Morgunblaðið - 11.12.2021, Side 43
MENNING 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2021
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
@CliffordMovie
CliffordMovie.com
#CliffordMovie
ÞVÍ MEIRA SEM ÞÚ ELSKAR HANN
ÞVÍ STÆRRI VERÐUR HANN.
KEMUR Í BÍÓ MEÐ ÍSLENSKU TALI
10. DESEMBER
94%
Frábær ný Fjölskyldumynd frá Disney
sýnd með Íslensku og Ensku tali
SÝNDMEÐ ÍSLENSKU, ENSKU OG PÓLSKU TALI
JÓLAMYND
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
President Bongo er listamanns-
nafn Stephans Stephensen
sem færi líklega best á að
kalla fjöllistamann þar sem hann
myndar, hljóðritar, skífuþeytir,
dansar, gefur út, siglir fleyjum, bak-
ar pítsur og klífur fjöll. Og gerir
sirka skrilljón hluti í viðbót.
Árið 2018 setti hann í gang út-
gáfuröðina Les Aventures de Presi-
dent Bongo til heiðurs belgíska
ævintýramanninum Tinna, auðvitað
(en hann skilgreindi hvað það er að
vera ævintýramaður á 20. öldinni
samkvæmt forsetanum). Alls eru 24
plötur áætlaðar og eru sex þegar
komnar út. Árið 2018 kom út plata
með endurhljóðblöndunum á tveim-
ur Tilbury-lögum og sérstök útgáfa
af plötu Högna Egilssonar, Shed
your Skin. Árið 2019 var það Quad-
rantes, sem var unnin í samstarfi við
bassaleikarann og tónskáldið Óttar
Sæmundsen og svo Château Bjarna
Frímanns Bjarnasonar. Platan
Dolores Del Ríó, ánöfnuð Local Pro-
duct, kom svo út 2019 og sjötta verk-
ið kom í fyrra. Just a Closer Walk
With Thee er bæði kvikmynd (gerð í
samstarfi við Matthew Barney) og
plata með The Emotional Carpen-
ters sem er eitt nafnanna sem
Stephan notar þegar hann skapar
tónlist (hin þrælmagnaða Serengeti,
2015, er líka undir þeim hatti).
Reykjavik Record Shop hefur nú
tekið höndum saman með Radio
Bongo (útgáfuarmi President
Bongo) og í dag koma út tvær plöt-
ur. Sjöunda platan er merkt dúett-
inum Uwaga en sú áttunda er tónlist
við Á annan veg, kvikmynd Haf-
steins Gunnars Árnasonar, sem
President Bongo samdi eftir að
myndin hafði komið út (mjög for-
setalegt!).
Skrumskældur eyðimerkurblús
Frekari upplýsingar um allt þetta
efni og tónlistardæmi má finna á
radiobongo.fm. Mig langar nefnilega
til að nota restina af plássinu undir
tónlistarlega greiningu, fara í saum-
ana á Eros, plötu Uwaga (sem fjallar
um ástarsamband Erosar og
Psyche). Það eru margir sem koma
að tónlistinni en Uwaga er að stofni
til President Bongo og Þorsteinn
Einarsson, Steini í Hjálmum. Ýmis
kunnugleg nöfn má sjá í upplýsinga-
runu plötunnar, Daníel Friðrik
Böðvarsson og Aaron Roche koma
m.a. að upptökum ásamt Bongo sem
er annars í mörgum hlutverkum
hérna. Hann, Daníel og Þorsteinn
semja sjálfa tónlistina en ég læt vera
að telja upp hljóðfæraleikara hér.
