Sjálfsbjörg - 15.09.1959, Blaðsíða 28

Sjálfsbjörg - 15.09.1959, Blaðsíða 28
gistu. Nú horfðu allir á hana með aðdáun, þar sem hún kom gangandi við hækjurnar, og var ekki laust við, að sumum vöknaði um augu. En mesti sigurinn var samt sá að geta komið gangandi á fundi læknisins góða. Vinnan við félagið varð meiri og rneiri, og alltaf fjölgaði þeim foreldrum, sem gengu í það. í febrúar 1949 var haldin fyrsta þjóðarráðstefnan um lamasjarfa í New York. Búizt var við 1000—1500 þátt- takendum, en þeir urðu 12 þúsund frá öll- um ríkjum Bandaríkjanna og 18 erlendum ríkjum. Þýðingarmesta starf ráðstefnunnar var tilraun til að leysa vandamál hinna elztu lamastjarfasjúklinga, og mikilvægasti ár- angur hennar var að fá Lenny Goldenson, varaforseta Paramount Pictures, kvik- myndafélagsins, til þess að gerast forseti Santbandsins. Foreldrra Karenar höfðu hitt Goldenshjónin á æfingastöð Westchester, þegar þau komu með barnið sitt, fallega litla telpu, til endurhæfingar. Nú var þeirra eina ósk, að öll börn með lamastjarfa fengju sama tækifæri til hjálpar. Næstu fjóra mánuði var haldið uppi reglulegri fjárciflunarherferð fyrir I.ands- samband lamastjarfa-félaganna. Sambandið hafði nú deildir í 21 ríki, Kanada og Suður- Afríku. Fyrir fjáröflunarnefndunum voru menn eins og Bing Crospy, Bob Hope, Jane Pickens o. fl. Var það mikil uppörvun. Karen var í heimakennslu og gekk henni námið mjög vel undir handleiðslu frú Bettý Owen; allt nema skriftin. Hún virtist ekki geta lært að halda á blýanti, og voru foreldrar hennar orðnir hræddir um, að hún myndi aldrei geta skrifað. Dag einn fékk fréttamaður útvarpsins, sem kom til þess að skrifa um Karen og fjölskyldu hennar, og rnóðir hennar leyfi til þess að sitja í kennslustund hjá henni. Kennslukonan festi blaðið niður á borðið hennar, leit á úrið sitt, rétti Karen blýant, og hún byrjaði að skrifa með vinstri hendi. Eftir alllanga stund hafði hún skrifað D á blaðið sitt. Eitt kraftaverkið enn hafði gerzt, Karen skrifaði! Enginn þorði að hreyfa sig og varla að draga andann, en Karen virtist ekki vita af nærveru þeirra. Með erfiðismunum skrifaði hún heil fimm orð á blaðið fyrir framan sig. Það hafði tekið þrjátíu og sex mínútur, en þær höfðu unnið að því í sjö rnánuði. Karen togaði í ermi móður sinnar: „Ég .get gengið. Ég get talað. Ég get lesið. Ég get skrifað. Ég get gert allt.“ Ingibjörg Magnúsdóttir endnrsagði. TIL ATHUGUNAR Til athugnar fyrir þá, sem augum líta þetta rit, vil ég beina Jressum orðum mín- um. Góðir starfskraftar búa oft og einatt í J)eim, sem eru á einn eða annan liátt fatl- aðir. Það er ekki þeim sem fatlaðir eru að kenna, að þeir þurfa að berjast harðari bar- áttu fyrir lífinu en aðrir, það er ekki þeim að kenna að þeim er oft tekið illa, er þeir leita sér atvinnu á frjálsum vinnumarkaði. Þess vegna eigið Jrið, sem hafið möguleika á að veita einhverjum atvinnu, að láta þá, sem eru fatlaðir, sitja að öðru jöfnu fyrir þeirri vinnu, sem þeir geta leyst eins vel af hendi og þeir ,sem eru að öllu leyti heilir. Látið aldrei þá, sem þurfa að bera það, kannske allt sitt líf, að vera ekki eins og annað fólk, hvað hreysti snertir, finna það, ef Jreir leita til ykkar eftir þeirri vinnu, sem þeir treysta sér til að leysa af hendi, að þið lítið á það sem gallaða vöru, nei, takið binum fötluðu vel. Greiðið götu þeirra eins og þið getið, þá mun ykkur verða vel laun- að, með því, að þið fáið ökki samvizkusam- ara og betra fólk til starfa, en einmitt þá, sem á einlivern hátt hafa orðið fyrir því að fatlast, og verið vissir um það, að á annan hátt mun ykkur líka verða vel launað. Ernil Andersen. 26 sJÁLFSBJÖRG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.