Sjálfsbjörg - 15.09.1959, Blaðsíða 19

Sjálfsbjörg - 15.09.1959, Blaðsíða 19
brotnaði við áreksturinn. Ég lá á sjúkrahúsi rúmlega þrjú ár. Margot dóttir mín var til skiptis hjá íjölskyldu okkar, en Bente gat ég komið fyrir á heimavistarskóla og þaðan mun hún taka gagnfræðapróf. í fyrstu fannst mér örlögin hafa leikið mig grátt, þar sem ég hafði orðið fyrir tveimur áföllum sama árið, en þau ár, sem ég dvaldi á sjúkrahúsinu komst ég að raun um, hversu hugrakkir margir eru. Eftir því, sem ég kynntist betur mörgum hinna fötluðu, því betur skildi ég hversu heppinn ég hafði verið þrátt fyrir allt. Margir þeirra höfðu frá barnæsku verið bundnir við hjóla- stólinn og verið öðrum háðir að öllu leyti. Á þeim árum ákvað ég að þegar ég kæmi af sjúkrahúsinu, skyldi ég taka mér eitthvað fyrir hendur, sem gæti orðið félögum mín- um að liði. Og nú er Johansen kominn að efninu, sem tekur hug hans og tíma allan. Meðlimir félagsins eru eitt þúsund að tölu og þegar á þessu ári hafa sex hundruð manns farið í ferðalög bæði innanlands og utan. Ætli sá, sem hefur heilbrigða fætur og handleggi skilji, hvers virði það er fyrir þann, sem er fatlaður eða jafnvel alveg hjálparvana, að ferðast með félögum sínum og kynnast af eigin raun ýmsu því, sem þeir áður þekktu aðeins af myndum. Ferðafélag- ið komst meðal annars í samband' við unga stúlku, sem hafði í tíu ár setið í stól sínum, án þess svo mikið sem koma út á götu og það var ánægjulegt að sjá breytinguna, sem varð á hinni ungu stúlku. Hún var tvítug að aldri en átti erfitt um mál, vegna þess að hún var orðin einræn og talaði ekki meira en hún nauðsynlega þurfti. Þetta er aðeins eitt dæmi, en ég gæti nefnt mörg. Ég vil taka fram, að ferðafélagið væri óvirkt án sjálfboðaliða frá Rauða-krossinum og Falck björgunarsveitinni, brunaliðsmönnum á Friðriksbergi og hjúkrunarkonum. Þau eyða frídögum sínum og jafnvel öllu sum- arleyfinu, til þess að hjálpa hinum fötluðu. Margir aðrir rétta okkur einnig hjálpar- hönd. T. d. listamenn, sem skemmta á sam- komum okkar. Við höfum nefnilega stofn- að skemmtifélag. Við fáum að láni sam- komusal á Friðriksbergi, sem er í eigu bygg- ingafélags fatlaðra. Þeir sem koma á skemmtanirnar eru sóttir heim, en hver og einn hefur nesti með sér. Síðan er drukkið kaffi, talað, horft á sjónvarp og fleiri skemmtiatriði eru oft á boðstólum.“ Á meðan við höfum talað saman, hefur síminn hringt mörgum sinnum. í hvert skipti hefur johansen skrifað hjá sér síma- númer og lofað að hringja seinna. Margir hinna fötluðu hringja til þess eins að heyra mannlega röcld í einveru sinni. Þeir, sem eru neyddir til þess að halda kyrru fyrir hreyfingarlausir innan fjögurra veggja, finnst stundum þeir vera aleinir í veröld- inni og yfirgefnir. Þá hressir það heilmikið upp á sálina að geta talað við einhvern, jafnvel þótt það sé aðeins gegnum síma. Thorskild Johansen segist liafa lítils háttar eftirláun frá fyrirtæki því, sem hann vann áður hjá, en afkoman sé erfið. Hann hefur mikla þörf fyrir aðra íbúð, þar sem hann býr á annarri hæð en það veldur hon- um miklum erfiðleikum. „En heitasta ósk mín er sú,“ segir Johansen, „að ferðafélag okkar muni einhvern tíma eignast sumar- bústað, sem fullnægir þeim skilyrðum, sem nauðsynleg eru, þar sem gjöra má ráð fyrir að flestir gestanna ferðist um í hjólastólum. Árgjald ferðafélagsins er fimm krónur og það er ekki hægt að ferðast mikið fyrir þær upphæðir, hvað þá byggja sumarbústað.“ „Að vissu leyti er það undarlegt,“ segir Johansen hugsandi, „að slys og þjáningar um árabil skyldi leiða til þess að ég varð ánægður maður, en samt er það staðreynd. Mér finnst ég vera nátengdari, ekki aðeins félögum mínum, heldur öllum mönnum, nú þegar ég hef misst svo mikið af því, sem ég áleit áður vera sjálfsagða eign. I þess stað hefur mér hlotnazt það, sem hvorki mánaðarlaun né hlaup hefðu getað veitt mér, þá ríku tilfinningu að vera maður og sálufélagi.“ sjálfsbjörg 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.