Morgunblaðið - 11.12.2021, Page 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2021
✝
Hannes Hólm
Hákonarson
fæddist 31. október
1952 í Brekkukoti
Reykholtsdal. Hann
lést á Landspítalan-
um 23. nóvember
2021.
Foreldrar Hann-
esar voru Hákon
Hólm Leifsson, f.
28. apríl 1931, d. 8.
maí 1994, og Ingv-
eldur Hannesdóttir, f. 13. des.
1932, d. 20. ágúst 2011.
Bræður Hannesar eru: Krist-
mundur, f. 1956, Leifur Ólafur,
f. 1965, og Kristinn Sigurður, f.
1967.
Hinn 9. desember 1972
kvæntist Hannes Jóhönnu Mar-
gréti Guðlaugs-
dóttur, f. 1952.
Börn þeirra eru: 1)
Bára Konný, f.
1973, og á hún dæt-
urnar Sorayu
Yasmin, f. 2006, og
Ariönu Selmu, f.
2010. 2) Heiðar
Bragi, f. 1977, og á
hann börnin Arnar
Gauta, f. 2006, og
Hildi Elvu, f. 2009.
3) Valdimar Hannes, f. 1981, og
á hann Sölva Snæ, f. 2000, og
Kára Stein, f. 2006.
Hannes var bifreiðastjóri alla
tíð og rak sitt eigið fyrirtæki
með sendibíla og hópferðabíla.
Útför fór fram í kyrrþey að
ósk hins látna.
Minn elsku eiginmaður og
besti vinur er búinn að kveðja
þennan heim eftir erfið veikindi
og eftir situr sár söknuður. Efst í
huga mér er þakklæti fyrir allar
gleðistundirnar sem við áttum
saman í gegnum lífið, alla um-
hyggjuna og ástina.
Minningar sem munu ylja mér
um hjartarætur alla mína daga.
Sumir hverfa fljótt úr heimi hér
skrítið stundum hvernig lífið er,
eftir sitja margar minningar
þakklæti og trú.
Þegar eitthvað virðist þjaka mig
þarf ég bara að sitja og hugsa um þig,
þá er eins og losni úr læðing
lausnir öllu við.
Þó ég fái ekki að snerta þig
veit ég samt að þú ert hér
og ég veit þú munt elska mig
geyma mig og gæta hjá þér.
Og þó ég fengi ekki að þekkja þig
þú virðist alltaf getað huggað mig
það er eins og þú sért hjá mér
og leiðir mig um veg.
Þó ég fái ekki að snerta þig
veit ég samt að þú ert hér,
og ég veit að þú munt elska mig
geyma mig og gæta hjá þér.
Og þegar tími minn á jörðu hér,
liðinn er þá er ég burtu fer,
þá ég veit að þú munt vísa veg
og taka á móti mér.
(Ingibjörg Gunnarsd.)
Þín
Margrét.
Elsku pabbi. Ólýsanlegur
söknuður og sorg fyllir hjarta
mitt og ég trúi ekki að þú sért
farinn. Þegar ég var lítil varstu
alltaf í mínum augum stærstur
og sterkastur af öllum, „pabbi
getur allt“, sagði ég. Það breytt-
ist í rauninni ekki mikið á fullorð-
insárum. Þú varst einstaklega
góðhjartaður, skilningsríkur,
hjálpsamur og traustur pabbi og
vinur. Líf þitt snerist um
mömmu og okkur systkinin, þú
vannst myrkranna á milli til að
gefa okkur sem best líf en
gleymdir samt aldrei að gefa þér
líka tíma í að hafa gaman með
okkur, kenna okkur lífsreglurn-
ar, kyssa okkur og knúsa. Þú
trúðir alltaf á mig og stóðst með
mér í öllu því sem ég tók mér fyr-
ir hendur jafnvel þó þú vissir að
kannski væri betra að gera hlut-
inn öðruvísi því þú vissir að ég
yrði að gera mistök og læra af
þeim, að þessu mun ég búa alla
ævi og reyna að miðla til minna
barna. Þegar ég var lítil man ég
alltaf eftir því hvað mér þótti
vænt um hvað þið mamma voruð
samrýnd og mikill kærleikur á
milli ykkar, þið kvöddust alltaf
með kossi þegar annað ykkar var
að fara eitthvað og fram á þinn
síðasta dag hefur þessi kærleik-
ur og nánd haldist á milli ykkar.
