Morgunblaðið - 22.10.2021, Blaðsíða 66
Þ
að kemur ekki á óvart að Marel
skuli hafna í efsta sæti á lista
Creditinfo yfir framúrskarandi
fyrirtæki. Allt frá upphafi hefur fé-
lagið verið vel rekið og starfsemin vaxið jafnt
og þétt, með ríka áherslu á nýsköpun og
vöruþróun. Þá hefur Marel byggt upp al-
þjóðlegt sölu- og þjónustunet sem nær nú til
viðskiptavina í yfir 140 löndum um allan heim.
Vöxturinn hefur komið jafnt innan og utan frá
en af nýjustu stefnumótandi yfirtökum má
nefna kaup á þessu ári á 40% eignarhlut í
Stranda Prolog sem framleiðir búnað fyrir
vinnslu á laxi, og PMJ sem sérhæfir sig í
lausnum fyrir andamarkaðinn. Í fyrra eign-
aðist Marel þýska matvælatækjaframleiðand-
ann Treif og þar áður 50% hlut í íslenska fisk-
vinnsluvélaframleiðandanum Curio,
hugbúnaðarfyrirtækið Cedar Creek og fjórð-
ungshlut í hugbúnaðarfyrirtækinu Worximity.
Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir er fram-
kvæmdastjóri fiskiðnaðar hjá Marel og jafn-
framt framkvæmdastjóri Marels á Íslandi.
Hún segir árangur undanfarinna ára ekki síst
byggjast á því að unnið hefur verið út frá
skýrri sýn um að umbylta því hvernig matvæli
eru unnin á heimsvísu, í samstarfi við við-
skiptavini, og samhliða því hafi innviðir fyrir-
tækisins verið styrktir með markvissum
hætti.
Vannýtt tækifæri í Kína
og Suður-Ameríku
„Við störfum á mjög dínamískum markaði
sem gerir sífellt ríkari kröfur hvað varðar
þætti á borð við gæði, matvælaöryggi, sjálf-
bæra matvælaframleiðslu og rekjanleika mat-
væla. Við þurfum að vinna statt og stöðugt að
því að bjóða upp á vörur sem mæta kröfum
markaðarins og hefur t.d. hjálpað okkur mjög
að hvika aldrei frá þeirri stefnu að beina að
lágmarki 6% af tekjum í nýsköpun,“ segir
Guðbjörg Heiða en á síðasta ári nam velta
Marels 1,2 milljörðum evra og nam fjárfesting
í nýsköpun 69 milljónum evra sem samsvarar
um 11 milljörðum íslenskra króna.
Ytri vöxtur Marels sýnir glögglega hvernig
stefnt er jafnt og þétt að skýru marki. Segir
Guðbjörg að stefnumarkandi yfirtökur á öðr-
um fyrirtækjum hafi alla jafna það markmið
að dýpka vöruframboðið, styrkja virðiskeðj-
una þvert á öll framleiðslustig og ná stærri
markaðshlutdeild bæði á hinum ýmsu sviðum
matvælageirans og á mörkuðum um heim all-
an. „Þannig eru t.d. kaupin á PMJ fyrr á árinu
ekki síst hugsuð með það í huga að skapa ný
tækifæri í Kína þar sem framleiðsla á anda-
kjöti er með mesta móti.“
Í nóvember verður kaupunum á PMJ fylgt
eftir með opnun nýrrar sýningarmiðstövðar í
Sjanghaí, miðstöð viðskipta og fjármála í
Kína, en á sama tíma hefur Marel jafnframt
sett sig í stellingar fyrir sókn inn á Suður-
Ameríkumarkað og opnaði í sumar 4.700 fer-
metra sýningar- og sölumiðstöð sem m.a. nýtir
sýndarveruleika til að leyfa viðskiptavinum að
fræðast um eiginleika vinnslubúnaðar Marels.
Er sýningarhúsið í Campinas, skammt frá Sao
Paulo, og laðar vonandi að stóra sem smáa
matvælaframleiðendur í löndunum í kring sem
hafa hug á að fjárfesta lausnum til þess að
auka enn frekar nýtingu, gæði og sjálfbærni í
vinnslum sínum.
Netverslun kallar á
að varan sé alltaf eins
Bendir Guðbjörg Heiða á að matvælafram-
leiðendur um heim allan, og ekki síst á svæð-
Hafa starfað út frá skýrri sýn
Morgunblaðið/Árni Sæberg
66 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2021 VIÐSKIPTAMOGGINN FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI
Ein heild í þína þágu
LÁTTU OKKUR SJÁ UM HÝSINGU
OG REKSTUR TÖLVUKERFA
FYRIR ÞITT FYRIRTÆKI
www.trs.is | 480-3300
Færsla matarinnkaupa yfir á
netið kallar á sjálfvirkar lausnir:
„Þegar keypt er í matinn á net-
inu er ekkert sem heitir að
panta fisk dagsins eða velja flak
úr fiskborðinu heldur pantar
neytandinn ákveðna vöru og
ætlast til þess að hún sé alveg
eins í dag og hún var í síðustu
viku,“ segir Guðbjörg Heiða.