Sjálfsbjörg - 15.09.1959, Blaðsíða 38

Sjálfsbjörg - 15.09.1959, Blaðsíða 38
SKIN VIÐ SOLU SKAGAFJORÐUR Laugardaginn 4. júlí sl. kl. ll/2 brunuðu tveir langferðabílar inn í Akureyrarbæ, og stönzuðu við B.S.A. Bílar þessir voru frá Sleitustöðum í Skagafirði, eign þeirra góðkuirnu og lands- þekktu bræðra er þar búa, Gísla Sigurðs- sonar og Co. Bifreiðunum var stjórnað af þeim Gísla og Svavari, og voru þeir komnir til þess að sækja 70 manna hóp úr Sjálfs- björg á Akureyri, sem ætlaði í ferðalag til Skagafjarðar og norður í Fljót, alla leið að Skeiðfossi í Austur-Fljótunr. Við vorum að leggja af stað, kl. er orðin 2; og allt er í bezta lagi, allir komnir í bíl- ana, og ég er að gefa bílstjórunum merki um að setja allt á fulla ferð, sé ég þá ekki hvar Heiðrún Steingrímsdóttir stendur og veifar til okkar, og ég sem hélt að hún ætl- aði með, það var ekki hægt að heyra annað á lienni nóttina áður, er við vorum saman að sauma fána með merki félagsins til þess að hafa á bílunum, en nú stendur hún þarna og veifar bara, ég bregð mér til henn- ar og spyr hvort hún komi ekki með. Eg get það ekki, því miður, mig langar með, ekki vantar það, en samt get ég það ekki í þetta skipti. Jæja, segi ég, svo bregðast krosstré, sem aðrir raftar, en þú getur þó lofað okkur að taka af þér mynd, ég skal meira að segja vera með þér á myndinni, og það var svo smellt af okkur þessari mynd (bara góð Síðan var haldið af stað, og ekið sem leið liggur norður úr bænum, fram Þelamörk, fram allan Öxnadal, yfir heiði að minnis- merki Hjálmars Jónssonar að Bólu í Blönduhlíð, þar var stanzað og ef til vill hefur þá einhverjum komið í hug vísa eða kvæði eftir hið þekkta góðskáld, sem merk- ið er reist í minningu um. Að minnsta kosti kom mér í hug vísa er hann orti um Akrahreppinn: „Stend ég lítt við á Stóru-Ökrum o. s. frv. Eftir stutta viðdvöl hjá Bólu, var haldið norður Blönduhlíð og ekið heim að Varma- lilíð, þar fengu menn sér kaffi og eitthvað fleira til hressingar. Þaðan var svo haldið sem leið liggur út Sæmundarhlíð að Glaum- bæ, en þar er byggðasafn þeirra Skagfirð- inga, var safnið skoðað, en því miður ekki nógu vel, því að tími var svo stuttur. Gam- an hefði verið að mega dvelja þar í dagpart og skoða safnið, alla þá hluti, sem nú eru komnir úr notkun og margir hverjir þekkja aðeins af afspurn, en sem hér áður fyrr voru í daglegri notkun við búshald í sveit- um landsins, en þegar landið tók að vél- væðast, þá voru þessi áhöld og hlutir fagðir á hifluna, og eru nú varðveittir sem minja- gripir, og hafðir til þess að sýna yngri kyn- slóðinni, en sem sagt, það var bæði fróðlegt og gaman að korna að Glaumbæ, og vonum við, að einhvern tíma fáum við tækifæri á að koma þar aftur og skoða safnið betur. Við viljunr færa hinum greinargóða leið- sögumanni, er sýndi okkur safnið, okkar beztu þakkir fyrir þá stund og allan þann fróðleik er hann veitti okkur þennan júlí- dag. Frá Glaumbæ var farið til Sauðárkróks, stanzað þar við Hótel Villa Nóva hjá þeim sæmdarhjónum Pétri og Ingibjörgu, en þau reka hótefið þar af miklum myndarskap. Þar var kaffi drukkið og spjallað um lands- ins gagn og nauðsynjar. Frá Sauðárkróki var haldið yfir Borgarsand, austur yfir eystri vatnabrýr, yfir Hegranesið, og hvergi stanzað fyrr en komið var að Skeiðfossi í Austur-Fljótum, nema hvað örlítill stanz var á Sleitustöðum til þess að taka olíu á bílana, og einhverjir fóru út og keyptu sér einhverja munngát, og til þess að rétta úr sér, því það er þreytandi að sitja lengi í bíl. Þegar komið var að Skeiðfossi, var fund- inn að máli einn af vélstjórum þar, Jón 36 SJÁLFSBJÖRG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.