Það voru mikil lífsgæði og for-
réttindi að alast upp með for-
eldra eins og ykkur.
Þegar þú eignaðist barnabörn-
in var sama sagan, þú baðaðir
þau í ást og umhyggju og tókst
þátt í þeirra daglega lífi og tóm-
stundum, enda varstu í þeirra
augum „besti afi í heimi“. Ég
mun að eilífu vera þér þakklát
fyrir hvað þú varst yndislegur
við dætur mínar, gekkst þeim að
miklu leyti í föðurstað og varst
alltaf til staðar fyrir þær. Við
mæðgur vorum mikið með ykkur
mömmu og þið hjálpuðuð mér
óendanlega mikið með stelpurn-
ar. Í dag er ég þakklát að eiga all-
ar þessar minningar um allt það
sem við gerðum saman, samtölin,
sumarbústaðaferðirnar, matar-
boðin, ferðalögin, og alla hvers-
dagslegu hlutina, heill banki af
yndislegum minningum. Þú tjáð-
ir þig kannski ekki mikið tilfinn-
ingalega en sýndir ást þína í
gjörðum, varst alltaf mættur
fyrstur á svæðið.
Það er ekki hægt að minnast
þín án þess að tala um að þú varst
handlaginn hvort sem það hafði
með hluti eða bíla að gera og ekki
fór það framhjá barnabörnunum
þínum sem töldu alltaf best að
hringja í afa ef eitthvað þurfti að
laga. Þú undir þér þó best í sum-
arbústaðnum sem þið mamma
áttuð og það eru ófáar minningar
og listaverk sem hafa fengið að
rísa þar, það síðasta var sólstofa
sem þú dundaðir þér við í miðri
lyfjameðferð og náðir næstum að
klára. Þetta var þín afslöppun.
Elsku pabbi, sorgin að missa
þig ristir óendanlega djúpt og
tárin eru endalaus. Ég verð æv-
inlega þakklát að hafa átt þig
sem pabba og mun hugsa til þín á
hverjum degi. Takk fyrir allt sem
þú hefur gert fyrir mig og börnin
mín, allt það sem þú kenndir
mér, ástina og umhyggjuna.
Elska þig alltaf.
Þín dóttir
Bára.
Elsku afi. Þú varst eins og
pabbi okkar. Þú varst alltaf til
staðar fyrir okkur og hjálpaðir
okkur í gegnum svo margt.
Hjörtun okkar eru brotin, við
hugsum um þig á hverjum ein-
asta degi og við munum ávallt
minnast þín og segja öðrum fal-
legar minningar um þig. Takk
fyrir að vera besti afi/pabbi í
heiminum. Allt er svo tómlegt án
þín og við trúum ekki að þú sért
farinn. Við værum ekki þær
manneskjur sem við erum í dag
ef þú hefðir ekki verið til staðar.
Við myndum gera allt til að fá að
hitta þig aftur, knúsa þig og
hlæja með þér. Vildum óska að
þú hefðir getað verið hjá okkur
lengur. Við munum varðveita
minningu þína og segja börnun-
um okkar hvað langafi þeirra var
góður afi.
Hvíldu í friði elsku afi og við
elskum þig meira en allt.
Soraya Yasmin og
Ariana Selma.
