Sjálfsbjörg - 15.09.1959, Blaðsíða 22

Sjálfsbjörg - 15.09.1959, Blaðsíða 22
HENDRIIÍ OTTOSSON: TRÚBOÐINN OG ROTTAN (SMÁATVIK ÚR VESTURBÆNUM) Það var þegar mest gekk á þarna fyrir austan. Þeir voru að berjast, Rússar og Jap- anir. Þeir börðust með byssum og kanón- um. Það var víst mikið dabb. Kallarnir niðri í Bryggjuhúsi sögðu, að þetta gæti kannske orðið hættulegt fyrir fólk. Gamla fólkið var yfirleitt gáttað á þessum ósköp- um, sem voru að gerast í heiminum. — Það var svosern ekkert betra hérna heima á Is- landi. Voru þeir ekki búnir að setja lands- Iiöfðingjann af, já, sjálfan landshöfðingj- ann, hann Magnús gamla Stepliensen. Hann Magnús, sem átti fleiri orður en offiséri á diinsku herskipi, og gekk stund- um með korða. — ]a-hí — sérernúhver óráðsían, að setja sjálfan landshöfðingjann af. Hvernig ætti að fara að stjórna landinu þegar þeir eru með svona kúnstir? Ætli þeir taki ekki uppá því bráðum, að setja sjálfan kónginn frá, blessaðan öðlinginn hann Kristján gamla níunda. Það væri rétt eftir þeim, þessum kandidötum frá Kaupin- hafn. Nú ekki var það betra með hann séra Þórhall biskup í Laufási. Ekki var hann barnanna beztur. Sumir liöfðu það nefni- lega fyrir satt, að hann ætlaði sér hvork: meira né minna, en að setja ljóta kallinn frá embætti og virðingum í neðra. Hvernig ætli að færi fyrir mannkyninu, ef hann yrði settur af? Hvað yrði um alla syndarana, sem ekki kæmust í sælustaðinn, ef þeir yrðu svona fyrirvaralaust sviptir heimili og fram- tíðaratlrvarfi. Hann var þá ekki með svona hundkaúnstir og villutrú, hann doktor Pét- ur biskup sæli. Nei hann var ekkert að abbast uppá þá, sem húsum ráða eftir tím- anlegan burtgang fólksins. Allt var að fara í hundana, eða svo fannst fólkinu á stakkstæðunum við Bræðraborg- arstíginn og köllunum í Bryggjuhúsinu, það var aldeilis klárt. Það var stundum rætt um svona efni á verkstæðinu hjá honum Einari skósmið á Vesturgötunni. Ekki svo að skilja, að hann Einar væri hræddur við þetta og héldi, að landið sykki eða færi í hundana. Nei, það var nú eitthvað annað. Hann Einar hafði misst annan fótinn fyrir ofan hné einhvern- tíma í fyrndinni. Þessvegna varð hann skó- snúður. Hvað var annað við fatlað fólk að gera, en að láta það læra skósmíði eða eitt- hvað þessháttar. Ekki gat maður með einn fót orðið prestur; lrvað þá heldur lands- höfðingi. Það var heldur ekki gott fyrir svo- leiðis fólk að verða bóndi eða skútukall. F.inari var vel við a'lla menn, en Iiann var heldur ekki hræddur við neinn. Það komu margir vitrir menn og sumir vitgrannir til hans Einars. Maður eins og Einar, sem hlustaði á alla menn, vitra og vitgranna, var vitur. Einar var sem sagt ekkert hneykslaður á þessu braski á þeim austur í löndum, eða hér á íslandi. Hann sagðist ekki vorkenna fjandanum nokkurn skapaðan hlut þó að hann yrði húsnæðislaus, eða honum Magn- úsi landshöfðingja. Hann gæti bara selt orð- urnar og korðann sinn, ef hann ætti ekki fyrir hálfpottflösku hjá honunr Bensa Þór. Hann híustaði á kallana — leit stundum út 20 SJÁLFSBJÖRG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.