Morgunblaðið - 22.10.2021, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.10.2021, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2021 VIÐSKIPTAMOGGINN FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI C reditinfo hefur tekið saman lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki í tólf ár. Árið 2009, þegar fyrsti list- inn yfir Framúrskarandi fyrirtæki var tekinn saman, voru fyrirtæki enn að tak- ast á við afleiðingar efnahagshrunsins. Nú er það Covid-19 faraldurinn sem Framúrskar- andi fyrirtæki hafa þurft að takast á við. Viðurkenning fyrir framúrskarandi rekstur árið 2021 byggist á niðurstöðum ársreikninga fyrir reikningsárið 2020. Það er því fyrst núna sem hægt er að sjá raunveruleg áhrif Co- vid-19-faraldursins á rekstur íslenskra fyrir- tækja. Það má því segja að það sé ákveðið styrkleikamerki á íslensku efnahagslífi að fjöldi Framúrskarandi fyrirtækja minnkar ekki mikið á milli ára. Fyrirtæki sem nú eru á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki hafa verið vel í stakk búin til að takast á við áföll í rekstri og koma sterk frá erfiðu rekstrarári árið 2020. Hægt er að líta á listann yfir Framúrskar- andi fyrirtæki sem eins konar mælikvarða á heilbrigði íslenskra fyrirtækja. Fjölgun Framúrskarandi fyrirtækja getur borið vott um aukinn stöðugleika á meðan fækkun þeirra gæti verið merki um samdrátt. Þegar litið er til einstakra atvinnugreina er því mið- ur að sjá að fyrirtækjum í ferðaþjónustu fækkar á listanum á milli ára. Hlutfallsleg fjölgun fyrirtækja í byggingageiranum og sjávarútvegi er aftur á móti gott merki um aukinn stöðugleika í þeim atvinnugreinum. Ábyrgð Framúrskarandi fyrirtækja Vert er að minna á að aðeins um 10% þeirra fyrirtækja sem teljast framúrskarandi árið 2021 hafa konu sem framkvæmdastjóra. Þetta er töluvert lægra hlutfall en á meðal allra fyrirtækja á Íslandi og þetta hlutfall hefur ekki breyst mikið frá því að listinn yfir Fram- úrskarandi fyrirtæki var fyrst tekinn saman fyrir 12 árum. Ljóst er því að þörf er á mikl- um breytingum til að þetta hlutfall fari að breytast. Um árabil hefur Creditinfo veitt Framúr- skarandi fyrirtækjum sérstaka viðurkenningu fyrir samfélagsábyrgð og sjálfbærni. Mark- mið viðurkenningarinnar hefur verið að vekja athygli á því að framúrskarandi rekstur snýst ekki einungis um góða afkomu heldur felur hann í sér að fyrirtæki hafi jákvæð áhrif á umhverfið og samfélagið sem þau starfa í. Með viðurkenningunni viljum við því hvetja Framúrskarandi fyrirtæki til að huga að sam- félagsábyrgð til jafns við ábyrgð í rekstri. Í ár var voru forsvarsmenn allra Framúr- skarandi fyrirtækja 2021 beðnir um að svara stuttum spurningalista um umhverfisþætti, félagslega þætti og stjórnarhætti. Upplýsing- arnar úr spurningalistanum voru nýttar til að ákveða hvaða fyrirtæki gætu fengið viður- kenningu fyrir samfélagslega ábyrgð og sjálf- bærni. Endamarkmiðið með því að safna slík- um upplýsingum er að leggja grunn að því að hægt sé að dæma um sjálfbærni fyrirtækja með áreiðanlegum gögnum. Markmið Credit- info hefur verið frá upphafi að auðvelda fyrir- tækjum að taka upplýstar ákvarðanir út frá áreiðanlegum gögnum. Með því að auðvelda aðgengi að upplýsingum um sjálfbærni fyrir- tækja er hægt að komast skrefinu nær því að geta greint sjálfbærni fyrirtækja út frá gögn- um frekar en huglægu mati. Framúrskarandi starfsfólk Þegar litið er yfir viðtöl við forsvarsmenn Framúrskarandi fyrirtækja í þessu blaði er ánægjulegt að sjá hversu stoltir þeir eru af viðurkenningunni. Framúrskarandi merk- ingin er áberandi í auglýsingum fyrirtækja og hefur hún jafnframt verið nýtt til að ná fram bættum kjörum hjá erlendum birgjum. Mörg Framúrskarandi fyrirtæki nýta ekki aðeins vottunina í að sýna hana út á við heldur kjósa þau að flagga henni innanhúss á meðal starfsmanna. Það er áberandi í viðtölum við forsvarsmenn Framúrskarandi fyrirtækja að þeir þakka fyrst og fremst starfsfólki sínu fyr- ir framúrskarandi árangur fyrirtækisins. Þeir mega vera stoltir af starfsfólki sínu vegna þess að það er fyrst og fremst þrotlaus vinna starfsfólks Framúrskarandi fyrirtækja sem stuðlar að árangri þeirra. Það er ekki tilviljun að skilyrðin fyrir því að komast á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki séu meðal annarra að hafa náð rekstrarhagn- aði yfir þriggja ára tímabil. Það sem er um- fram allt verið að viðurkenna er stöðugur rekstur. Stöðugleiki og skynsamur rekstur ratar hins vegar ekki alltaf á síður fjöl- miðlanna og þess vegna er mikilvægt að hafa vettvang eins og Framúrskarandi fyrirtæki til að vekja athygli á þessum einstöku fyrir- tækjum. Þegar litið er yfir listann af þeim 853 fyrir- tækjum sem teljast til Framúrskarandi fyrir- tækja árið 2021 er hægt að sjá fjölbreytt úrval fyrirtækja. Þetta eru fyrirtæki sem hafa stað- ið af sér margvíslegar áskoranir en með því að sýna ráðdeild í rekstri og þrautseigju hafa þau haldið velli í áranna rás. Það skiptir máli fyrir íslenskt efnahagslíf að hér starfi stöðug og traust fyrirtæki og það er okkar von að Framúrskarandi fyrirtæki hvetji öll íslensk fyrirtæki til frekari dáða. Sterkar stoðir íslensks atvinnulífs Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir Hlutfall helstu atvinnugreina meðal Framúrskarandi fyrirtækja 2010-2021 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 Hlutfall 25% 20% 15% 10% 5% 0% 18,2% 14,9% 8,2% 8,1% 2,7% 2,0% Ferðaþjónusta Sjávarútvegur Fjármála- og vátryggingastarfsemi Smásala Heildsala Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.