Morgunblaðið - 22.10.2021, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 22.10.2021, Blaðsíða 70
70 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2021 VIÐSKIPTAMOGGINN FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI Þ að var í ársbyrjun 1912 sem tveir danskir athafnamenn, Fritz Nathan og Carl Olsen, stofnuðu heildsöluna Nathan & Olsen, eitt rótgrónasta verslunarfyrirtæki landsins. Nathan & Olsen er nú dótturfyrirtæki rekstrarfélagsins 1912 ehf. og eru höfuð- stöðvarnar í Klettagörðum 19. Ásamt því að flytja inn nauðsynjavörur flutti fyrirtækið út fisk og landbúnaðarafurðir. Það starfrækti útibú víða um land, að því er segir á vef fyrirtækisins, og átti um tíma flutningaskip í siglingum milli hafna innanlands og erlendis. Voru millilandaviðskiptin fyrst og fremst við Bandaríkin og Danmörku. Lísa Björk Óskarsdóttir, framkvæmdastjóri Nathan & Olsen, segir fyrirtækið hafa frá upp- hafi stundað innflutning og sölu á matvörum og dagvörum. „Nú sérhæfir Nathan & Olsen sig í innflutn- ingi, sölu og markaðssetningu á vörum á mat- vöru- og snyrtivörumarkaði. Þannig er aðal- starfsemi okkar að bjóða upp á gæðavörur fyrir dagvörumarkað ásamt því að bjóða upp á nýjar vörur og fylgja straumum hvers tíma. Í faraldrinum snerist allt um að birgja sig upp og eiga varning. Nú horfum við fram á veginn og getum aftur sett orku í að bjóða upp á eitt- hvað nýtt og spennandi,“ segir Lísa Björk. Með langa reynslu af verslunarstörfum Lísa Björk varð framkvæmdastjóri árið 2019. Hún er rekstrarfræðingur frá Háskól- anum á Bifröst og með langa reynslu af versl- un. Hún var framkvæmdastjóri Provision, deildarstjóri hjá heildsölu í matvörugeiranum í áratug, starfaði sem fjármálastjóri og síðar markaðsstjóri hjá IKEA í sex ár og starfaði jafnframt í tæknigeiranum og banka. En hvað skyldi gera Nathan & Olsen að fyrirmyndarfyrirtæki? „Það eru auðvitað margir samverkandi þættir eins og heilbrigður rekstur, skýr mark- mið, framsækni og almenn skynsemi. Lykil- þáttur er auðvitað okkar frábæra starfsfólk, sem vinnur eftir skýrum ferlum og ástríðan og metnaðurinn í því sem við gerum saman sem heild.“ Hefur metnað til að gera vel Hvernig myndirðu lýsa vinnustaðamenning- unni? „Hún einkennist af liðsheild, krafti og fram- sækni. Hér er samansafn af öflugu fólki sem hefur metnað og ástríðu til að gera vel. Þau eru sannir Íslendingar; það er ekki hætt fyrr en markmiðunum hefur verið náð. Hér eru margir snjallir sérfræðingar sem eru sjálf- stæðir í sínum störfum en vinna samt allir vel saman og allir eru tilbúnir að hjálpa hver öðrum.“ Allir þurfa að leggjast á eitt Hvernig heldurðu uppi góðum starfsanda? „Stjórnendur þurfa að tryggja góða umgjörð en þetta er teymisvinna. Allir í hópnum þurfa að leggjast á eitt í að viðhalda góðum starfsanda og hafa gaman saman. Við erum með mannauðs- stjóra og erum hluti af samstæðu með mörgu öðru starfsfólki. Við reynum að hlúa vel að fólk- inu og hittast reglulega sem var erfitt í faraldr- inum. Við gerðum það sem við gátum þrátt fyrir takmarkanir. Við erum líka með reglulegar mannauðsmælingar sem eykur virkni starfs- manna og hjálpar okkur að bregðast við. Við er- um þétt og samstæð heild og störfum í opnu umhverfi. Við hittumst á formlegum og óform- legum fundum og spjöllum og náum vel saman.“ Hver er stefna ykkar í jafnréttismálum? „Lögð er áhersla á að gæta jafnréttis í hví- vetna og unnið er eftir mannauðsstefnu, jafn- launastefnu og persónuverndarstefnu, svo dæmi séu tekin. Við erum einnig jafnlauna- vottuð og stefnan er að sjálfsögðu að viðhalda því og passa upp á að allir hafi sömu tækifæri og að það sé engin mismunun.“ Allir hafa jafnan rétt Hvernig er því framfylgt? „Við erum með mannauðsstjóra sem tekur út allar vísitölurnar í þeim efnum. Hér hafa all- ir jafnan rétt til að sækja um ný störf. Við pössum upp á launin og reynum að hafa kynja- hlutföllin sem jöfnust meðal yfirmanna, milli- stjórnenda og innan hvers sviðs, eins og kostur er. Við erum reyndar með snyrtivörusvið þar sem afgerandi meirihluti starfsfólksins er kon- ur en því er tekið fagnandi þegar karlmaður sækir um starf þar,“ segir Lísa Björk. baldura@mbl.is Horfa á ný fram á veginn Morgunblaðið/Eggert Lísa Björk Óskarsdóttir, framkvæmdastjóri Nathan & Olsen, leggur ríka áherslu á öfluga liðsheild og samheldni starfsmanna. 95. sæti NATHAN OG OLSEN Stórt 95. sæti Lísa Björk Óskarsdóttir Höfuðstöðvar Nathan & Olsen eru í Klettagörðum í Reykjavík. Á lagernum. Vörur N&O hafa lengi verið hluti af lífi Íslendinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.