Elsku Hannes minn, það er
erfitt að trúa því að þú sért far-
inn frá okkur allt of snemma. Ég
ætla að hafa orð prestsins í huga
og muna allar góðu og yndislegu
minningarnar okkar saman.
Hvernig ég frétti fyrst af þér var
ansi skondið svo ekki sé meira
sagt. Bréfið fræga frá vinkon-
unni sem hún sendi mér þegar ég
var við vinnu í New York. Þá
voru skrifuð sendibréf, engir
GSM- símar í þá daga. Í bréfinu
stóð að hún væri trúlofuð strák,
næst kom fullt nafn sem mér
fannst þvílíkt vel skáldað og að
hann væri bílstjóri og keyrði út
banana. Þetta var nú algjör lyga-
saga og ég trúði ekki orði af þess-
um skáldskap. Sendi snarlega
svar til baka að ég vildi fá betri
sögu í næsta bréfi. Reyndin varð
nú önnur, heilagur sannleikur og
ég varð að trúa öllu. Síðan var
spennan mikil að hitta Hannes
sem var búinn að stela vinkon-
unni frá mér. Ég hafði nú getað
sleppt öllu stressi því alveg frá
fyrstu stundu náðum við svo vel
saman. Samverustundirnar eru
yndislega margar í gegnum árin
og þær hlýja manni inn að hjarta.
Hannes var alltaf mjög duglegur
og undi sér ekki öðruvísi en að
vera að gera og græja, ekkert
fyrir hangs. Það var alltaf gaman
að koma í heimsókn í bústaðinn
og sjá hvað hann var búinn að
framkvæma. Hann ljómaði allur
þegar hann sýndi okkur hvað var
búið að gera og hvað átti að gera
næst, næstu áform voru alltaf til
staðar. Ég sagði oft við hann,
farðu nú að slaka á og njóta en
það passaði honum ekki. Takk
fyrir allt. Ég vola ekki neitt með-
an ég skrifa þetta því ég veit að
þér líkar það ekki. Innilegar
samúðarkveðjur til ykkar allra.
Þín vinkona,
Ingibjörg Þ.
Nú er komið að kveðjustund
hjá okkur og besta vini okkar,
Hannesi Hólm Hákonarsyni.
Leiðir okkar og barnanna okkar
hafa legið saman í hartnær 50 ár í
gleði og sorg, svona eins og lífið
hefur boðið upp á hverju sinni
ásamt því að vinna og ferðast
saman.
Mesta sameiginlega gleði okk-
ar allra hlýtur þó að vera sú
ákvörðun að hafa keypt okkur
samliggjandi sumarbústaðarlönd
fyrir 30 árum. Og það getum við
svo sannarlega þakkað Hannesi
sem tvínónaði aldrei við hlutina
heldur framkvæmdi. Dag einn
hringdi hann í Steina og sagðist
vera búinn að taka frá tvær sum-
arbústaðarlóðir fyrir okkur, við
höfðum jú oft talað um að gera
þetta en nú var það orðið að veru-
leika og þær eru austur á Laug-
arvatni, sagði Hannes, við getum
allavega farið og skoðað landið,
það kostar ekkert. Og hvað gerð-
ist; landið var skoðað, keypt, girt
af og síðan byggt á því tveimur
árum seinna. Svona var Hannes.
Þarna höfum við verið í sum-
arsælunni hverja stund sem
gafst með okkar allra tryggustu
vinum, Möggu og Hannesi.
Ekki hefur verið ónýtt að eiga
svona stað í þessu covid-ástandi
síðastliðið ár og mánuði. Þetta
var mikið gæfuspor fyrir okkur
öll, börnin og barnabörnin að
geta komið í Sparikot og Sælukot
til að leika og slaka á.
Og ekki má gleyma besta vin-
inum honum Víkingi sem er varð-
hundurinn á staðnum en heldur
sig vera aðalborinn og hegðar sér
eftir því.
