbjörg Pálmadóttir. Ellen fæddist á Jótlandi, hún flutti með sér siði og venjur frá æskuheimilinu og bjó sér og sinni fjölskyldu fallegt heimili sem hún stýrði af miklum myndarskap. Þar tók hún á móti fólki af umhyggju og mikilli ánægju. Að loknu hjúkrunarnámi afl- aði hún sér víðtækrar reynslu með störfum á fæðingardeild, barnaspítala og geðsjúkrahúsi í Danmörku og fór síðan til Eng- lands þar sem hún starfaði við einkahjúkrun en einnig á stóru sjúkrahúsi í London. Í byrjun árs 1950 sneri hún aftur heim. Þá lágu leiðir þeirra Andrésar saman. Hann hafði nýlokið námi sem véltæknifræðingur frá tækniskólanum í Odense og var á leið heim til Íslands. Tilhuga- lífið var stutt, en þau vissu hvað þau vildu og giftu sig 9. desem- ber 1950 og heim til Íslands komu þau stuttu fyrir jólin. Þau voru samheldin hjón og báru mikla virðingu hvort fyrir öðru. Við komuna til Íslands var Ellen strax ákveðin í að Ísland væri hennar nýja heimaland. Hún hélt góðu sambandi við fjölskyldu sína í Danmörku og með dönskum vinkonum sínum á Íslandi ræktuðu þær allt sem danskt var og vinskapinn í Den danske Kvinneklub. Ellen byrjaði að vinna sum- arið 1951 á Landspítalanum og vann þar nokkur sumur en hóf svo fast starf þegar synirnir voru komnir á skólaaldur. Hún naut þess að hjúkra og sérstak- lega var henni kært að vera ein af þeim sem tóku þátt í upp- byggingu hjúkrunarstarfsins á Borgarspítalanum. Hún vann á A-6 lyflækningadeild árin 1966- 1979, í Hafnarbúðum öldrunar- deild 1979-1986 og á Droplaug- arstöðum 1986-1988. Við vorum báðar ungar þegar við kynntumst, hún fyrirmynd- arhúsmóðir sem ég leit upp til og lærði margt af en ég undir sterkum áhrifum kvenréttinda- baráttunnar. Við vorum báðar hjúkrunarmenntaðar og sér- staklega seinni ár áttum við ánægjulegar stundir við spjall um starfið okkar og samtíðar- fólk. Hún var amma sonar míns sem var hennar fyrsta barna- barn. Ömmuhlutverkinu tók hún fagnandi og var frá fyrsta degi boðin og búin að passa drenginn. Þegar ekki þurfti að passa hann lengur kom hún á föstum viku- legum samverustundum þar sem dekrað var við hann og eld- aður uppáhaldsmaturinn hans. Þannig tók hún seinna á móti fyrstu langömmustrákunum sem voru alltaf sérstaklega vel- komnir á heimili þeirra Andrés- ar. Ellen var lífsglöð og jákvæð og átti auðvelt með að finna björtu hliðarnar á tilverunni. Henni var sérstaklega annt um allt sitt fólk og fylgdist vel með. Fáa hef ég þekkt sem hafa átt eins auðvelt með að hrósa fólki og fékk ég minn skerf af því og fyrir það er ég þakklát. Eftir andlát Andrésar 2009 fór hún í dagþjálfun í Múlabæ, þrjá daga í viku og bjó ein á eig- in heimili þar til hún varð 96 ára. Hún hældi starfsfólki Múlabæj- ar við hvert tækifæri og sama var að segja um starfsfólkið á Grund en þangað fluttist hún í febrúar sl. Ég kveð mína kæru vinkonu og þakka henni alla hennar ást og umhyggju við mig og mína fjölskyldu. Sigrún Kristjana Óskarsdóttir. MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2021 Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGUNN K. KRISTENSEN, lést á Hrafnistu Boðaþingi 1. desember. Hennar verður sárt saknað. Ingunn verður jarðsungin frá Seljakirkju þriðjudaginn 14. desember klukkan 15. Allir sem vilja fylgja henni eru velkomnir en vegna sóttvarnatakmarkana þarf að sýna neikvætt hraðpróf við innganginn frá viðurkenndum aðila, ekki eldra en 48 tíma. Streymt verður frá athöfninni: https://youtu.be/_LxtLO-hhcU Karl Kristensen Oktavía Ágústsdóttir Lilja Kristensen Unnsteinn G. Jóhannsson Arnheiður I. Kristensen Oscar Diano Hrefna Kristensen Gil Cereno Jóhanna M. Kristensen barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, KRISTÍN MARÍA GUÐBJARTSDÓTTIR WAAGE frá Stokkseyri, lengst til heimilis í Keflavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 6. desember. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 16. desember klukkan 13. Allir sem vilja fylgja henni eru velkomnir en vegna sóttvarna þarf að sýna neikvætt Covid-19-hraðpróf við innganginn, tekið af viðurkenndum aðila og ekki eldra en 48 tíma. Laufey Waage Málfríður Waage Héðinn Waage og fjölskyldur Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNÓLFUR ÁRNASON, Hrannarbyggð 13, Ólafsfirði, lést í faðmi fjölskyldunnar á sjúkrahúsinu á Siglufirði laugardaginn 4. desember. Útför fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju miðvikudaginn 15. desember klukkan 13. Vegna sóttvarna eru kirkjugestir beðnir að sýna neikvætt covid-hraðpróf við inngöngu, ekki eldra en 48 klst. Heimapróf ekki tekin gild. Kristín Anna Gunnólfsdóttir Kristján Hilmar Jóhannsson Árni Gunnólfsson Dídí Ásgeirsdóttir Sigurbjörg Gunnólfsdóttir Sigurbjörn Ragnar Antonsson Heiðbjört Gunnólfsdóttir Lúðvík Ásgeirsson Heiðar Gunnólfsson Júlía Gunnlaugsdóttir Poulsen barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæri KARL ÁSGRÍMSSON, Strikinu 8, Garðabæ, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 8. desember. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ fimmtudaginn 16. desember klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verða einungis nánustu ástvinir viðstaddir. Streymt verður frá útförinni og hægt að nálgast það á www.mbl.is/andlat Kristín Oddbjörg Júlíusdóttir Gústav Adolf Karlsson Hugrún Olga Guðjónsdóttir Þóra Sigríður Karlsdóttir Ásgrímur Karl Karlsson Marcela Karlsson Júlíus Guðjón Marteinsson Thelma Hólm Másdóttir Arnar Rúnar Marteinsson Soffía Dröfn Marteinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær bróðir og frændi, SIGURÐUR HERMANNSSON frá Gerðakoti, Ölfusi, Tryggvagötu 9, Selfossi, lést á Landspítalanum Hringbraut miðvikudaginn 17. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Marta Sig. Hermannsdóttir og frændsystkini

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.