Sjálfsbjörg - 15.09.1959, Blaðsíða 16

Sjálfsbjörg - 15.09.1959, Blaðsíða 16
H Ú S I Ð Það lá ósköp illa á litlu dalastúlkunni, þetta fagra júníkvöld. Það var alveg sama þó að veðrið væri töfrandi fagurt. Hún sinnti því ekki neitt. Og konurnar liöfðu verið svo afarleiðinlegar við hana þennan dag og það var orðið svo langt síðan hún hafði lent í nokkru ævintýri. „Fyrst mennirnir afneita mér, þá er bezt að ég fái mér göngutúr útmeð hlíðinni, það er gaman núna um lágnættið, þá ilma blómin sætast,“ hugsaði litla stúlkan. En af hverju skyldu þau gera það? „Skilurðu það ekki kjáninn þinn,“ sagði lítill fugl, sem dintaði sér á steini. „Nei,“ svaraði litla stúlkan, „ég er ekki svo vitur.“ „Þau eru að lesa bænirnar sínar, þegar allt er orðið hljótt, eða tala við Guð sinn.“ Svo flaug hann burt, litli fuglinn. Þá sagði litla dalastúlkan, að þetta hefði sér ekki dottið í hug fyrr. En hvað um það, þarna var mosagróinn steinn í brekkunni, svo undur fallega grænn og alveg mátuleg- ur handa henni að sitja á. „Elsku góði gamli steinn,“ sagði litla stúlkan, „mikið ert þú góður við mig, þeg- ar ég er svona hrygg.“ Svo strauk hún um steininn með hendinni. Steinninn svaraði þessu engu, sem ekki var von. Og dalastúlkan andvarpaði þung- an, en svo varð henni litið út eftir hlíðinni. „Nú, þarna er þá maður á ferð,“ sagði hún við sjálfa sig, og brá hönd fyrr augu sér. Að andartaki liðnu var maðurinn kom- inn til hennar og settist á steininn við hlið hennar og vafði hana að sér. Þetta var einkennilegur maður. Aldrei liafði hún séð svo fallegan mann. Hann var vel búinn, í dimmbláum kyrtli. Ljósgult hárið féll um herðar niður — og augun, þeim er tæplega hægt að lýsa. Þau voru svo dimmblá og djúp, að þau voru engu lík. Það var eins og þau sæju í gegnum hana, án þess þó að vera óþægileg. „Hvar áttu heima,“ spurði litla dala- stúlkan, til þess að segja eitthvað. „Alls staðar," svaraði hann, „en nú er ég bara hjá þér.“ Litla stúlkan fann dásamlegan kraft fara um sig alla, sem hún hafði ekki fundið fyrr. Henni leið yndislega vel. „Hvers vegna ertu svona hrygg, litla vina?“ spurði maðurinn dásamlegi. „Af því að mennirnir-vilja ekki kannast við hæfileika mína,“ sagði stúlkan, hrygg í bragði, „og þeir vilja heldur ekki gefa mér hús, þar sem ég get verið í friði með vin- um mínum.“ „Fást þú ekki um það,“ sagði maðurinn dásamlegi, „ég skal sjá þér fyrir húsi.“ „Ertu þá dauðinn,“ spurði dalastúlkan skelkuð, „þá fá allir hús, en það nægir mér ekki. Ég vil hafa vini mína hjá mér, á með- an ég er hér.“ „Ekki er ég dauðinn,“ svaraði maðurinn dásamlegi, eða ertu hrædd við hann?“ „Nei,“ svaraði stúlkan, „ég vil lifa, en ég hef borið svo þungan kross, alla mína ævi, að ég þrái frið.“ „Það gerði Jesús Kristur líka,“ sagði maðurinn dásamlegi, „og ekkert hús átti hann, fremur en þú.“ — „Sjáðu nú til,“ lvætti hann við. „Þú hefur verið að byggja Jrér hús, alla þína ævi, og þar færðu að vera með vinum þínum, þegar þú kemur til mín.“ „Osköp ertu góður,“ sagði litla stúlkan hrifin, „en hvernig má það verða?“ Þá svaraði dásamlegi maðurinn. „Hver fögur hugsun, hvert hlýlegt handtak, verð- ur að verkefni í höndum mínum, hver 14 SJÁLFSBJÖRG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.