Sjálfsbjörg - 15.09.1959, Blaðsíða 42
Grafarkirkja á Höfðaströnd i Skagafirði.
Skoðuð var kirkjan og minningarturn Jóns
Arasonar að Hólum i Hjaltadal.
40 SJÁLFSBJÖRG
í því tjaldi ku hafa verið tvenn hjón, og
er annar bóndinn hætti að skera hrúta og
fremja önnur strákapör í svefninum, og
við héldum að nú væri kominn á friður og
ró, þá tók hinn bóndinn við og hraut nú
öllu hærra og með annars konar hljómfalli
og framkallaði þau feikna hljóð, að annað
eins hefur ekki heyrzt í Fljótum um alda-
raðir, eftir því sem elztu menn mæla, og er
þó Fljótafólk vant ýmsu, hvað næturhljóm-
leika snertir. Á þessu gekk svo fram eftir
nóttu, og við tveir karlmenn, sem í eldhúsi
gistum, gátum ekki sofnað fyrir hlátri, og
enduðu þessi ósköp með því að annar eða
báðir, voru búnir að fá hláturkrampa, en
loks hættu nú þessir næturhljómleikar, og
friður og ró komst á, og allir sofnuðu og
sváfu til morguns, án frekari truflana.
Á sunnudagsmorgun var svo byrjað á því
að hita kaffi og sjóða eitthvað til lífsnær-
ingar, og svo varð að hafa til heitt kaffi
þegar félagar úr Sjálfsbjörg á Siglufirði
kæmu, en þeir komu um kl. 10 f. h., og var
sem áður er sagt fagnað með heitu kaffi,
síðan var spjallað og farið í leiki og ýmis-
legt gert til gamans, fram að hádegi, en þá
var ákveðið að halda af stað heim á leið.
Við fórum svo frá Skeiðfossi kl. um eitt
á sunnudag og héldum að Gröf á Höfða-
strönd. Þar var skoðuð hin ævagamla kirkja
eða kapella, og þótti mörgum gaman og
fróðlegt að koma þar.
Frá Gröf var svo haldið heim að Hólum
í Hjaltadal. Þar var skoðuð hin forna dóm-
kirkja og minningartum Jóns Arasonar.
Á staðnum var drukkið kaffi og skoðaður
staðurinn, gamli bærinn og sitt hvað fleira
er þar er. Er við vorum í kirkjunni, var
sent eftir organleikara staðarins, hann beð-
inn að leika fyrir okkur á hið veglega pípu-
orgel, sem er fyrir stuttu komið að Hólum,
brást organleikari vel við og spilaði fyrir
okkur nokkra sálma og við tókum undir, sú
stund er við dvöldum í dómkirkjunni á
Hólum var mjög hátíðleg, og maður komst
í alveg sérstakt andlegt ástand, og væri von-