Morgunblaðið - 11.12.2021, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 11.12.2021, Qupperneq 48
Höfðabakka 9, 110 Rvk | run.is • Verslun Guðsteins Eyjólfssonar – Laugavegi 34 og Ármúli 11 • Hagkaup – Reykjavík, Garðabær og Akureyri • Fjarðarkaup – Hafnarfirði • Herrahúsið – Ármúli 27 • Karlmenn – Laugavegi 87 • Vinnufatabúðin – Laugavegi 76 • JMJ – Akureyri • Bjarg – Akranesi • Kaupfélag V-Húnvetninga, Hvammstangi • Skóbúð Húsavíkur • Efnalaug Suðurlands – Selfossi • Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki • Verslun Haraldar Júlíussonar – Sauðárkróki • Efnalaug Vopnafjarðar • Sigló Sport – Siglufirði • Blossi – Grundarfirði • Verslun Bjarna Eiríkssonar – Bolungarvík • Verslun Grétars Þórarinssonar – Vestmannaeyjum • Sentrum – Egilsstöðum • Kram – Stykkishólmi • Fok – Borgarnesi • Versl. Kristall – Neskaupsstað • Verzl. Axel Ó. Vestmanneyjum Útsölustaðir: Tilvalin jólagjöf Aðventa, hin dáða og hrífandi nóvella Gunnars Gunnarssonar, sem fjallar um eftirleitir Fjalla- Bensa og föru- nauta hans, Eit- ils og Leós, á Mývatnsöræfum á aðventu, verð- ur að venju lesin í Gunnarshúsum í Reykjavík og á Skriðuklaustri á morgun, þriðja sunnudag í aðventu. Hjá Rithöfunda- sambandi Íslands í Gunnarshúsi á Dyngjuvegi 8 les Jó- hanna Friðrika Sæmundsdóttir, leikkona og handrits- höfundur, og hjá Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri les Þór Ragnarsson áhugaleikari. Lesturinn hefst á báðum stöðum kl. 13.30. Sagan Aðventa, um Benedikt, Leó og Eitil, lesin í Gunnarshúsum LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 345. DAGUR ÁRSINS 2021 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.268 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Íslandsmótið í knattspyrnu lengist um tæpar sjö vikur á næsta ári ef áætlanir um fjölgun leikja í úrvalsdeild karla ganga eftir. Eru grasvellir landsins tilbúnir fyrir leiki frá 18. apríl til 29. október? Morgunblaðið ræddi við vallarstjóra og aðra fulltrúa félaganna sjö í deildinni sem leika á grasi á næsta ári. »41 Ráða vellirnir við lengra tímabil? ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Mynd eftir myndlistarkonuna Guð- rúnu Elínu Ólafsdóttur, öðru nafni Gunnellu, prýðir fyrstu opnu nýút- gefinnar alþjóðlegrar bókar um um- hverfismál, It’s Up to Us: Build- ing a Brighter Future for Nat- ure, People & Planet, sem kom- in er í sölu á ama- zon.com og hugs- uð sem kennslu- bók í grunnskól- um í enskumæl- andi löndum og víðar. Karl Bretaprins kemur að út- gáfunni og samþykkti ásamt dóm- nefnd birtingu myndar Gunnellu, en formáli hans er á sömu opnu. „Þetta er mjög spennandi og mikill heiður,“ segir listakonan, en 25 listamenn hvaðanæva úr heiminum voru valdir til þess að myndskreyta bókina. Gunnella hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga. Hjartaheill og SOS- barnaþorpin hafa gefið út jólakort með myndum eftir hana og verk hennar hafa prýtt konfektkassa frá Nóa-Síríusi. Bandaríski rithöfund- urinn Bruce McMillan hefur skrifað tvær bækur út frá myndum hennar. New York Times valdi aðra þeirra, The Problem with Chicken, Hænur eru hermikrákur, í þýðingu Sigurðar A. Magnússonar, eina af tíu best myndskreyttu barnabókunum 2005. Gunnella átti verk á farandsýningu í London, Brussel, Stokkhólmi og í byggingu Sameinuðu þjóðanna í New York í kjölfar myndlistarsamkeppni Winsor og Newton árið 2000, en Karl Bretaprins var verndari keppninnar, í valnefnd mynda sem komust áfram og kemur nú aftur við sögu. Hænan passaði ekki Bókinni er skipt upp í 25 kafla og hvert þema fjallar um ákveðin mál- efni í sambandi við umhverfismál og sjálfbærni. Einn listamaður var val- inn til þess að myndskreyta hvert þema. Gunnella valdi þemað „People and Garden“, fólk og garður, og var orðið við þeirri ósk. Hún er þekkt fyrir þjóðlegar myndir af bústnum konum og hænum í íslensku um- hverfi og segist hafa haldið að hún ætti að mála í sínum stíl, hafi gert það og sent útgáfunni. Þá hafi hún verið spurð hvort hún gæti ekki málað mynd af Karli Bretaprins að gróð- ursetja tré í hallargarði konungsfjöl- skyldunnar ásamt barnabörnum sín- um og hundum fjölskyldunnar. Ljósmynd af garðinum hafi fylgt með, þar sem hafi sést í höllina, gos- brunn og fleira. „Ég byrjaði upp á nýtt og sendi aðra mynd, en allt kom fyrir ekki og að loknum nokkrum póstum fram og til baka sagði ég mig frá verkinu. Þetta var svo gjörólíkt því sem ég hafði fengist við, langt ut- an míns þægindaramma, og því benti ég á tvo aðra íslenska myndskreyta, sem færu létt með að ljúka verkefn- inu.“ Uppsögnin var ekki tekin til greina og hún beðin að mála mynd eftir eig- in höfði. Hún hafi því sent enn eina mynd. „Í forgrunn setti ég andlit á hænu, sem starði forvitnum augum framan í áhorfandann, og síðan var gróðursetningin í bakgrunni. Þá var ég beðin að fjarlægja hænuna, sem ég gerði, og málaði kind í staðinn.“ Á þessari stundu var ekki ljóst hvort myndin yrði í bókinni. „Hún þurfti fyrst að fá samþykki dómnefndar og Karl átti lokaorðið enda átti hún að vera með inngangsorðum hans.“ Bókin er komin út í Bretlandi og verður gefin út í öðrum enskumæl- andi löndum eins og Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og Nýja-Sjálandi. „Vonandi hefur íslenskt bókaforlag samband við útgáfuna og gefur bók- ina út á íslensku,“ segir Gunnella. Morgunblaðið/Eggert List Guðrún Elín Ólafsdóttir, Gunnella, með bókina þar sem sjá má mynd hennar og ávarp Karls Bretaprins. Karl prins sagði já - Samþykkti mynd eftir Gunnellu í bók um umhverfismál Karl Bretaprins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.