Morgunblaðið - 22.10.2021, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 22.10.2021, Blaðsíða 66
Þ að kemur ekki á óvart að Marel skuli hafna í efsta sæti á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki. Allt frá upphafi hefur fé- lagið verið vel rekið og starfsemin vaxið jafnt og þétt, með ríka áherslu á nýsköpun og vöruþróun. Þá hefur Marel byggt upp al- þjóðlegt sölu- og þjónustunet sem nær nú til viðskiptavina í yfir 140 löndum um allan heim. Vöxturinn hefur komið jafnt innan og utan frá en af nýjustu stefnumótandi yfirtökum má nefna kaup á þessu ári á 40% eignarhlut í Stranda Prolog sem framleiðir búnað fyrir vinnslu á laxi, og PMJ sem sérhæfir sig í lausnum fyrir andamarkaðinn. Í fyrra eign- aðist Marel þýska matvælatækjaframleiðand- ann Treif og þar áður 50% hlut í íslenska fisk- vinnsluvélaframleiðandanum Curio, hugbúnaðarfyrirtækið Cedar Creek og fjórð- ungshlut í hugbúnaðarfyrirtækinu Worximity. Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir er fram- kvæmdastjóri fiskiðnaðar hjá Marel og jafn- framt framkvæmdastjóri Marels á Íslandi. Hún segir árangur undanfarinna ára ekki síst byggjast á því að unnið hefur verið út frá skýrri sýn um að umbylta því hvernig matvæli eru unnin á heimsvísu, í samstarfi við við- skiptavini, og samhliða því hafi innviðir fyrir- tækisins verið styrktir með markvissum hætti. Vannýtt tækifæri í Kína og Suður-Ameríku „Við störfum á mjög dínamískum markaði sem gerir sífellt ríkari kröfur hvað varðar þætti á borð við gæði, matvælaöryggi, sjálf- bæra matvælaframleiðslu og rekjanleika mat- væla. Við þurfum að vinna statt og stöðugt að því að bjóða upp á vörur sem mæta kröfum markaðarins og hefur t.d. hjálpað okkur mjög að hvika aldrei frá þeirri stefnu að beina að lágmarki 6% af tekjum í nýsköpun,“ segir Guðbjörg Heiða en á síðasta ári nam velta Marels 1,2 milljörðum evra og nam fjárfesting í nýsköpun 69 milljónum evra sem samsvarar um 11 milljörðum íslenskra króna. Ytri vöxtur Marels sýnir glögglega hvernig stefnt er jafnt og þétt að skýru marki. Segir Guðbjörg að stefnumarkandi yfirtökur á öðr- um fyrirtækjum hafi alla jafna það markmið að dýpka vöruframboðið, styrkja virðiskeðj- una þvert á öll framleiðslustig og ná stærri markaðshlutdeild bæði á hinum ýmsu sviðum matvælageirans og á mörkuðum um heim all- an. „Þannig eru t.d. kaupin á PMJ fyrr á árinu ekki síst hugsuð með það í huga að skapa ný tækifæri í Kína þar sem framleiðsla á anda- kjöti er með mesta móti.“ Í nóvember verður kaupunum á PMJ fylgt eftir með opnun nýrrar sýningarmiðstövðar í Sjanghaí, miðstöð viðskipta og fjármála í Kína, en á sama tíma hefur Marel jafnframt sett sig í stellingar fyrir sókn inn á Suður- Ameríkumarkað og opnaði í sumar 4.700 fer- metra sýningar- og sölumiðstöð sem m.a. nýtir sýndarveruleika til að leyfa viðskiptavinum að fræðast um eiginleika vinnslubúnaðar Marels. Er sýningarhúsið í Campinas, skammt frá Sao Paulo, og laðar vonandi að stóra sem smáa matvælaframleiðendur í löndunum í kring sem hafa hug á að fjárfesta lausnum til þess að auka enn frekar nýtingu, gæði og sjálfbærni í vinnslum sínum. Netverslun kallar á að varan sé alltaf eins Bendir Guðbjörg Heiða á að matvælafram- leiðendur um heim allan, og ekki síst á svæð- Hafa starfað út frá skýrri sýn Morgunblaðið/Árni Sæberg 66 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2021 VIÐSKIPTAMOGGINN FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI Ein heild í þína þágu LÁTTU OKKUR SJÁ UM HÝSINGU OG REKSTUR TÖLVUKERFA FYRIR ÞITT FYRIRTÆKI www.trs.is | 480-3300 Færsla matarinnkaupa yfir á netið kallar á sjálfvirkar lausnir: „Þegar keypt er í matinn á net- inu er ekkert sem heitir að panta fisk dagsins eða velja flak úr fiskborðinu heldur pantar neytandinn ákveðna vöru og ætlast til þess að hún sé alveg eins í dag og hún var í síðustu viku,“ segir Guðbjörg Heiða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.