Morgunblaðið - 22.10.2021, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 22.10.2021, Blaðsíða 74
74 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2021 VIÐSKIPTAMOGGINN FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI S teypustöðin hóf starfsemi árið 1947 og byggir því á traustum grunni. Fyrirtækið var brautryðjandi í fram- leiðslu á steypu úr steypubifreiðum í Evrópu, að því er segir á vef félagsins, en fyrstu árin var mikill uppgangur eftir lok síðari heimsstyrjaldar. „Lausnaframboð Steypustöðvarinnar nær til margra sviða í byggingarframkvæmdum allt frá framleiðslu og dreifingu á blautsteypu, framleiðslu á forsteyptum einingum og hellum, múrvörum, floti og fylliefnum til framkvæmda. Auk þess leggur félagið áherslu á endurvinnslu á steypu og malbiki í takt við sjálfbærnimark- miðin okkar,“ segir Björn Ingi Victorsson, for- stjóri félagsins. Steypustöðin er í hópi framúrskarandi fyrirtækja á lista Creditinfo. Víða um landið Steypustöðvarnar eru átta talsins; í Borgar- nesi, á Malarhöfða í Reykjavik, í Hafnarfirði, í Helguvík, á Selfossi og í Vík í Mýrdal, auk þess sem félagið á tvær færanlegar steypustöðvar sem eykur, að sögn Björns, sveigjanleika og hagræðingu í stærri verkefnum. Framleiðslu- geta félagsins í blautsteypu er um 600 m3 á klukkutíma. Þá er fyrirtækið með múrbúð á Malarhöfða sem selur til fagmanna. „Við framleiðum blautsteypu og forsteyptar einingar. Við steypum t.a.m. húseiningar, hellur, sorptunnuskýli, brunna og rör í mörg- um stærðum og gerðum. Við endurvinnum malbik fyrir malbikunarstöðvarnar, en erum ekki malbikunarfyrirtæki. Þá endurvinnum við steypu og notum hana ýmist aftur eða seljum sem fyllingarefni. Við endurvinnum mikið af okkar efni sjálf,“ segir Björn Ingi. Fyrirtækið er jafnframt með námur í Vatns- skarði og við Hólabrú en sú síðarnefnda er nokkra kílómetra frá Hvalfjarðargöngum, Akranesmegin, á leiðinni í Borgarnes. Hefur keypt önnur félög Það á þátt í vexti Steypustöðvarinnar að fyrirtækið hefur keypt önnur félög í byggingargeiranum. Fyrirtækið hefur frá árinu 2003 rekið hellu- verksmiðju í Álfhellu í Hafnarfirði. Árið 2016 keypti félagið Loftorku Borgar- nesi og hefur einingaframleiðsla síðan verið vaxandi þáttur í starfseminni. Steypustöðin og Loftorka Borgarnesi sameinuðust í ársbyrjun 2019. Árið 2018 keypti Steypustöðin félögin Alex- ander Ólafsson og Tak-Malbik, sem stofnuð voru á 8. áratug síðustu aldar, í því skyni að byggja upp efnisvinnslu. Félögin voru sam- einuð í ársbyrjun 2019. Gervigreind í steypu Um 315 manns starfa hjá Steypustöðinni víða um landið. Að sögn Björns Inga er meginstarfsemin framleiðsla á blautsteypu. Stöðugt sé unnið að vöruþróun og innleiðingu nýjunga í framleiðslu. „Það nýjasta er að við höfum sett á markað snjallsteypu sem eru þráðlausir nemar sem settir eru út í steypuna á verkstað. Upplýs- ingar um styrk og hita berast í rauntíma frá nemunum og forritið notar síðan gervigreind til að ráðleggja notanda um næstu skref. Snjallsteypa styttir verktíma og tryggir gæði. Fram að þessu hefur þurft að meta ástand steypu með höndunum og áætla. Það getur þýtt að slegið er of snemma frá eða beð- ið lengur en þörf er á, sem hefur áhrif á gæði steypunnar og tímalengd verkefna. Hér á landi eru miklar hitabreytingar í veðurfari og nákvæmar upplýsingar um ástand steyp- unnar skilar sér í skilvirkari framkvæmd,“ segir Björn Ingi um þessa nýju tækni. Það megi raunar segja að blautsteypan sem framleidd er í dag sé hátæknivara sem verður til með tölvustýrðum framleiðsluferlum sem hefjast í steypustöð og lýkur með dælingu úr steypubíl á byggingarstað. Félagið er með eigin rannsóknarstofu þar sem stöðugt er fylgst með gæðum allra ferla framleiðslunnar. Samdráttur í faraldrinum Björn Ingi segir aðspurður að veltan hjá fyrirtækinu hafi dregist saman í kórónu- veirufaraldrinum í fyrra. „Bransinn er og hefur verið sveiflu- kenndur. Við það bætist að veturinn 2020 var mjög erfiður til framkvæmda og svo kom faraldurinn ofan í hann,“ segir Björn Ingi. Nú sé geirinn aftur á uppleið. Rekstrartekjur samstæðunnar voru 8.630 milljónir árið 2019 en 7.847 milljónir í fyrra. Hagnaðurinn var 438 milljónir 2019 en 312 milljónir í fyrra. Eigið fé félagsins lækkaði milli ára og var 2.268 milljónir í fyrra og er eigin- fjárhlutfall félagsins 32% í árslok 2020 sam- anborið við 30,5% árið á undan. Samanlagður launakostnaður var um þrír milljarðar í fyrra og breyttist lítið milli ára. Hittast reglulega Steypustöðin er sem áður segir í hópi fram- úrskarandi fyrirtækja á lista Creditinfo í ár líkt og síðustu tvö ár þar á undan. En hvað skyldi gera fyrirtækið sérstakt? „Fyrirtækið er 75 ára gamalt, með framúr- skarandi starfsfólk og sterka eiginfjárstöðu. Ég held að það sé grunnurinn að því að gera fyrirtækið að fyrirmyndarfyrirtæki,“ segir Björn Ingi. En hvernig skyldu stjórnendur halda góðum starfsanda og keppnisanda? „Það er gert með ýmsum hætti. Við teljum mikilvægt að halda starfsfólki upplýstu um mál- efni fyrirtækisins og gerum það á innri vefnum Workplace. Við hugum að öryggismálum og leggjum áherslu á að allir komi heilir heim eftir daginn. Auk þess reynum við að hittast og skemmta okkur saman og hlökkum til að gera meira að því nú þegar faraldurinn er að líða und- ir lok,“ segir Björn Ingi Victorsson að lokum. baldura@mbl.is Snjallsteypan eykur gæðin Morgunblaðið/Kristinn Magnússon 102. sæti STEYPU- STÖÐIN Stórt 102. sæti Björn Ingi Victorsson Ljósmynd/Eiríkur Hafdal Steypustöðin hefur innleitt nýja tækni til að fylgjast með steypunni á verkstað. Björn Ingi Victorsson, forstjóri Steypustöðvarinnar, segir starf- semina hvíla á gömlum merg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.