Sjálfsbjörg - 15.09.1959, Blaðsíða 29
SKYRSLA SJALFSBJARGAR, SIGLUFIRÐI
„Sjá]fsbjörg“ — félag fatlaðra á Siglu-
firði, var formlega stofnað 9. júní 1958, að
undangengnum viðræðum nokkurra áhuga-
manna og fyrir forgöngu Sigursveins D.
Kristinssonar, tónskálds. Þar eð sumarið —
mesti annatími Siglfirðinga — fór þá í hönd,
var lítið aðhafzt um félagslíf fyrr en nreð
haustinu, þá hófst starfsemin á ný með
merkjasöludeginum um miðjan október.
Við fundum strax mikinn velvilja og hlý-
hug streyma til samtakanna okkar hér, og
margir gengu snemma í félagið, sem styrkt-
armeðlimir. Fyrripart vetrar fórum við að
hugsa til fjáröflunar. Við gerðum okkur
ljóst þegar í upphafi, að félags-starfsemi
svona fámenns hóps yrði alltaf dálitlum
erfiðleikum bundið, ekki sízt fyrir það, að
margt starfandi fólk innan samtakanna á
erfitt um vik, sökum illfærðar hér um vetr-
artímann. Þessir erfiðleikar urðu þó ekki
Guðmundur Jónasson, varaformaður Sjálfs-
bjargar, Siglufirði.
nærri eins miklir og við höfðum búizt við,
vegna hins góða skilnings fólks almennt á
málefninu.
Við hófum
vikuleg
Björn
Stefánsson,
ritari
Sjálfsbjargar,
Siglufirði.
snemma að halda
spilakvöld til fjáröflunar
og gaf st'i leið góða raun.
Þar fór saman að fólk k'om
Í '& ’& l! °g naiU ániegjuiegnu
* ' * ™ ™ kvöldstundar og styrkti fé-
lagið um leið. Við vonum
að Siglfirðingar haldi
áfram að fjölmenna á spila-
kvöld Sjálfsbjargar á kom-
andi vetri. Auk spilakvöld-
anna héldum við bazar
fyrir jólin og einu sinni
dansleik.
Meðlimir deildarinnar komu saman
hvert mánudagskvöld á vinnufund til að
vinna muni á væntanl. bazar, sem haldinn
verður í haust. Þar getur að líta ýmsa eigu-
lega muni, bæði til gagns og gamans. Þess-
um vinnukvöldum höfum við reynt að
halda áfram í sumar eftir tíma og getu. For-
maður vinnunefndar er Margrét Konráðs-
dóttir, sem hefur stjórnað vinnukvöldunum
af miklum dugnaði og skörungskap. Öllunt
okkar fjáröflunarleiðum var tekið af mikl-
um skilningi og velvild. Ég vil nota tæki-
færið bér og þakka öllum velunnurum fé-
lagsins fyrir þeirra aðstoð, öllum sem hafa
unnið endurgjaldslaust fyrir félagið á ýms-
an hátt, og ég vil fyrir hönd félagsins þakka
Bæjarstjórn Siglufjarðar og bæjarstjóra, Sig-
urjóni Sæmundssyni, fyrir þeirra rausnar-
lega framlag, er þeir veittu samtökum okk-
ar við síðustu fjárveitingu bæjarins. Að end-
ingu óska ég öllum meðlimum Sjálfsbjarg-
ar til hamingju með þann árangur, sem orð-
ið hefur a-f starfi okkar, og býð þá velkomna
til starfa á ný.
SJÁLFSBJÖRG 27