Sjálfsbjörg - 15.09.1959, Blaðsíða 41
Andersen að nafni, en liann hafði, sem einn
af félögum Sjálfsbjargar á Siglufirði, boði/t
til að greiða götu okkar er að fossinum
kænri, það gerði liann og þau hjón bæði, á
myndarlegan hátt, fyrir það viljum við færa
þeinr hjónum okkar beztu þakkir.
Jón hafði fundið fyrir okkur góðan tjald-
stað, en jrað var í fögrum hvammi fyrir aust-
an aflstöðina, þar var svo slegið upp tjald-
borg einni mikilli. Þegar allir höfðu tjald-
að í hvamminum hinum fagra (nema tvenn
hjón og einn lausamaður, er gerðu ráð fyrir
þvi að ekki mundi svefnsamt í tjaldborg-
inni, drógu sig út úr hópnurn og tjölduðu
niður við á, sennilega til þess að hafa þar
frið með sínar næturhugleiðingar, en það
ku vera háttur djúpt hugsandi manna að
einangra sig svo) fóru þær af stúlkum okkar
er duglegastar voru, að liita kaffi og finna
einhverja lífsnæringu handa fólkinu, en
það var ekki vanþörf á því eftir hina löngu
ferð.
Þetta gekk allt mjög vel, allir voru
ánægðir og allir hjálpuðust að. Þegar ferða-
iangarnir höfðu hresst sig á kaffi og öðru
góðgæti var farið í gönguferðir (þeir sem
það gátu), og ýmsa leiki. Sumir fóru upp á
topp sem kallað er, en það er að fara upp
að vatninu, sem stíflað var efst í hólunum
fyrir ofan aflstöðina.
Þegar þessi stífla var gerð, fóru margar
jarðir fyrir framan stífluhóla undir vatn, og
lögðust sumar alveg í eyði, en aðrar misstu
meira en helming af túnum sínum, þannig
verður eitt að víkja fyrir öðru.
Þegar líða tók á laugardagskvöldið, fóru
menn að búa sig undir nóttina, skríða í
tjöldin og taka fram svefnpoka sína.
Þá er allir voru komnir í tjöldin, og ætl-
nðu að fara að sofa, þá fóru að heyrast tíst
og önnur ankanarleg hljóð úr tjaldi og
tjaldi. Við vorum sex, sem gistum í tjaldi
sem notað var fyrir eldhús, og er við hugð-
umst sofna svefni hinna réttlátu, fóru að
heyrast svefnlæti all ferleg úr næsta tjaldi
við okkur.
Öldungarnir rceðast við, urn landsins gagn
og nauðsynjar.
Þegar tjaldstaður var yfirgefinn, tók
gjaldkeri Sjálfsbjargar, Ak. að sér að
brenna öllu rusli og ganga vel frá.
SJÁLFSBJÖRG 39
Félagar úr Sjálfsbjörg, Akureyri, rœða við félaga
frá Siglufirði, sem mœttu okkur við Skeiðfoss.