Morgunblaðið - 11.12.2021, Blaðsíða 36
Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2021
Elsku amma mín.
Ég hef í marga
daga reynt að finna
réttu orðin sem lýsa
því hversu mikils
virði þú ert mér og
hversu mikið ég á eftir að sakna
þín. Það hefur reynst mér erfitt
að finna þessi orð, að hluta til held
ég að það sé vegna þess að ég hef
ekki að fullu meðtekið það að þú
sért farin á vit nýrra ævintýra.
Í þínum fallega fíngerða lík-
ama var þessi risastóri og stór-
kostlegi persónuleiki, kona með
bein í nefinu sem lá ekki á skoð-
unum sínum og fussaði og sveiaði
á þær mannvitsbrekkur sem
vissu hreinlega ekki betur. Þú
varst kvenskörungur mikill og ég
hef alltaf verið stolt af því að
skapgerð okkar hafi verið keim-
lík.
Ása Pálsdóttir
✝
Ása Pálsdóttir
19. janúar
1935. Hún lést 2.
nóvember 2021.
Hún var jarðsungin
19. nóvember 2021.
Þú varst hlý og
góð amma og
langamma, allar
stundirnar sem við
áttum saman þegar
ég var yngri. Það
var ekkert
skemmtilegra en
fimmtudagskvöld
hjá ömmu að horfa á
Dr. Quinn, kalda
kókið í ísskápnum
sem við fengum allt-
af af og súru gúrkurnar eða apa-
typpin hans Gunnars sem okkur
þótti alltaf jafn fyndið. Þú kennd-
ir mér að bera virðingu fyrir öll-
um dýrum og þá sérstaklega kis-
um. Þú varst kattarhvíslari og
allar kisur elskuðu þig því þú
sýndir þeim svo mikla alúð og
umhyggju.
Það var svo spennandi að fá að
afgreiða í sjoppunni og læra
hvernig átti að sjóða sjoppupyls-
ur rétt með smá pilsner í vatninu.
Allar krossgáturnar, spilakapl-
arnir, fegrunarráðin og bíltúr-
arnir í Gripið og greitt með henni
Blíðu í aftursætinu. Öll áramótin
í Sævangi þar sem þú áttir alla
þessa flottu áramótahatta og
grímur. Jólaöl í flottu álglösunum
og skreytingarnar á borðinu.
Endalaust af góðum minningum
og ást.
Elsku amma mín, nú ertu
komin aftur heim í Landsveitina
þar sem þú ert umkringd þínum
nánustu. Þar er þitt draumaland.
Hvíldu í friði.
Þín
Sunna Ella.
Hulda og Hólmi
á Vermundarstöð-
um í Ólafsfirði tóku
að sér börn úr
kaupstöðum, fæddu þau og
fræddu, elskuðu sem sín eigin og
tóku aldrei krónu fyrir. Þau
kenndu okkur kaupstaðabörnun-
um að vinna og hugsa. Hulda var
kennari af guðs náð. Hún út-
skýrði og rökræddi og hafði
sterka málvitund og réttlætis-
kennd. Henni var oft heitt í
hamsi þegar umræðan barst að
illri meðferð á konum og börn-
um. „Það var ekkert svo ljótt
sagt um hann Jóakim í Ásæti að
ég tryði því ekki“ sagði hún
(nafnabreyting AS). Heil og elsk-
andi við heiminn en stygg sem
ljón ef henni fannst brotið á
minni máttar. Hún tók okkur að
sér eitt af öðru, yfir 30 börn,
hlúði að okkur og sagði dæmi-
sögur og lagði fyrir okkur gátur.
Hún kenndi okkur vinnubrögð,
t.d. að snúa heyi, raka dreifar,
sinna kúm og hænsnum og á
rigningardögum kenndi hún
okkur að prjóna neðan við leista.