Elsku Hannes er búinn að
vera mikið lasinn í sumar og
haust en sagði samt alltaf ég hef
það fínt, ef hann var spurður,
sama hvernig honum leið.
Það er þyngra en tárum taki
að sjá á eftir svo góðum vini, en
við eigum minningar um góðar
stundir þar sem við hlógum, töl-
uðum, borðuðum saman eða bara
vorum. Þessi tími er ómetanleg-
ur.
En þó hann sé farinn eru enn
til staðar Sparikot, Sælukot,
Magga vinkona, Víkingur og allir
hinir sem eiga þessa fallegu
minningu um góðan dreng og
stað þar sem verkin hans tala til
manns hvar sem litið er í sveit-
inni.
Elsku Magga, Bára, Heiðar,
Valdi og allir krakkarnir, megi
guð og allar góðar vættir vera
með ykkur. Við hjónin óskum
vini okkar góðrar ferðar í sum-
arlandið.
Sjáumst seinna.
Margrét (Magga) og
Steindór (Steini).
Hannes Hólm
Hákonarson
Elsku amma mín,
núna ertu farin frá
mér og ég er alveg
viss um að þú ert
með besta sæti á himnum með
Munda þínum, þú varst allavega
Halldóra Kristín
Björnsdóttir
✝
Halldóra Krist-
ín Björnsdóttir
fæddist 3. apríl
1922. Hún lést 13.
október 2021.
Jarðarförin fór
fram 29. október
2021.
búin að vinna þér
það inn hér.
Virðing, orðið
virðing kemur fyrst
upp í hugann þegar
ég hugsa til þín, þú
komst alltaf fram
við alla af virðingu
og þú hlaust virð-
ingu hvar sem þú
komst. Þú varst hin
fullkomna amma,
hlý, blíð, glöð og
alltaf ríkti gleði í kringum þig. Þú
vissir alltaf besta svarið, ég gat
alltaf verið viss um að ef ég færi
eftir ráðum þínum þá yrði útkom-
an góð.
Þú tókst við mér þegar ég var
aðeins um 18 mánaða gömul,
mikið vann ég í lottóinu þá elsku
amma mín, að fá að vera hjá þér í
öll þessi ár og alltaf vorum við
bestu vinkonur, aldrei þurftir þú
svo mikið sem skamma mig nokk-
urn tímann, allar minningarnar
okkar einkennast af gleði, hlýju
og ró, tja, nema þegar við sung-
um Bella símamær!
Jólin voru tíminn okkar, við
elskuðum jólaljósin, skrautið,
kertin og kakóið. Ég er svo oft
búin að setja fallegt jólaskraut,
helst með ljósum, í körfuna til að
gefa þér en þú ert farin og ég get
ekki komið með þetta til þín, þar
sem þú tekur á móti mér með
brosi og fallegum orðum og segir
svo: „Nei, af hverju ertu að þessu
Linda mín!“ Þú elskaðir ljósið og
friðinn.
Ég vil þakka þér enn og aftur
fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig
og ég veit að þú vissir hvað ég
elskaði þig mikið og ég veit líka
hvað þú elskaðir mig mikið. Við
áttum svo kærleiksríkt og gott
samband alla tíð, hvort sem við
vorum í sama landi eða ekki, þú
varst alltaf til staðar fyrir mig
elsku amma mín. Ég er svo enda-
laust þakklát fyrir þig, besta gjöf
sem ég hef fengið og betri gjöf er
ekki hægt að fá en svona fallega
æsku með þér.
Takk elsku amma mín, þangað
til næst.
Þín
Linda Rós.
Elsku amma.
Þetta sérðu aldrei.
Mér finnst það svo
skrýtið hvernig
minningargreinar
hafa orðið til.
Svo skrýtið að það tíðkist hjá
mörgum að halda að sér hlutum en
láta svo allt gossa þegar viðkom-
andi er farinn. Ég hugsaði þetta
svo oft síðastliðna mánuði. En það
var einmitt svo erfitt að fara að tala
um eitt og annað við þig þar sem
minnið var brostið. Mér fannst það
engum til gagns eða gleði. Ótrú-
lega dapurt.