President Bongo er kannski þekkt-
astur fyrir aðkomu að allra handa
raftónlist en hann fer létt með að
svífa vængjum þöndum um aðra
geira, sjá t.d. plöturnar sem upp
hafa verið taldar. Uwaga er þó
merkilega „eðlileg“ plata í öllu sam-
hengi, hér höfum við lög og kunn-
uglega rödd Steina þótt ávallt sé
stutt í Bongo-snúning. Þannig er
upphafslagið sólbökuð stemma í
anda Rys Cooders mætti segja en
strax á eftir tekur við gáskadrifið lag
og allt allt öðruvísi, „Pleasure
Thief“. „Discontent Fizzes“ er
kannski ágætt dæmi um að hlutirnir
geta aldrei verið of eðlilegir í útsend-
ingum Radio Bongo og fjórða og síð-
asta lagið á hlið A, „Fatal Hearts“,
er í framsæknara lagi, naumhyggju-
leg „ambient“-stemma með upp-
brotum sem fær að hanga í rúmar
átta mínútur.
Plötunni er svo snúið við og platan
verður í raun æ meira afstrakt.
„Mating Display“ er í raun réttu
hljóðverk, „Ultimate Union“ er dá-
laglegt skrítipopp hvar sjálfur Ótt-
arr Proppé kíkir í heimsókn og svo
er plötu slitið með „Speed of Ill-
usion“ sem kallast á við upphafið.
Skrumskældur eyðimerkurblús með
rafkryddi sem er fullkominn endir á
ansi ævintýralegri sjö laga yfirreið.
Myndband við lagið „Pleasure
Thief“ eftir þau Gabríelu Friðriks-
dóttur og Pierre-Alain Giraud var þá
frumsýnt í dag og finna má hlekk að
því á samfélagssíðum Reykjavík
Record Shop, President Bongo og
Radio Bongo og á arnareggert.is.
Ævintýrið góða heldur áfram
Tvær nýjar plötur
bættust við útgáfuröð
President Bongo, Les
Aventures de Presi-
dent Bongo, í dag. Ann-
ars vegar plata með dú-
ettinum Uwaga og hins
vegar tónlistin við kvik-
myndina Á annan veg.
Umslag President Bongo - Uwaga.
Ljósmynd/Benni Valsson
Dúettinn Uwaga er skipaður þeim félögum President Bongo og Þorsteini Einarssyni.
»
Uwaga er þó merki-
lega „eðlileg“ plata í
öllu samhengi, hér höf-
um við lög og kunn-
uglega rödd Steina þótt
ávallt sé stutt í Bongo-
snúning.
Sigurjón Sighvatsson kvikmynda-
framleiðandi með meiru hefur um
langt árabil unnið að sköpun fjöl-
breytilegra ljósmyndaverka og
opnar sýningu á úrvali þeirra í pop-
up-rými á Hafnartorgi við Geirs-
götu á morgun, sunnudag, kl. 16.
Helmingur sýningarinnar er
verk innblásin af þekktri ferðabók
W.H. Audens og Louis MacNeice
sem kom fyrst út 1937, Letters from
Iceland. Hinn helmingurinn sækir
innblástur til Bandaríkjanna, eink-
um Los Angeles og listamanna sem
þar hafa starfað, en í verkunum
kallast Sigurjón markvisst á við
verk nokkurra samtímalistamanna
og beitir þá til dæmis collage-tækni
og fellir texta á myndirnar.
Ljósmyndarinn Sigurjón Sighvatsson
sýnir nú fjölbreytileg ljósmyndaverk.
Sigurjón sýnir
ljósmyndaverk sín
Morgunblaðið/Eggert
Norræna húsið
býður upp á
pólskan ljóða-
viðburð á morg-
un, sunnudaginn
12. desember, frá
klukkan 15-17.
Viðburðurinn
ber titilinn
Pølse&Poesi og
þar verður boðið
upp á dýrindis
pólskar pylsur og pólsk-íslensk
ljóð.
Skáldin Jakub Sachowiak, Mao
Alheimsdóttir og Kamila Ciolko-
Borkowska lesa eigin ljóð og Pyls-
umeistarinn býður upp á pylsur og
súrar gúrkur með. Skáldin eru öll
pólsk að uppruna en hafa mismikil
tengsl við Ísland og íslenska tungu.
Upplesturinn verður á pólsku og ís-
lensku.
Pólskar pylsur og
pólsk-íslensk ljóð
Mao
Alheimsdóttir