Tungutak Huldu og Hólma
var í mörgu ólíkt því sem ég átti
að venjast á Siglufirði og í
Reykjavík. Þau kölluðu mig
heillina sína, voru framfrá og
sögðu fólk fara vestur á Siglu-
fjörð. Rödduðu samhljóðana og
söngur tungumálsins var annar.
Mér fannst ég eins og í annarri
veröld þegar ég hlustaði á þau
hjón tala en hafði þó vanist norð-
lensku í tveggja fjalla fjarlægð,
máli sem hljómaði allt öðruvísi.
Þetta var eins og í ævintýri.
Hulda, sem sólbrennd stritaði
á túnum og engjum, fóðraði dýr
og handmjólkaði, eldaði matinn,
Hulda
Kristjánsdóttir
✝
Ríkey Huld
Kristjánsdóttir
(Hulda) fæddist 1.
desember 1926.
Hún lést 14. nóv-
ember 2021. Útför
Huldu var 27. nóv-
ember 2021.
bakaði brauðið,
þvoði heila þvotta-
daga í suðupotti
sem hún hrærði í,
ásamt svo ótal-
mörgu öðru, þurfti
að sætta sig við að
líkaminn lét undan í
puðinu. Einhver ár
liðu og nú voru þau
Hólmi flutt í indælt
raðhús á Ólafsfirði.
Hulda hafði fengið
tvö sett af mjaðmaliðum og end-
urheimt heilsuna og Hólmi smíð-
aði og skar út í tré. Þau voru
komin á bíl, með sjónvarp í stofu
og inn í nútímann. Hún sagðist
hafa lifað alla Íslandssöguna,
fæðst í torfbæ, án rafmagns og
véla, eins og fólk hefði gert frá
landnámi, lifað iðnbyltinguna og
upplifað nútímann og það að sjá
ungt fólk fá að menntast. Sjálf
fékk hún ekki tækifæri til þeirr-
ar skólagöngu sem hún þráði en
það var að verða kennari. Harm-
aði hún það alla tíð.
En hún naut nútímalífsins, var
sjálfstæð, sótti námskeið, fór í
sundlaug, útbjó sér heitan pott
úr fiskikari við sumarbústaðinn
og Hólmi og Skjöldur voru ávallt
til taks. Malaði kúmen í kaffið,
bauð upp á heimabakað til 94 ára
aldurs, heklaði milliverk í rúm-
föt, vann ýmiss konar bróderí,
harðangur og klaustur, bjó til
listafalleg jólakort, hafði mjög
fallega rithönd og skrifaði pistla
og sögur.
Við ræddum bókmenntir, hún
las mikið og mundi allt. Setti líf
og atburði í samhengi, kunni Ís-
landssöguna og sá pólitíkina í
öllu. Ég mun sakna þessara sam-
ræðna og samvistanna með
henni.
Við sem nutum dvalar hjá
Huldu og Hólma erum þeim æv-
inlega þakklát fyrir það uppeldi
og ástúð sem þau gáfu okkur. Við
systkinin sendum innilegar sam-
úðarkveðjur til Skjaldar, Krist-
ínar, Rebekku og fjölskyldna.
Anna Sjöfn Sigurðardóttir.
Minningar
og andlát
Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlát-
um og útförum. Þar eru birtar andláts-, útfarar- og
þakkartilkynningar sem eru aðgengilegar öllum
en auk þess geta áskrifendur lesið
minningargreinar á vefnum.
Á vefnum er að finna upplýsingar um þjónustuaðila
sem aðstoða þegar andlát ber að höndum og aðrar
gagnlegar upplýsingar ætlaðar aðstandendum
við fráfall ástvina.
www.mbl.is/andlát
Minningar-
greinar
Hægt er að lesa
minningargreinar,
skrifa minningargrein
ogæviágrip.
Þjónustu-
skrá
Listi yfir aðila og fyrirtæki
sem aðstoða þegar andlát
ber að höndum.
Gagnlegar
upplýsingar
Upplýsingar og gátlisti
fyrir aðstandendur
við fráfall ástvina
Minningarvefur á mbl.is
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is