Morgunblaðið - 22.10.2021, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.10.2021, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2021 VIÐSKIPTAMOGGINN FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI Mikilvægur hlekkur í heilbrigðiskerfinu Morgunblaðið/Árni Sæberg Júlía Rós Atladóttir þekkir Distica vel en hún tók við sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins í upphafi kórónuveirufaraldursins og hafa margs konar áskoranir fylgt þeirri stöðu. 286. sæti DISTICA Stórt 192. sæti Júlía Rós Atladóttir J úlía Rós Atladóttir hafði starfað hjá fyrirtækinu Distica í áratug þegar hún var ráðin framkvæmdastjóri þess. Þegar hún gekk frá samningi þar um grunaði hana ekki hvers konar verk- efni biði hennar og samstarfsfólksins. Skömmu eftir að hún tók við starfinu skall kórónuveiran á landinu af fullum þunga og þar hlaut að koma til kasta Distica sem er leiðandi á sviði lyfja og lækningatækja hér á landi. Júlía Rós viðurkennir að það hafi verið und- arlegt að taka við fyrirtækinu á þessum tíma, þegar flestir unnu heiman frá sér og fyrir- tækin um landið þvert og endilangt tóku breytingum vegna fordæmalausra aðstæðna. Hún segir að Distica hafi hins vegar staðið á traustum grunni. „Við rekjum sögu okkar allt aftur til ársins 1956 þannig að þetta er orðið vel þroskuð starfsemi. Hér er reynt starfsfólk og sterkir og góðir ferlar til staðar. Við erum að mestu í lyfjum og lækningatækjum þannig að starf- semin byggist mikið á gæðakröfum og ferlum sem fylgja vörum af þessu tagi. Það er mjög mikilvægt að þær séu meðhöndlaðar á réttan hátt, ekki síst með tilliti til hitastigs þar sem rangt hitastig getur haft neikvæð áhrif á virkni lyfja. Það er því verkefni sem við erum að fást við frá degi til dags.“ Sérþjálfað fólk á sviði heilbrigðisvísinda Hjá Distica starfa um 90 manns, starfsfólkið er sérþjálfað og að hluta til menntað fólk á sviði heilbrigðisvísinda. „Við erum þjónustufyrirtæki og höfum skil- greint okkur á þeim forsendum. Við höfum verið á þjónustuvegferð þar sem viðskipta- vinurinn hefur verið í framsætinu síðasta árið. En við störfum við vörustýringu og sjáum um að flytja inn lyf og lækningatæki frá erlendum birgjum fyrir okkar systurfyrirtæki innan Veritas-samstæðunnar og aðra utanaðkom- andi aðila, þannig að þetta snýst um innflutn- ing og hýsingu vara í vöruhúsum okkar, mót- töku pantana og senda svo viðskiptavinum okkar, apótekum og sjúkrahúsum, vörur sem við afgreiðum. Starfsfólkið okkar sinnir inn- kaupum, birgðastýringu, samskiptum við við- skiptavini okkar, tiltekt pantana og dreifingu, starfsmenn gæðadeildar vinna síðan þvert á alla starfsemi fyrirtækisins og verkefni þeirra er að tryggja gæði lyfjanna sem við hýsum og dreifum.“ Þessi hópur fékk í fangið risavaxið verkefni þegar Distica var falið að dreifa öllu bóluefni gegn kórónuveirunni hér á landi. „Þetta hefur í raun verið ævintýralegt. Það er að verða komið ár síðan fyrsti bóluefna- skammturinn kom til landsins. Við erum afar stolt af því að hafa verið valin til að sjá um inn- flutning, hýsingu og dreifingu á öllum Covid- bóluefnunum sem eru notuð hér á landi.“ Mun flóknara en talið var í fyrstu Bendir Júlía Rós á að verkefnið hafi tekið miklum breytingum frá því sem upphaflega var lagt upp með.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.