Ég veit að minningargrein á
ekki að vera svona. Hún á víst að
snúast um að deila minningum. Ég
hef hugsað svo margt og rifjað upp
endalaust af indælisminningum en
ég fæ mig ekki til að gera þetta
öðruvísi en svona. Spjallið eigum
við bara saman heima og í höfðinu
á mér. Mikið vona ég að þú heyrir í
mér.
Fyrir hina sem lesa þá legg ég
hér við hugleiðingu um það að
segja einlægan hug sinn og gera
það strax. Enginn veit hvenær
Þorbjörg
Steinólfsdóttir
✝
Þorbjörg Stein-
ólfsdóttir
fæddist 12. maí
1934. Hún lést 11.
nóvember 2021. Út-
för Þorbjargar fór
fram í kyrrþey.
okkar tími kemur.
Takk amma fyrir
mig, takk fyrir að
gefa mér og mínum
þessa dásamlegu gjöf
sem lífið er. Hlakka
til að hitta þig hinum
megin.
Minningargrein um lif-
andi mann
eða kver um góða konu.
Hvers vegna geymum
við það
að segja okkar skoðun?
Ef orðin þau hitta í hjartastað
við kjósum þau djúpt að graf
En í hyldýpi hugans allt fyllist snart
og hjartað fer að bugast.
Árin upp safnast og minningar með
uns á grafarbakka við stöndum.
Þá þegar loksins of seint það er
við gremjumst og huganum vart höldum.
Streymir þá úr augum og hjartanu
brostna
allt það sem sálin vildi segja.
En mér finnst það svo skakkt og svo
óþarflega hart
því hún var sú eina sem þetta átti að
heyra.
Svo ef heppnin er með ykkur
og þið hittið hana/hann enn,
deilið þá strax með hjartanu heila.
Martina Vigdís Nardini.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Minningargreinar
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi
og langalangafi,
JÓHANN EYJÓLFSSON
málarameistari,
áður til heimilis á Vesturgötu 59,
Reykjavík,
lést á Hlévangi, Reykjanesbæ, miðvikudaginn 17. nóvember.
Útförin hefur farið fram. Kærar þakkir til starfsfólks Hlévangs
fyrir umönnun og alúð síðustu ár.
Ásgeir Jóhannsson
Áslaug Jóhannsdóttir Sævar Þór Sigurðsson
Ingibjörg Jóhannsdóttir Thor Ólafur Hallgrímsson
og barnabörn
Bestu þakkir til allra þeirra sem vottuðu
samúð og hlýhug sinn við andlát og útför
ástkærrar eiginkonu minnar, móður,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
KRISTÍNAR ÞORSTEINSDÓTTUR,
Strikinu 12, Garðabæ.
Fjölskyldan þakkar starfsfólki krabbameinsdeildar
Landspítalans fyrir hlýja og góða umönnun.
Þórður Jónsson
og fjölskylda
Ástkær faðir minn, bróðir okkar, tengdafaðir
og afi,
INGIMUNDUR AXELSSON
sjómaður,
Ugluhólum 2, Reykjavík,
lést mánudaginn 6. desember á
hjúkrunarheimilinu Seljahlíð.
Útför fer fram miðvikudaginn 15. desember klukkan 11. Vegna
aðstæðna í samfélaginu verða eingöngu nánustu aðstandendur
viðstaddir.
Aðalheiður E. Ingimundard. Ingi Rúnar Georgsson
Steinunn Helga Axelsdóttir
Lárus Konráðsson
Páll Konráðsson Kristjana Ingibergsdóttir
Erla Lárusdóttir Bjarni Torfi Álfþórsson
Ingimundur Vilberg og Þórey Lilja