Sjálfsbjörg - 15.09.1959, Blaðsíða 29

Sjálfsbjörg - 15.09.1959, Blaðsíða 29
SKYRSLA SJALFSBJARGAR, SIGLUFIRÐI „Sjá]fsbjörg“ — félag fatlaðra á Siglu- firði, var formlega stofnað 9. júní 1958, að undangengnum viðræðum nokkurra áhuga- manna og fyrir forgöngu Sigursveins D. Kristinssonar, tónskálds. Þar eð sumarið — mesti annatími Siglfirðinga — fór þá í hönd, var lítið aðhafzt um félagslíf fyrr en nreð haustinu, þá hófst starfsemin á ný með merkjasöludeginum um miðjan október. Við fundum strax mikinn velvilja og hlý- hug streyma til samtakanna okkar hér, og margir gengu snemma í félagið, sem styrkt- armeðlimir. Fyrripart vetrar fórum við að hugsa til fjáröflunar. Við gerðum okkur ljóst þegar í upphafi, að félags-starfsemi svona fámenns hóps yrði alltaf dálitlum erfiðleikum bundið, ekki sízt fyrir það, að margt starfandi fólk innan samtakanna á erfitt um vik, sökum illfærðar hér um vetr- artímann. Þessir erfiðleikar urðu þó ekki Guðmundur Jónasson, varaformaður Sjálfs- bjargar, Siglufirði. nærri eins miklir og við höfðum búizt við, vegna hins góða skilnings fólks almennt á málefninu. Við hófum vikuleg Björn Stefánsson, ritari Sjálfsbjargar, Siglufirði. snemma að halda spilakvöld til fjáröflunar og gaf st'i leið góða raun. Þar fór saman að fólk k'om Í '& ’& l! °g naiU ániegjuiegnu * ' * ™ ™ kvöldstundar og styrkti fé- lagið um leið. Við vonum að Siglfirðingar haldi áfram að fjölmenna á spila- kvöld Sjálfsbjargar á kom- andi vetri. Auk spilakvöld- anna héldum við bazar fyrir jólin og einu sinni dansleik. Meðlimir deildarinnar komu saman hvert mánudagskvöld á vinnufund til að vinna muni á væntanl. bazar, sem haldinn verður í haust. Þar getur að líta ýmsa eigu- lega muni, bæði til gagns og gamans. Þess- um vinnukvöldum höfum við reynt að halda áfram í sumar eftir tíma og getu. For- maður vinnunefndar er Margrét Konráðs- dóttir, sem hefur stjórnað vinnukvöldunum af miklum dugnaði og skörungskap. Öllunt okkar fjáröflunarleiðum var tekið af mikl- um skilningi og velvild. Ég vil nota tæki- færið bér og þakka öllum velunnurum fé- lagsins fyrir þeirra aðstoð, öllum sem hafa unnið endurgjaldslaust fyrir félagið á ýms- an hátt, og ég vil fyrir hönd félagsins þakka Bæjarstjórn Siglufjarðar og bæjarstjóra, Sig- urjóni Sæmundssyni, fyrir þeirra rausnar- lega framlag, er þeir veittu samtökum okk- ar við síðustu fjárveitingu bæjarins. Að end- ingu óska ég öllum meðlimum Sjálfsbjarg- ar til hamingju með þann árangur, sem orð- ið hefur a-f starfi okkar, og býð þá velkomna til starfa á ný. SJÁLFSBJÖRG 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.